Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 39
15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Við lifum í samfélagi sem treystir í einu og öllu á vís-indi og tækni, en samt höfum við hagað málum þannigað næstum enginn skilur vísindi og tækni. Það er skýr upp- skrift að stórslysi. Carl Sagan Bresk yfirvöld hafa nú bannað notk- un dróna í grennd við Buckingham- höll og önnur heimili eðalborinna af ótta við að þeim kunni að vera beitt af njósnurum eða hryðjuverka- mönnum. Engin fjarstýrð loftför eru nú leyfð á opnum svæðum í grennd við heimili drottningarinnar í Lond- on. Þá hafa verið sett upp skilti í öll- um helstu almenningsgörðum Lund- úna þess efnis að drónar eða annars konar fjarstýrð loftför séu óheimil í görðunum. Nálægð garðanna við sögulegar byggingar á borð við áðurnefnda Buckingham-höll og Kensington-höll hafa leitt af sér þær getgátur að yf- irvöld telji að konungsfjölskyldunni stafi ógn af tækjunum. Hins vegar sagði talsmaður Royal Parks, stofn- unarinnar sem sér um að viðhalda görðunum, í samtali við Daily Mail í vikunni að drónarnir hefðu einnig verið bannaðir í fjarlægum görðum á borð við Richmond-garð og Greenwich-garð. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Engir drónar í görðum Lundúna „Drónarnir geta haft afar slæm áhrif á dýralífið í görðunum og jafn- framt farið í bága við þær reglur sem gilda um öryggi og þægindi gesta garðanna.“ Töluvert hefur verið um það að drónum sé flogið yfir görð- um Lundúna, enda eru staðir á borð við Hyde Park afar vinsælir áfanga- staðir ferðamanna. Stuttu fyrir jól var manni veitt aðvörun fyrir að fljúga dróna yfir Winter Wonder- land-skemmtigarðinn í Hyde Park og þá hafa einnig birst myndbönd á netinu þar sem ferðamenn fjarstýra drónum, sem flestir eru búnir há- gæðamyndavélum, í grennd við kennileiti á borð við Buckingham- höll. Breska lögreglan hefur jafnframt farið fram á heimildir fyrir því að gera dróna, sem flogið er ólöglega, upptæka. Ógrynni ferðamanna heimsækja Hyde Park dag hvern og fleiri og fleiri þeirra hafa dróna meðferðis. Það er margt skrítið í kýrhausnum og ekki annað hægt en taka ofan hattinn fyrir fólki sem fær furðulegar hug- myndir og hrindir þeim svo raunverulega í framkvæmd. Rafsígarettur verða nú sífellt algengari sjón. Fólk reykir þær á götum, inni á veitingastöðum og börum og þær minna á eitthvað úr framtíðinni, sérkennilegir hólkar sem fólk sýgur og blæs svo frá sér reyk, sem hverfur nánast samstundis. Ekki er vitað til þess að fólk í hettu- peysum hafi átt í sérstökum vandræðum með að reykja slíkar sígarettur en núna er í það minnsta komin á markað vapRwear-hettupeysan sem er einstök að því leyti að bandið, sem notað er til að þrengja eða víkka hettuna, er einnig rafsígaretta. Klæðnaðinum hefur verið lýst sem „lítt áberandi“ og „varfærnislegum“ enda er hugsunin sú að sá sem klæð- ist peysunni geti stungið sígarettunni upp í sig á sama hátt og fólk nagar reimarenda á hettupeysum og dreg- ið að sér reyk svo lítið beri á. Erfitt er að segja til um hversu vel mun ganga að selja peysuna, enda ekki auð- velt að átta sig á eftirspurn eftir klæðnaði sem hægt er að reykja, en vapRwear hefur þó fengið mikla umfjöll- un í fjölmiðlum og er með veglega heimasíðu. NÝJASTA NÝTT Reyktu peysuna þína Ætli það sé tímaspursmál hvenær við getum reykt vettlinga eða skóreimar? Það getur verið erfitt að standa við áramótaheitið sem felur í sér betra mataræði og heilsusamlegra líferni. Eitt af því sem margir gera er að telja ofan í sig kaloríurnar og á markaðnum er að finna fjölmörg smá- forrit sem auðvelda fólki þessa iðju, enda ekki allir sem nenna að leggja á minnið hvað þeir hafa innbyrt yfir daginn. Eitt þessara smá- forrita er Carrot Hunger. Það hjálpar fólki að telja kaloríur og ná þyngdarmarkmiðum sínum með því að … stríða því og egna það til reiði. Þetta er augljóslega ekki eitthvað sem allir geta hugsað sér enda njóta flestir góðs af heilbrigðri hvatningu og uppbyggingu, en appið nýtur hins vegar þó nokkurra vinsælda. Fari notendur yfir strikið einhvern daginn bregst forritið hið versta við og uppnefnir þá. Bregðist notendur forritinu og sjálfum sér ítrekað birtir forritið þeim auglýsingar í refsiskyni. Þá er jafnframt hægt að múta forritinu með einum dollara til þess að líta framhjá tilteknum máltíðum. Þeir sem þurfa á mikilli hjálp að halda geta stillt forritið á svokallaða „autoshame“-stillingu, en þá birtir það sjálfvirka færslu á twitter í hvert skipti sem notandinn borðar of mikið. SNIÐUGT SMÁFORRIT Kaloríurnar taldar Smáforritinu Carrot Hunger er hægt að múta til að vantelja kaloríur. Fylgirmeð fermingartilboðum* Fermingar- tilboð MacBook Air 13” 128GB Fermingartilboð* 189.990.- Fullt verð: 199.990.- MacBook Pro Retina 13”128GB Fermingartilboð* 249.990.- Fullt verð: 269.990.- B ir tm eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og ve rð br ey tin ga r. Fe rm in ga rt ilb oð gi ld a til 20 .m ar s 20 15 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.