Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 26
Húsið er fallegt að utan sem innan en það var upprunalega byggt sem einbýlishús. Morgunblaðið/Eggert H úsið í Vesturbænum var byggt 1928. Jónatan Þor- steinsson byggði húsið og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni í nokkurn tíma. Upprunalega var húsið byggt sem einbýlishús en nú eru þar fjórar íbúðir ásamt rúmgóðu lofti. Upphaflega var eldhúsið á neðri hæðinni. Þar var matarlyfta upp í borðstofuna og á háaloftinu var síðan pláss fyrir vinnukonur þar sem nú eru herbergi sem systurnar leigja út, meðal annars til háskólanema. Fjórar íbúðir eru nú í húsinu og hafa systurnar komið sér vel fyrir hvor á sinni hæðinni. Miðrýmið er með því skemmtilegra sem fyrirfinnst. Marmaraarinn, lista- verk og fallegur stigi mynda ómót- stæðilega umgjörð í miðrýminu. Ágústa Ingólfsdóttir býr á efri hæð hússins. Heimildarmyndin Salóme eft- ir Yrsu Rocu Fannberg um veflista- konuna Salóme Herdísi Fannberg var tekin í íbúð Ágústu en Salóme hafði búið í íbúðinni í áraraðir. „Hér er eiginlega innangengt í Björnsbakarí,“ segir Ágústa þegar hún ber fram vínarbrauðin og bætir við að hún kaupi vínarbrauðin heit á morgnana. Ágústa segist njóta sín vel í eldhús- króknum og bætir við að þegar fjöl- skyldan kemur í heimsókn komi sér flestir vel fyrir í eldhúskróknum. „Borðið er hægt að stækka en þegar ég er með saumaklúbb eða þegar fjöl- skyldan kemur þá færi ég borðið fram og hef borðstofuna í annarri stofunni.“ Ágústa hefur mikinn áhuga á myndlist og er nemi í myndlistarskól- anum í Kópavogi. Þónokkuð af fal- legum verkum Ágústu prýðir veggina. „Það er alltaf nóg að gera hjá okk- ur og hef ég aldrei haft eins mikið að gera og eftir að ég hætti að vinna,“ segir Ágústa og hlær. Systurnar segja það afskaplega notalegt að vera svona nálægt hvorri annarri en hafa sitt pláss engu að síður. Þá eru þær dug- legar við að rækta garðinn, sem ber af görðum í Reykjavík og drekka þær jafnframt morgunkaffið gjarnan á sameiginlegum svölum hússins. „Það er svo dásamlegt andrúmsloft í húsinu,“ segir Björg Ingólfsdóttir, sem býr á neðri hæðinni en mikill vin- skapur hefur myndast á milli allra íbúanna í húsinu. „Á stríðsárunum var afgreitt Fish & Chips í gegnum gluggann þar sem klósettið er hjá mér núna,“ segir Björg. Þá komu strákarnir og keyptu af þáverandi húsfrú og úr varð nokk- urs konar sjoppa. Íbúð Bjargar er ákaflega björt og heillandi. „Mér finnst ofboðslega nota- legt að fylgjast með traffíkinni í göt- unni þegar ég sit við borðstofuborðið og horfa út í fallega garðinn á sumr- in,“ segir Björg spurð hver sé hennar eftirlætisstaður í íbúðinni. Báðar keyptu þær systur íbúðirnar í húsinu um aldamótin og fluttu síðan úr stærri húsum en hafa með lagni inn- réttað íbúðir sínar í fallegum stíl. Mildir litir einkenna íbúðirnar, eldri húsgögn og vönduð setja jafnframt notalegan svip á þessi fallegu heimilli. Systurnar Ágústa og Björg Ingólfsdætur segja notalegt að búa í sama húsi. SYSTUR Í SAMA HÚSI Dásamlegt and- rúmsloft í húsinu SYSTURNAR ÁGÚSTA OG BJÖRG INGÓLFSDÆTUR HAFA KOMIÐ SÉR VEL FYRIR HVOR Í SINNI ÍBÚÐINNI Í FALLEGU HÚSI Í VEST- URBÆNUM SEM UPPRUNALEGA VAR BYGGT SEM EINBÝLISHÚS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Marmaarinninn í miðrými hússins er einstakur. Örninn eftir Guðmund frá Miðdal er tignarlegur fyrir ofan arininn. Morgunblaðið/Golli Sameiginlegt miðrýmið er einstakt. Falleg myndlist og notaleg umgjörð skapar notalega stemningu. Heimili og hönnun Götupartí á HönnunarMars Morgunblaðið/Eggert *Hljómsveitir og tónlistarmenn, hönnuðir og arki-tektar mætast í pop-up borg framtíðarinnar í portiListasafns Reykjavíkur. Kraumur tónlistarsjóður ogHönnunarsjóður Auroru bjóða í skemmtilegt götu-partí en þar koma fram þeir Retro Stefson, Sin Fang,Samaris, Snorri Helgason, Bjargey & Gígja úr YLJU,Valdimar Guðmundsson & Örn Eldjárn. Götupartíið hefst kl. 21 laugardaginn 14. mars í Listasafni Reykja- víkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.