Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 40

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 40
40 bókasafnið Styrkja ber sambandið við námsmenn og fræðimenn t.d. • með því hvetja til samvinnu um ritgerðir, lokaverkefni eða rannsóknir sem byggjast á stöðu eða hlutverki bókasafnsins í stofnuninni eða innan stofnunarinnar. Styrkja ber sambandið við þá sem hafa ákvörðunar-• valdið, þ.e. yfirstjórn stofnunar /skóla eða pólitísk stjórnvöld. Bókasöfnin eða starfsmenn þeirra ættu að taka þátt • í opinberum menningarviðburðum eða íþróttum sem starfsmenn viðkomandi bókasafns og vekja þannig jákvæða athygli á því. Nefna má til dæmis vinnustaðakeppni eins og Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið, almenningsíþróttir af ýmsu tagi svo sem götuhlaup eða skíðagöngu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér sögu bókasafns KHÍ og síðar Menntasmiðju KHÍ má benda á greinar í Bókasafninu, 27. árg. 2003, í Fregnum 31. árg., 3. tbl. 2006 og í Aldarspegli. Rv. : KHÍ, 2008. Abstract The Library of the School of Education at the University of Iceland The University of Iceland and the Iceland University of Education merged on July 1st 2008. The latter became the main part of the School of Education at the University of Iceland. Most of its activities are located in the buildings of the former Iceland University of Education. It was decided that the library would still be run as the library at the School of Education as one of the libraries of the University of Iceland, for the time being at least. The library is open to all employees and students at the University of Iceland as well as other people that need access to the collection and the service of the library. The library will operate in good cooperation with the National and University Library of Iceland, as well as the Library of Landspitali - The National and University Hospital. Bókabíllinn Hjón á áttræðisaldri komu að Bústaðaútibúi Borgarbókasafns. Maðurinn beið í bílnum, en þar sem bókabíllinn stóð á hlaðinu ákvað konan að kíkja í hann og spyrja um ákveðna bók. Henni var vísað í safnið, en það sá eiginmaðurinn ekki. Stuttu seinna ók bókabíllinn af stað og eiginmaðurinn elti. Alveg upp í Grafarvog. Þar kom sá gamli upp í bókabílinn, mjög æstur: „Hvar er konan mín, hvar hafið þið hana?“ Hann var róaður og sagt að konan væri í Bústaðasafni. En þá kom annað vandamál, maðurinn hafði aldrei í Grafarvog komið, og þurfti að lóðsa hann út úr hverfinu. Þetta þótti lýsa miklum kærleik og hetjudáð, að elta konuna í alókunnugt hverfi, til að bjarga henni. Eftir stóð konan, dálítið undrandi á tröppum Bústaðasafns og skildi ekki hvað hefði orðið af eiginmanninum. Og urðu fagnaðarfundir þegar hann kom aftur. Úr sögum af Borgarbókasafni Reykjavíkur

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.