Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 43

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 43
43 bókasafnið Ég var snemma á ævinni vaninn við bóklestur. Það var föst venja að minnsta kosti ein bók kæmi úr jólapakka. Þegar búið var að ganga frá öllu eftir matinn og taka upp úr pökkum settist hver með sína bók og hóf sinn lestur. Á mínum ungdómsárum var skýr skipting, strákar lásu strákabækur eins og um vísindastrákana Tom Swift og Örn, en stelpur lásu stelpubækur eins og um fögru hjúkrunarkonuna Rósu Bennett og slíkar stelpubækur gat enginn strákur viðurkennt að hafa lesið, en ég viðurkenni, hér og nú, að hafa stolizt í bækur systur minnar. Ævintýrabækurnar eftir Blyton voru einnig mjög vinsælar á þessum árum, og þær voru á hlutlausu svæði, bæði kynin gátu kinnroðalaust viðurkennt að lesa þær. Önnur klár skipting var í barnabækur og fullorðinsbækur, og síðar komu einnig unglingabækur, en það var löngu eftir mín unglingsár. Ég man þegar ég hjólaði heiman frá mér á Tómasarhaganum upp í Þingholtsstræti á bókasafnið þar. Þar var barnadeildin einn lítill krókur á fyrstu hæð, og þegar búið var að byrgja sig upp af bókum í þeirri deild var stutt í hilluna þar sem Leyndardómar Parísarborgar voru geymdir, rit í mörgum vel innbundnum bindum. Vaninn var að taka með sér eitt hefti af Leyndardómunum, svona þegar maður var aðeins farinn að þroskast. Þessu merka riti kynntist ég fyrst þegar ég las bók Nonna, Jóns Sveinssonar, þegar hann er kominn til Kaupmannahafnar, um tólf ára gamall, og býr hjá norrænufræðingnum Gísla Brynjúlfssyni, er átti mikið og gott bókasafn. Eitt kvöld kemur Gísli að stráknum að lesa bók úr bókasafninu sínu, tók bókina af strák, og las yfi r honum um hvað væri hollt fyrir drengi að lesa og hvað ekki, en þarna var einmitt um Leyndardóma Parísarborgar að ræða. Að sjálfsögðu vakti þetta áhuga annars stráks, um öld síðar, á þessu riti og voru þarna nokkuð öðruvísi persónur en í ævintýrabókunum eftir Blyton. Ég er ekki einn af þeim, sem geta verið með margar bækur í takinu í einu. Þó hef ég yfi rleitt tvær. Önnur er dönsk, uppsláttarrit um myntsöfnun, Numismatisk leksikon. Þá bók er ég með til taks, sökum þess að ég er titlaður ritstjóri lítils fréttabréfs, sem safnarasamtök nokkur gefa út, og þarf því að Minningarorð Benedikt S. Benedikz 1932-2009 Bækur og lÍf Bækurnar mínar og lestur Tryggvi Ólafsson fi nna efni í þetta ágæta rit, og er þá handhægt að grípa til danska uppsláttarritsins, þýða úr því stuttar greinar, og senda prentaranum. Þessa bók hef ég haft við tölvuna mína í nokkur ár. Alltaf er gaman að Íslendingasögunum. Í mestu uppáhaldi hjá mér eru Njálssaga, Egilssaga og Gísla saga Súrssonar. Ég gæti trúað að ég hafi verið ekki eldri en tólf ára gamall, þegar ég fékk í jólagjöf Gísla sögu Súrssonar, eins konar barnaútgáfu, líklega eitthvað stytt og með stóru letri, hún var ekki myndskreytt, það tíðkaðist ekki í þá daga. Þessa bók las ég þessi jól með miklum áhuga og mundi vel, er ég mörgum árum síðar kom til Geirþjófsfj arðar, þar sem sagan gerist að miklu leyti. Sagan af furðufuglinum Agli hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og breyttist það ekki þótt við værum látin læra Höfuðlausn utan að í menntaskóla. Í þessari sögu eru slíkar stórbrotnar mannlýsingar, glettni, falleg lýsing á tryggð Ásbjarnar hersis í garð vandræðagemlingsins Egils, sagt frá græðgi og nízku Egils, menntun bardagamannsins Egils, en hann kunni að lesa rúnir og var skáld gott. Einnig er góð lýsing á Agli þegar sagt er frá hinstu ósk hans, þar sem hann vildi nota silfursjóð sinn, sem hann hafði um langan aldur legið á sem ormur á gulli, til að koma illu til leiðar. Þegar hans nánustu komu í veg fyrir þá óhæfu, sá hann og svo um að enginn fengi notið góðs af auðnum heldur. Njáls saga er stórbrotið listaverk og í henni margbrotnar mannlýsingar. Þarna er mikill harmleikur, en einnig skop. Þetta er saga, sem alltaf er gaman að grípa í. Nú hefur skáldkonan Þórunn E. Valdimarsdóttir skrifað nútíma Njálu. Í sinni sögu notar Þórunn ýmist sömu nöfn og í Njálu, lítt breytt og sum meira. Þarna eru Gunnar, Hrútur, Unnur, Halla (í stað Hallgerðar) og svo framvegis. Þarna hefur Þórunni tekizt vel með þessa nútímagerð á Njáls sögu. Þórunn notar Njáls sögu og byggir upp samsvarandi, og mjög trúverðuga atburðarrás, sem gerist á okkar dögum. Hjá Þórunni fá skúrkarnir og lygamerðirnir makleg málagjöld, og hetjurnar eru ekki alveg eins hreinar og saklausar, sem þær eru í Njáls sögu. Ekki get ég lokið þessu án þess að minnast sögunnar okkar Íslendinga og yfi rleitt alls mannkyns. Nú fyrir síðustu jól kom út 9. bindi sögu Íslands, en hafi zt var handa við útgáfu þessa góða rits þjóðhátíðarárið 1974, fyrir 34 árum, og nær sagan nú til 1870. Aðalhöfundur þessa rits er Gunnar Karlsson. Þetta rit las ég mér til mikillar ánægju um jólin og áramótin. Á litlu borði við leshægindastólinn minn (ég hef aldrei getað vanizt því að lesa í rúminu) liggur 6oo blaðsíðna bók, saga mannkyns. Þessi bók er nútímaútgáfa, með stuttum köfl um og vel myndskreytt, og er hún nú á dagskrá, ætli hún verði ekki páskalesning.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.