Bókasafnið

Tölublað

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 41

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 41
41 Fram undir miðja 19. öld var framboð bóka hér á landi lítið miðað við það sem seinna varð. Sömu bækurnar voru því lesnar mann fram af manni og gömul blöð og tímarit gengu á milli bæja og litlu skipti þótt fréttirnar sem þau höfðu að geyma væru gamlar. Prentaðar bækur voru þó ekki eini lesmiðillinn sem völ var á, því í gamla íslenska bændasamfélaginu var sterk og rótgróin handritamenning: fólk safnaði saman allskyns handskrifuðum fróðleik og skemmtiefni og lét jafnvel binda inn og lánaði svo vinum og ættingjum. Handritin varðveittust stundum innan sömu fj ölskyldu áratugum saman og hafa nýst mörgum til fróðleiks og skemmtunar. Efl aust hafa margir passað vel upp á bækur sínar og handrit og bundist þeim nokkrum kærleiksböndum. Í handritinu JS 251 4to, sem varðveitt er í handritadeild Landsbókasafns Íslands, má sjá skemmtileg síðuskrif sem ber þess vott. Handritið er rúmar 360 blaðsíður að lengd og hefur að geyma sjö mismunandi efnisþætti sem skrifaðir eru á átjándu öld af nokkrum einstaklingum ef tekið er mið af ólíkum rithöndum handritsins. Þarna er að fi nna ævintýri, brot úr Íslendingasögum, trúarlegt efni, landafræði og brot úr reisubók séra Ólafs Egilssonar. Ómögulegt er að draga upp heildarmynd af uppruna og sögu handritsins, en vitað er að árið 1855 var það komið í eigu konu að nafni Ragnheiður Finnsdóttir sem þá var um fertugt og bjó að Hvilft í Önundarfi rði. Hún hefur efl aust passað vel upp á bókina, því á fremstu síðu gefur hún henni orðið og skrifar1: Velvirt og dyggðelskandi heiðurskvinna á mig með réttu, Ragnheiður Finnsdóttir á Hvilft. Ég bið því alla bókavini, að fara vel með mig og endurbæta mig þegar þess við þarf, því ég á það vel skilið fyrir góða og meinlausa skemmtan mína. En þeim sem illa fara með mig, þeim lofa ég engum að lesa mig. Árið 1855 hefur hún látið binda handritið inn og endurbæta eins og segir á síðunni þar sem bókin fær aftur orðið: Nú er ég nýinnbundin og endurbætt af Andrési Hákonarsyni dag 20. desember árið 1855. Andrési þessum hefur greinilega litist vel á bókina, því hann ritar í hana orðsendingu til Ragnheiðar þar sem hann óskar eftir því að fá hana lánaða aftur „ef við lifum bæði“: Nú sendi ég yður bókina með hjartkæru þakklæti fyrir lánið á henni og ég bið yður að forláta þó hún hafi lengi hjá mér verið og viðgerðina bið ég yður að virða mér á hægra veg. Ef við lifum bæði, þá bið ég yður að ljá mér hana í annað sinn, til að kynna mér hana betur. Verið svo Guði befalaðar um tíma og eilífð með sálu og lífi . Þess óskar yðar einlægur Andrés. Fjórtán árum síðar, eða árið 1869, er bókin komin í eigu Ragnheiðar Magnúsdóttur. Ári síðar eignast Magnús Össurarson hana og er þá færð Jóni Sigurðssyni forseta, sem var mikill handritasafnari. Árið 1879 keypti Landsbókasafn allt handritasafn Jóns og fékk þetta handrit þá safnmarkið JS 251 4to, og hefur það verið í vörslu safnsins æ síðan, eða í tæp 140 ár. Efl aust hafa allmargir skoðað handritið á safninu í áranna rás, en þess má geta að notast var við það við útgáfu Sögufélags á ýmsum skjölum sem tengdust Tyrkjaráninu 1627. Það eru því fl eiri en Ragnheiður og Andrés sem hafa haft gagn og gaman af handritinu sem þau höfðu augljóslega svo miklar mætur á um miðja nítjándu öld. Dýrgripur Ragnheiðar Finnsdóttur: stutt frásaga af gömlu handriti Bragi Þorgrímur Ólafsson . Fært til nútímastafsetningar.1

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað: 33. árgangur (01.09.2009)
https://timarit.is/issue/382239

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. árgangur (01.09.2009)

Aðgerðir: