Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 34
34
Þekkingarveita í allra þágu
Stefna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 2009-2012
Ingibjörg Sverrisdóttir
Undirbúningur
Veturinn 2008-2009 var unnið að nýrri stefnumótun fyrir
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Stjórn safnsins,
sem lögum samkvæmt ber að marka safninu stefnu, fjallaði
um málið haustið 2008 og ákvað að hafa víðtækt samráð
um mótun stefnunnar. Markmiðið var að vinna heildstæða
stefnumótun til næstu ára, sem væri leiðarvísir um starfsemina
og jafnframt sveigjanlegt tæki til að bregðast við breytingum
og þróun. Ákveðið var að skoða eftirtalin meginatriði:
þjónustu við notendur, rafrænar lausnir, söfnun og skipulag
rafræns efnis auk samstarfs og tenginga við aðra sem starfa
á sama vettvangi. Stefnan byggir á fyrri stefnu Þekkingarveita
á Norðurslóð frá árinu 2003 en það ár var einnig kynnt nýtt
skipurit fyrir safnið.
Breytingar
Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi safnsins á síðustu
árum. Háskólaumhverfið hefur gjörbreyst og m.a. voru
Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands sameinaðir 2008.
Þá hefur verið unnið að endurskoðun laga um safnið og
frumvarp var lagt fram á Alþingi haustið 2008 þó ekki hafi
náðst að afgreiða það. Frumvarpið var haft til hliðsjónar í
stefnu mótunarvinnunni en verði nýtt frumvarp lagt fram
þarf að endurskoða stefnuna til samræmis við það. Í umhverfi
safnsins eru sífelldar tæknibreytingar sem hafa áhrif á verklag
og vinnuferla og safnefni berst með öðrum hætti en áður
og á nýjum miðlum. Rafræni hluti safnkostsins verður æ
fyrirferðarmeiri og afar mikilvægt er að efla vefi safnsins
í því skyni að opna aðgang að og miðla því efni sem safnið
hefur yfir að ráða. Safninu ber auk þessa að veita skilvirka
gæðaþjónustu á netinu og auka sjálfsafgreiðslu í anda stefnu
ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið, Netríkið Ísland.
Rafræn miðlun
Tvær styrkustu stoðir rafrænnar miðlunar safnsins eru
samstarfsverkefni íslenskra bókasafna. Það eru annars
vegar bókasafnskerfið Gegnir sem rekið er af Landskerfi
bókasafna, en safnið leggur fjölþætta vinnu til kerfisins. Hins
vegar er það Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum
og tímaritum sem safnið rekur með þjónustusamningi við
menntamálaráðuneytið. Aðrir þættir rafrænnar miðlunar,
sem hafa eflst verulega undanfarin ár, eru stafræn endurgerð
íslensk efnis s.s. Timarit.is, kortavefurinn og Sagnanetið og
söfnun vefsíðna á þjóðarléninu .is. Á næstu árum þarf að þróa
nýja þætti eins og söfnun og miðlun efnis sem er framleitt
stafrænt og stíga fyrstu skref til langtíma varðveislu á stafrænu
efni.
Framkvæmd
Fjölmargir hafa komið að vinnunni við stefnumótunina
og er öllum sem lögðu hönd á plóginn þakkað fyrir þeirra
framlag. Fyrirtækið Stjórnhættir ehf var fengið til ráðgjafar og
aðstoðar við vinnslu stefnunnar. Innan safnsins var skipaður
stefnumótunarhópur, sem í sátu tíu starfsmenn, og hittist
hópurinn níu sinnum ásamt starfsmönnum Stjórnhátta. Þá
voru haldnir tveir almennir starfsmannafundir og dagsfundur
með 45 fulltrúum helstu hagsmunaaðila s.s frá Háskóla
Íslands, úr fræðasamfélaginu og atvinnulífinu. Úr því efni
sem safnaðist á þessum fundum var unnin tillaga sem
framkvæmdaráð safnsins fór yfir og var henni skilað til stjórnar
í lok apríl. Stjórnin vann síðan tillöguna áfram og samþykkti
endanlega stefnumótun á fundi sínum 19. maí 2009.
Safnið setur sér átta markmið út frá hlutverki og
framtíðarsýn. Til að vinna að hverju markmiði eru skilgreindar
þrjár aðgerðir og síðan smærri verkefni eða viðfangsefni innan
hverrar aðgerðar. Auk þess eru settir árangursmælikvarðar
og tímarammar. Næstu skref eru að tengja nýja stefnu við