Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 42
42 Minningarorð Benedikt S. Benedikz 1932-2009 Benedikt Sigurður Benedikz bókavörður lést í Birmingham á Englandi 25. mars 2009. Hann fæddist 4. apríl 1932 í Reykjavík, sonur Eiríks Benedikz og Margaret Benedikz (fædd Simcock) en Eiríkur var um langt skeið sendiráðunautur við íslenska sendiráðið í London. Faðir hans og afi Benedikts var hinn þjóðkunni bókasafnari Benedikt S. Þórarinsson (1861-1940), kaupmaður í Reykjavík. Árið 1964 kvæntist Benedikt Phyllis Mary (f. 1940). Börn þeirra eru Einar Kenneth (f. 1966, dó ungur), Anna Þórunn (f. 1969) og Eyjólfur Kenneth (f. 1970). Barnabörnin eru fi mm. Benedikt stundaði nám við Pembroke College í Oxford og lauk þaðan M.A.-prófi í enskri tungu og bókmenntum 1958. Hann hlaut Diploma in Librarianship við University College í Lundúnum 1959 og var þar með fyrstur Íslendinga til að taka lokapróf frá háskóla í bókasafnsfræði. Honum var veitt doktorsgráða í heimspeki frá University of Birmingham 1979 fyrir safn prentaðra greina og bóka um íslensk fræði, býsönsk fræði og bókfræði. Benedikt vann í aðfangadeild Durham University Library 1959- 67 og var jafnframt kennari við þann skóla. Hann var bókavörður við New University of Ulster 1968-71. Eftir það var hann lektor í bókasafnsfræði við Leeds Polytechnic. Frá 1973 til starfsloka var Benedikt bókavörður við University of Birmingham og kenndi líka handritafræði. Auk bókavarðarstarfsins og annarra skyldustarfa var hann mikilvirkur höfundur rita og greina um íslensk efni, bókfræði og ýmislegt fl eira. Benedikt annaðist útgáfu minningarrits sem út var gefi ð á aldarafmæli Benedikts afa hans árið 1961. Hann tók saman, ásamt Ólafi F. Hjartar, skrá yfi r doktorsritgerðir Íslendinga frá upphafi til 1980. Hann þýddi og endurritaði Væringjasögu eftir Sigfús Blöndal og kom hún út 1978. Auk þess þýddi Benedikt mörg rit úr íslensku og öðrum Norðurlandamálum á ensku og yfi rfór í handriti ýmsar slíkar þýðingar. Meðal annars þýddi hann úr ensku og setti á svið í Durham Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson. Nánara yfi rlit um ritstörf Benedikts má fi nna í Gegni. Benedikt var félagi í lærdómsfélögunum Society of Antiquaries og Royal Historical Society. Til hans var oft leitað um að fl ytja háskólafyrirlestra eða önnur erindi um íslensk efni. Árið 1989 höfðu Landsbókasafn Íslands og Háskólinn samvinnu um að bjóða Benedikt hingað heim til að fl ytja fyrirlestur í tilefni af hundrað ára ártíð Guðbrands Vigfússonar. Þegar Benedikt var að alast upp dvaldist hann langdvölum á Smáragötu 10 hjá afa sínum, Benedikt S. Þórarinssyni, og ömmu, Hansínu Eiríksdóttur. Vafalaust má rekja hinn mikla bókaáhuga hans til þessara ára en Sigurður Nordal orðar það þannig að hann hafi verið fóstraður í hinu mikla bókasafni afa síns. Benedikt var orðinn fl uglæs fj ögurra ára og það þurfti að passa allar bækur fyrir honum því hann átti það til að stelast út með bók en á þessum tíma var Smáragatan bara byggð öðrum megin og þar voru mörg hálfbyggð hús sem hægt var að fela sig í. Það má segja að á þessum árum hafi verið lagður grunnurinn að þeirri ræktarsemi sem Benedikt sýndi íslenskum menningararfi , en hann hélt ætíð ötullega uppi merki íslenskra bókmennta og fræða á erlendum vettvangi. Eins og áður kom fram starfaði Benedikt í Bretlandi öll sín fullorðinsár. Hann byggði m.a. upp söfn í íslenskum fræðum við fj óra þarlenda háskóla. Hann ætlaði að sækja um sem landsbókavörður árið 1964 en hætti við því hann vildi ekki sækja um á móti Birni Sigfússyni. Það var síðan Finnbogi Guðmundsson sem fékk stöðuna. Benedikt var sérstaklega annt um Benediktssafn, sem svo er kallað, safn sem Benedikt eldri gaf Háskóla Íslands áður en hann lést 1940 og er nú varðveitt sem sérsafn í Landsbókasafni. Benedikt sendi safni afa síns bækur, handrit og peninga. Um haustið 2007 fór sá sem þessar línur skrifar í nokkurra daga heimsókn til þeirra Benedikts og Phyllis í Birmingham. Erindið var að fræðast nánar um bókasafn afa hans en Benedikt bjó yfi r miklum fróðleik um það. Móttökur þeirra hjóna voru hinar ljúfustu og vildu þau allt fyrir mig gera. Við fórum m.a. í stutta ferð til Nottingham til að skoða bókasafn föður Benedikts, Eiríks, sem er núna sérsafn í University of Nottingham. Benedikt var hafsjór af skemmtilegum og fróðlegum sögum um menn og málefni í Reykjavík fyrri tíma og lausavísur kunni hann fj ölmargar. Það var ekki bara hugur hans sem dvaldi í gamla tímanum, heldur má einnig segja að sú kjarnmikla tunga sem Benedikt notaði hafi verið íslenska eins og hún var töluð á árunum fyrir seinna stríð. Benedikt var söngmaður góður og söng oft í óperum en Pétur Jónsson óperusöngvari var einn af kennurum hans. Hann fékkst einnig við tónsmíðar. Jarðarför Benedikts var 7. apríl frá St. Peter‘s Church í Birmingham en hann var jarðsettur við hlið sonar síns í Durham. Jökull Sævarsson

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.