Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 11
bókasafnið frá miðri þrettándu öld þar sem bókunum er raðað eftir fræðigreinum sem kenndar voru í Sorbonne. Í enskri bókaskrá frá miðri 12. öld er bókum raðað í efnisflokka eingöngu eftir höfuðlistunum. Oft voru bækurnar merktar safnmarki eiganda eða safns. Enn í dag eru á handritasöfnum notuð safnmörk sem rekja má til gamalla handritasafna, oft upphafsstafir í nafni eiganda ásamt hlaupandi númeri í safninu og stundum stærðarflokkun. Flokkunarkerfi nútímans hafa tekið í arf ýmislegt frá hinum gömlu kerfum og má sjá leifar þeirra í röðun fræðigreina og flokka í kerfum, þar sem guðfræði og heimspeki eru enn í fremstu sætum og í skiptingu í undirflokka í hefðbundnum fræðigreinum (Guthrie, 1992 og 2003). 18. og 19. öld Á 18. öld urðu miklar framfarir í þekkingarfræði og skipun þekkingar í kerfi. Á upplýsingartímanum fóru menn að flokka allt milli himins og jarðar og út komu alfræðibækur í efnisflokkaðri röð og þær settu svip sinn á flokkunarkerfi bókasafna. Svíinn Karl von Linné er talinn upphafsmaður nútíma vísindalegrar tegundaflokkunar (taxonomiu) en hann tegundaflokkaði plöntur og dýr og skipaði í stigveldi í riti sínu Systema Naturae sem kom út árið 1735. Þetta var líka blómatími einkabókasafna, þar sem menn söfnuðu handritum og bókum í anda upplýsingastefnunnar. Ritakostur jókst mjög við bókasöfn háskóla og konungleg bókasöfn og farið var að skrá þau og flokka á kerfisbundinn hátt. Flokkunarkerfi þessa tíma báru svipmót hinna gömlu klausturkerfa en nýjar greinar bættust við eftir því sem þekking þróaðist (Ólöf Benediktsdóttir, 2005). Til gamans má geta þess að handritasafn Árna Magnús- sonar var skráð árið 1730 af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi. Framan við frumrit hans að skránni liggur uppskrift á efnisflokkun á einkabókasafni Frederik Rostgaard, dansks bókfræðings og bókasafnara. Bæði Rostgaard og Árni ferðuðust víða um Evrópu til að skoða bókasöfn. Á ferðum sínum safnaði Rostgaard flokkunarkerfum bókasafna og samdi sitt eigið kerfi. Jón Ólafsson skrifaði einnig upp yfirlit um efnisflokka í Polihistoriu Daniel Georg Morhof, þýsks fjölfræðings. Polihistoria hans er alfræðibók í efnisflokkaðri röð sem kom út 1688-1707. Eftir miðja 19. öld fóru að koma fram á Vesturlöndum hin stóru almennu flokkunarkerfi fyrir bókasöfn. Dewey kerfið, eitt mest notaða flokkunarkerfi bókasafna á vesturlöndum til þessa, kom fyrst út árið 1876. Dewey sótti fyrirmynd að flokkunarkerfi sínu til enska heimspekingsins Francis Bacon, og reyndar einnig til ítalsks flokkunarkerfis. Þar eru heimspeki og guðfræði í fyrsta sæti í anda hinna gömlu klausturbókasafna. Hann samdi kerfið fyrir bókasafn Amherst College og fyrir honum vakti að auka notagildi bókasafna án aukinna útgjalda. Það má segja að það hafi ekki verið miklar þekkingarfræðilegar vangaveltur á bak við kerfi hans heldur virðist hann hafa reynt á fremur almennan og hagkvæman hátt að ná yfirsýn yfir þekkingarsviðin og skipa þeim í flokka. Með lyklun eru gefin efnisorð eftir mismunandi sjónar- hornum og þekkingarsviðum