Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 17
17 bókasafnið Þetta þýðir að einstaklingurinn kann að leita sér þekkingar. Nákvæmari útlistun á upplýsingalæsi er meðal annars að finna hjá Horton (2008) sem fjallar um 11 þrep í upplýsingalæsisferlinu. Jafnvel hefur þótt nóg um hve upptekið fólk hefur verið af að skilgreina upplýsingalæsi (Owsu-Ansah, 2005; Campbell, 2008) og verður hér látið staðar numið að sinni. Upplýsingalæsi í alþjóðasamfélaginu Bæði IFLA – Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofnana (International Federation of Library Associations and Institutions) og UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Educational Scientific and Cultural Organization) hafa tekið upplýsingalæsi upp á sína arma en IFLA og UNESCO hafa markvisst unnið saman að framfaramálum á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Árið 2000 hleypti UNESCO af stokkunum verkefninu Upplýsingar fyrir alla (Information for All Programme - IFAP) fyrir ríkisstjórnir. Með þátttöku í IFAP-verkefninu hafa ríkisstjórnir heimsins skuldbundið sig til að virkja ný tækifæri upplýsingasamfélagsins til að skapa réttlát samfélög fyrir tilstilli bætts aðgengis að upplýsingum (UNESCO, 2008). Árið 2002 var stofnuð deild innan IFLA um upplýsingalæsi, IFLA Information Literacy Section. Aðalmarkmið deildarinnar er, eins og fram kemur á vef hennar, „að fóstra alþjóðlega samvinnu um þróun menntunar í upplýsingaleikni á öllum tegundum bókasafna. Deildin einbeitir sér að öllum þáttum upplýsingalæsis“ (IFLA Information Literacy Section, 2008). Fastanefnd deildarinnar hefur starfað af kappi og árið 2006 voru til dæmis gefnar út viðmiðunarreglur um upplýsingalæsi í ævilangri menntun: Guidelines on Information Literacy for Lifelong Learning (Lau, 2006). Deildin hefur einnig í samvinnu við UNESCO útbúið vefinn InfoLit Global þar sem safnað hefur verið saman efni um upplýsingalæsi. Ofangreindir aðilar stóðu sameiginlega að alþjóðlegri samkeppni um einkennismerki fyrir upplýsingalæsi. Merkið er ætlað til kynningar og eflingar upplýsingalæsis. Tilkynnt var um vinningshafa þann 10. ágúst 2008 á svokallaðri UNESCO Session á fyrsta degi 74. ársþings IFLA sem haldið var það ár í Québec í Kanada dagana 10.-14. ágúst. Alls bárust 198 komið fram í Bandaríkjunum árið 1974 hjá Paul Zurkowski, þáverandi formanni Samtaka upplýsingaiðnaðarins (U.S. Information Industry Association), í skýrslu sem hann tók saman fyrir Þjóðarnefnd um bókasöfn og upplýsingafræði (National Commission for Libraries and Information Science – NCLIS). Í skýrslunni talar Zurkowski um nauðsyn þess að fólk verði „læst á upplýsingar“ (information literate) ef það eigi að geta komist af og vera samkeppnishæft í því upplýsingasamfélagi sem sé í uppsiglingu (Zurkowski, 1974; Ingibjörg Sverrisdóttir, 2001, bls. 7; Horton, 2008, bls. 1). Í áranna rás hefur hugtakið upplýsingalæsi verið í stöðugri þróun og skilgreining þess víkkað með tímanum. Einn þáttur hugtaksins á rætur sínar að rekja til safnkynningar og safnfræðslu bókasafna svo og kennslu í safnleikni sem öðlaðist nýtt inntak með tilkomu upplýsingatækninnar. Á síðustu árum hefur hugtakið í æ ríkari mæli rutt sér til rúms um víða veröld og heyrist stöðugt oftar notað fyrir safnfræðslu og það sem áður var kallað upplýsingaleikni og upplýsingafærni (information skills). Merking hugtaksins upplýsingalæsi er víðtækari en ofangreindra hugtaka og snertir flesta þætti samfélagsins. Um upplýsingalæsi hefur verið fjallað á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum og grunnskilgreining þess, samkvæmt Pragyfirlýsingunni um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu (2003, bls. 28), er hæfileikinn til að „finna, staðsetja, meta, skipuleggja og nota á skilvirkan hátt upplýsingar við að fjalla um þau málefni og viðfangsefni sem eru til staðar“ hverju sinni. Auk þess tekur hugtakið til siðrænnar notkunar heimilda. Í Alexandríuyfirlýsingunni um upplýsingalæsi og símenntun frá 2005 er merking hugtaksins enn víðari og því lýst yfir „að upplýsingalæsi og símenntun væru leiðarljósin í upplýsingasamfélaginu, þar sem þau vísuðu veginn til framfara, hagsældar og frelsis“ (2006, bls. 16). Sú skilgreining á upplýsingalæsi sem hvað oftast er vitnað til er sú sem Bandarísku bókasafnasamtökin ALA settu fram árið 1989 (American Library Association, 1989): Til að teljast upplýsingalæs verður einstaklingurinn að vera fær um að vita hvenær upplýsinga er þörf og hafa getu til að nálgast, meta og nota á skilvirkan hátt þær upplýsingar sem hann þarf á að halda. Hlustað og lesið á Bókasafni MS. Ljósmynd: Þórdís T. Þórarinsdóttir.Svipmynd frá Bókasafni Menntaskólans við Sund. Ljósmynd: Þórdís T. Þórarinsdóttir.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.