Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 5
5
bókasafnið
síðan það hófst. Gerð er krafa um að allir MLIS nemar ljúki
sama skyldunámi en frá og með háskólaárinu 2008–2009
stendur þeim til boða að velja annað hvort valnámskeið í
samráði við leiðbeinanda við lokaverkefni, eða velja eitt af
eftirfarandi fimm kjörsviðum: skólasafnsfræði, stjórnun og
stefnumótun, upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti
hjá skipulagsheildum, upplýsingafræði og þekkingarmiðlun,
og vefstjórnun.
Alls hafa 79 nemar innritast í MLIS námið frá því að það
hófst. Af þeim hafa 23 skráð sig úr náminu, virkir nemar eru
því samtals 56. Konur eru í miklum meirihluta en alls hafa
69 konur skráð sig í námið á móti 10 körlum, kynjahlutföllin
meðal virkra nema eru 38 konur á móti 8 körlum. Mynd 1 sýnir
fjölda þeirra sem hafa innritast í námið eftir árum.
Mynd 1 Fjöldi innritaðra nema í MLIS nám frá 2004 til 2008
Augljóst er að þegar MLIS námið hófst á haustmisseri
2004 hefur verið töluverð uppsöfnuð eftirspurn eftir því en
háskólaárið 2004-2005 innrituðust alls 35 nemar í námið.
Töluvert hefur dregið úr aðsókn í námið í framhaldinu; til
dæmis sóttu átta nemar um það háskólaárið 2006-2007 en 15
nemar háskólaárið 2007-2008.
Þegar skoðað er hvaða námsgreinum MLIS nemarnir hafa
lokið áður en þeir skráðu sig í námið kemur í ljós að bakgrunnur
þeirra er nokkuð fjölbreyttur. Mynd 2 sýnir bakgrunn þeirra
MLIS nema sem eru í náminu eða hafa lokið því, nemar sem
hafa skráð sig úr námi eru ekki hafði hér með.
Mynd 2 Yfirlit yfir námsgreinar sem nemar hafa lokið prófi
í áður en þeir skrá sig í MLIS nám
Eins og sjá má á mynd 2 hafa flestir nemar sem innritast
í MLIS námið lokið kennaramenntun, eða alls 16 nemar. Alls
hafa 11 MLIS nemar lokið námi í tungumálum, þar af höfðu
þrír lokið námi í dönsku og sami fjöldi í ensku og frönsku, einn
í norðurlandamálum og einn í þýsku. Tveir MLIS nemanna
hafa áður lokið meistaranámi og jafnframt hefur einn MLIS
nemi lokið doktorsnámi.
Fyrsti neminn til að útskrifast úr MLIS náminu var Kristína
Benedikz sem útskrifaðist í júní 2005 en alls hafa 20 nemar
lokið MLIS námi (sjá mynd 3).
Mynd 3 Fjöldi nema sem hafa útskrifast úr MLIS námi
2005 til 2008, eftir ári
Mynd 3 sýnir að alls hafa 20 MLIS nemar útskrifast frá
upphafi. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um það hversu
margir MLIS nemar munu útskrifast á árinu 2009. Gera má ráð
fyrir að þeir verði um það bil átta talsins en þó þarf að taka
þeirri tölu með fyrirvara.
Rannsóknatengt meistaranám
Eins og áður segir hófst framhaldsnám í bókasafns- og
upplýsingafræði fyrst árið 1993 þegar greinin tók að bjóða
upp á rannsóknatengt meistaranám. Rannsóknatengt
meistaranám er tveggja ára (120e) fræðilegt framhaldsnám, til
prófgráðunnar magister artium, MA. Alls hafa þrír nemar lokið
þessu námi á árunum 2006 til 1999. Fyrstu árin var inntaka í
námið háð því að nemar fengju styrk úr Rannsóknarnámssjóði
til að greiða fyrir það (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996) en ekki
er lengur um það að ræða og geta nú þeir nemar sem lokið
hafa BA prófi í bókasafns- og upplýsingafræði með fyrstu
einkunn (7,25) sótt um. Nemar sem innritast í MA námið
geta valið um að skipuleggja það í samráði við leiðbeinanda
og sérstaka prófnefnd eða fylgja ákveðinni áherslulínu og
geta þeir valið á milli fjögurra lína: stjórnun og stefnumótun,
upplýsinga- og skjalastjórnun og rafræn samskipti hjá
skipulagsheildum, upplýsingafræði og þekkingarmiðlun, og
MA nám með áherslu á margbreytileika, sem er nýjung.
Nýjung í rannsóknatengdu meistaranámi.
MA nám í bókasafns- og upplýsingafræði: með áherslu á
margbreytileik
MA nám í bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á
margbreytileika er nýjung í rannsóknatengdu framhaldsnámi
sem mun hefjast frá og með haustmisseri 2009. Þetta er