Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 45
45 bókasafnið Ég var mikill lestrarhestur í æsku og er reyndar enn. Til að byrja með las ég teiknimyndasögur á borð við Tinna, Lukku Láka og Ástrík Gallvaska en þessa bókafl okka eignuðumst við bræðurnir með því að láta pabba kippa úr okkur barnatönnum sem voru orðnar lausar og dingluðu á grönnum hold- tægjum. Pabbi borgaði með bókum fyrir hverja tönn sem fékk að fj úka þannig að ég var snemma farinn að fórna mér fyrir bókmenntaáhugann með því að þola sársauka og fá blóðbragð í munninn. Fljótlega eftir tíu ára aldurinn uppgötvaði ég spennubækur fyrir unga drengi en það voru bækur eins og Frank og Jói, Benni, Lassý, Tarzan, Ævintýrabækurnar og margar bækur Ole Lund Kirkegaard. Þessar bækur var allar að fi nna á Borgarbókasafninu sem staðsett var á neðri hæð Bústaðakirkju, en safnið var í stuttu göngufæri frá heimili mínu. Á þeim tíma fannst mér ævafornt og nánast steingert fólk vinna á safninu og man ég sérstaklega eftir gáfulegum skeggjuðum manni sem var mikið í fullorðinsdeildinni og varð síðar mesta hættan í því að klækir mínir kæmust upp. Ég byrjaði venjulega á einhverjum bókafl okki og vildi svo klára hann. Í fyrstu var auðvelt að ná í bækurnar vegna þess að í hverjum bókafl okki voru margar bækur og venjulega einhverjar inni sem ég hafði ekki lesið, en þegar ég var búinn með fl estar bækur í einhverjum fl okknum fór að verða hending ef þær sem ég átti eftir ólesnar voru inni. Að koma upp á safn og fá ekki bók sem maður vildi var vond staða því að á þessum tíma fannst mér ekkert betra en að vera Bókasafnsklækir Jón Pétur Zimsen með ólesna bók upp á arminn, búinn að fara í sjopp- una og kaupa fi mmhundruð grömm af súrum og sterkum brjóstsykursdropum, síðan var farið upp í rúm og lesturinn hafi nn. Þegar illa gekk að ná i síðustu fi mm bækurnar í Frank og Jóa bókafl okknum kom mér gott ráð í hug. Ég breytti leið minni heim úr skólanum lítillega og kom alltaf við á safninu og gáði hvort þessar bækur eða aðrar ,,sjaldgæfar“ bækur væru inni. Ef ég sá bók sem ég átti eftir að lesa þá tók ég hana og fór með hana yfi r í fullorðinsdeildina og setti hana á bak við rykföllnustu bókahillurnar, þangað sem ekki var nokkur von á að hreyfi ng væri á bókum. Síðan hélt ég heim og hélt áfram með þá bók sem ég var að lesa það sinnið. Ég varð að passa mig á Skeggja því hann var stöðugt á ferðinni og fannst örugglega skrítið að tíu ára drengur væri að þvælast um í fullorðinsdeildinni. Fyrir vikið gat ég stöðugt gengið að rykugum bókafyrningum á safninu og alltaf haft skemmti- legar bækur með mér heim í lestur og sælgætisát. Með þessum hætti gat ég klárað ofangreinda bókafl okka einn af öðrum og bý enn að þeim fróðleik og skemmtun sem þeir veittu mér. Líklegast kann skeggjaði bókavörðurinn mér litlar þakkir fyrir þetta uppátæki og hann hefur jafnvel furðað sig á að bókaskráin sagði að einhverjar bækur væru inni en enginn gat fundið þær því þær dvöldu á röngum stað. Svo dúkkuðu þær upp einhverjum vikum seinna í höndunum á tíu ára sakleysingja öllum til mikillar furðu en aldrei var ég spurður hvar ég hefði fundið bókina. Hann hefur svo líklega á einhverjum tímapunkti fundið barnabækur í fullorðins- deildinni og furðað sig á einkennilegri staðsetningu þeirra á bak við fræðibækur um stjórnmál hindúa. Ef hann les þetta fyrirgefur hann mér vonandi því allt var þetta gert af einskærum áhuga á lestri góðra bókmennta.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.