Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 6
bókasafnið tveggja ára meistaranám (120e) sem byggir á þverfræðilegu samstarfi sex námsgreina: mannfræði, þjóðfræði, kynjafræði, félagsfræði, fötlunarfræði og bókasafns- og upplýsingafræði. Hver þessara greina mun bjóða upp á margbreytileika sem sérstaka námslínu. Nemendur munu innritast í sína grein og útskrifast úr henni en með áherslu á margbreytileika. Námið er skipulagt þannig að hver heimagrein fyrir sig setur upp sérstaka námskipan þar sem skilgreind eru þau skyldunámskeið sem kennd eru innan hennar en auk þess eru sameiginleg námskeið í kenningum og aðferðafræði hluti af skyldunámi. Valnámskeið er hægt að velja úr framboði þeirra greina sem eiga aðild að náminu en tiltekin námskeið geta verið skylda í heimagrein en val fyrir aðra nema í náminu. Hægt er að fá frekari upplýsingar um MA nám í margbreytileika í Kennsluskrá Háskólans fyrir framhaldsnám háskólaárið 2009- 2010. Að lokum Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á uppbyggingu framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Námsbraut í bókasafns- og upplýsingafræði hefur leitast við að taka þátt í þeirri þróun með því að skilgreina og bjóða upp á fleiri leiðir í fram halds- námi í greininni og eru nú þrjár námsleiðir í boði á meistara- stigi. Gera má ráð fyrir að auknir möguleikar í framhaldsnámi séu líklegir til efla stétt bókasafns- og upplýsingafræðinga. Ljóst er að á undanförnum árum hefur MLIS námið verið helsti vaxtabroddurinn í eflingu meistaranáms í bókasafns- og upplýsingafræði. Heimildaskrá Anne Clyde (2003). Times are changing... and so are the needs for professional education in Library and Information Science. Fregnir, 3: 55-57. Anne Clyde (2004). The University of Iceland: New MLIS program. Fregnir, 1: 48-52. Háskóli Íslands (2009a). Framhaldsnám. Sótt 19. febrúar 2009 af www. hi.is/is/skolinn/framhaldsnam Háskóli Íslands (2009b). Kennsluskrá 2009-2010. Sótt 9. mars frá: https:// ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id= 12377&kennsluar=2009 Sigrún Klara Hannesdóttir (1996). Kennsla í bókasafns- og upplýsingafræði 40 ára. Bókasafnið, 20: 68-70. Abstract Graduate studies in library and information science at the University of Iceland The graduate studies at the University of Iceland are progressing rapidly. Masters studies as a research degree in Library and Information Science were first offered in 1993. Since then the offer of graduate programmes in this field has expanded and by now students can choose between three graduate study programmes, each with several study lines, that is: diploma, a 30e study programme which started in the autumn 2008; MLIS (Master of Library and Information Science), a 120e programme which is meant for students who have a first degree in another field; and MA programme as a research degree which is 120e. The latest addition to the graduate study is a MA research degree with an emphasis on diversity. 6

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.