og er þannig hægt að skilgreina efni á víðtækari hátt og vísa frá hinu smærra til hins stærra. Almennir efnisorðalyklar eru venjulega í stafrófsröð en innan hennar geta þeir verið kerfisbundnir, með tilvísunum til valorða og vikorða. Oft eru fræðilegir efnislyklar einnig stigveldisbundnir (thesaurus). Efnisorðakerfi gefa notandanum meira frelsi til efnisgreiningar en flokkunarkerfi (Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1996). Sumir fræðimenn vilja ekki aðgreina flokkun og lyklun á hefðbundinn hátt. Flokkunarkerfi hafa stundum verið gerð að stigveldiskerfum (thesaurus) og eins eiga efnisorðakerfi oft uppruna sinn í efnislyklum flokkunarkerfa (Hjørland, 1997, s. 29). Við flokkun fær það sem flokkað er auðkenni til greiningar á efnisinnihaldi þess, t.d. flokkstölu. Þetta er skilgreint sem túlkuð gögn og er andheiti lýsigagna sem eru upplýsingar sem lesa má úr viðfanginu. Hægt er að setja reglur um lýsigögnin en túlkuðu gögnin eru vandmeðfarin og háð hæfileika þess sem túlkar til að lýsa því sem honum finnst mikilvægast í samhengi við ákveðinn viðmiðunarhóp (Hjørland, 2003). Gallar í flokkunarkerfi geta t.d. falist í því t.d. að ákveðinn flokkur endurspeglar kenningu sem hefur ekkert gildi lengur eða að það vantar pláss fyrir nýja þekkingu og þar með mikilvæg verk á ákveðnum þekkingarsviðum. Flokkunarkerfi geta því ekki verið hlutlaus kerfi um algilda þekkingu heldur eru lifandi kerfi mótuð af aðstæðum, reynslu og vísindalegum þekkingarsviðum í félagslegu samhengi (Graarup, 2003). Það er því mikilvægt að velja flokkunarkerfi sem hæfir því þekkingarsviði sem flokkað er á og að flokkunarkerfi séu í stöðugri endurskoðun í samræmi við þróun nýrrar þekkingar. Það er algengt vandamál að ný viðhorf í fræðum og listum passa ekki inn í gömul kerfi. T.d. má nefna að flokkunarkerfi á listasviði eru enn undir áhrifum frá hugmyndum og hugtökum frá upplýsingaröld og sýningarhefðum á listasöfnum á 19. öld (Ørom, 2003) eða að flokkunarkerfi hinna gömlu kommúnistaríkja hæfa ekki nýju þjóðskipulagi, vegna þess að þau voru undir áhrifum úreltrar hugmyndafræði. Miðaldir og bókfræðileg flokkun Þegar fyrstu handrita- og bókasöfn urðu til fóru menn snemma að nota ákveðin einföld flokkunarkerfi sem miðuðust ýmist við stærð og ytra útlit bókanna eða innihald. Bækur voru þá hóflega margar og ekki erfitt að hafa yfirsýn. Bókasöfn og flokkunarkerfi á miðöldum voru mismunandi eftir hinum ýmsu trúarreglum. Í skrám yfir miðaldabókasöfn klaustra má greina ákveðna röðun þar sem Biblían og hlutar hennar komu fyrst, síðan rit kirkjufeðranna, rit miðaldaguðfræðinga, rit fornaldarhöfunda og loks höfuð- listirnar. Þessari röð var þó sjaldan fylgt út í ystu æsar, sem verið getur af því að handrit mismunandi efnis voru oft bundin saman í safnrit. Oft voru skrárnar samt einfaldlega listar yfir hvaða bækur voru í hvaða herbergi klaustursins og gætu þannig hafa flokkast eftir efni eða áhugasviði. Á einkabókasöfnum flokkuðu menn söfn sín oft eftir öðrum kerfum og má nefna Biblionomiu Richard de Fournival 11

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.