Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 8
bókasafnið og hefur bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands verið aðili að því frá upphafi. Brýn þörf er á slíku samstarfsneti því aðstæður á Norður- löndunum og í Baltnesku ríkjunum eru þannig að nám í greininni fer fram við tiltölulega fámennar háskóladeildir. Á hverjum stað fyrir sig er því tæpast bolmagn til að halda uppi metnaðarfullu doktorsnámi sem getur boðið upp á það nýjasta í fræðunum. Fjöldi doktorsnema á hverjum stað er tiltölulega lítill og einnig er fjöldi fræðimanna sem uppfylla þær hæfniskröfur sem eru gerðar til að geta leiðbeint doktorsnemum takmarkaður (NORSLIS, 2009b). Doktorsnám lýtur mjög ströngum gæðakröfum og til að standast þær þarf námið að hafa á að skipa hópi hæfra leiðbeinenda. Enn fremur er fyrirsjáanlegt að án slíks samstarfs yrði skortur á námskeiðum á doktorsstigi og er sérstaklega talið að þörf sé á námskeiðum um kenningar í greininni svo og námskeiðum um tengsl aðferðafræði og kenninga. Óhætt er að segja að starfsemi NORSLIS hafi verið farsæl og hefur hún meðal annars fengið mjög góða dóma í mati hjá NordForsk. Fjöldi doktorsnema innan netverksins hefur vaxið jafnt og þétt og eru þeir nú um 170. Fjölbreyttri og öflugri starfsemi hefur verið haldið uppi og hafa um það bil 70 fræðimenn komið að kennslu við námið. Auk þess að halda árlega nokkur doktorsnámskeið hefur NORSLIS staðið að ráðstefnum og málþingum. Einnig hefur það verið mikilvægur þáttur í starfi samstarfsnetsins að aðstoða við að koma á heimsóknum doktorsnema og fræðimanna milli háskóla og veita til þess styrki (NORSLIS, 2009a). NORSLIS hefur þannig stutt við og eflt mjög tengslanet innan greinarinnar. Með því að sameina kraftana eins og gert hefur verið með NordIS-Net og NORSLIS hefur verið hægt að skapa grundvöll fyrir öflugu doktorsnámi, sem byggir á því að: (1) doktors- nemar eru nógu margir til að forsendur séu fyrir því að halda námskeið á doktorsstigi, (2) háskólar og háskóladeildir sem standa að náminu eru 14 sem hefur skapað traustan grunn fyrir samstarfið, (3) tæplega 50 nýdoktorar og eldri fræðimenn geta nú annast kennslu og leiðsögn í doktorsnáminu, (4) að auki eru fyrir hendi alþjóðleg tengsl við um það bil 15 fræðimenn sem hægt er að leita til. Stjórn samstarfsnetsins er skipuð fulltrúum frá hverju aðildarlandanna og hefur dr. Ágústa Pálsdóttir setið í stjórninni fyrir hönd Háskóla Íslands frá 2005. Núverandi formaður er dr. Niels Ole Pors, prófessor við Danmarks Biblioteksskole. Stjórnin hittist árlega á fundum til að fara yfir og skipuleggja starfsemina og ræða um málefni NORSLIS. Á vefsíðu netverksins (www.norslis.net) er hægt að nálgast upplýsingar um starfsemina og er þar til dæmis að finna upplýsingar um dagskrá hvers árs fyrir sig, lista yfir doktorsnema og hvaða skólar taka þátt í samstarfinu. NORSLIS hefur ekki lengur styrk frá NordForsk en á stjórnarfundum sem haldnir voru 2008 kom fram að það er mikill áhugi og vilji til að halda samstarfinu áfram. Í upphafi árs 2009 lá síðan fyrir staðfesting um áframhaldandi samstarf frá öllum háskóladeildunum og hefur nýtt samstarfsnetverk verið formlega stofnað. Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi nokkuð úr starfseminni vegna þess að ekki er lengur fastur styrkur fyrir hendi. En ráðgert er að halda tvö doktorsnámskeið árlega og verður leitað leiða til að afla styrkja fyrir þau. Ákveðið hefur verið að NORSLIS muni halda tvö doktorsnámskeið haustið 2009. Annað námskeiðið mun fjalla um kenningar í upplýsingafræði (Theories in Information Science) en í hinu námskeiðinu verður fjallað um aðferðafræði (Methodologies and Research Methods in Information Studies). Upphaflega stóð til að fyrra námskeiðið yrði haldið hér á landi og það síðara við Department of Information Studies í Tallinn í Eistlandi en við nánari skoðun þótti hagkvæmara að halda bæði námskeiðin í Tallinn og haga skipulaginu þannig að síðara námskeiðið hefjist í beinu framhaldi af því fyrra. Með því móti býðst nemum að sækja bæði námskeiðin fyrir hóflegan ferðakostnað. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna námskeiðin fyrir doktorsnema í öðrum greinum. Einnig hefur stjórnin tekið ákvörðun um að framvegis verði heiti samstarfsnetsins NORdic research SchooL in Information Studies (NORSLIS). Eftirtaldir háskólar eru samstarfsaðilar að NORSLIS Danmörk: Royal School of Library and Information Science. Finnland: Department of Information Studies, University of Tampere. Department of Information Studies, Åbo Akademi University. Department of Information Studies, Oulu University. Ísland: Bókasafns- og upplýsingafræði, Háskóla Íslands. Noregur: Library and Information Studies, Oslo University College. Institute for Documentation Science, University of Tromsø. Svíþjóð: Library and Information Science, University of Umeå. Swedish School of Library and Information Science, Gothenburg University and University College at Borås. Library & Information Science, University of Lund. Library & Information Science, University of Uppsala. Eistland: Department of Information Studies, Tallinn Pedagogical University. Lettland: Department of Library Science and Information Science, University of Latvia. Litháen: Faculty of Communication, Vilnius University. (NORSLIS, 2009b). 8

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.