Bókasafnið - 01.06.2011, Side 6
6
bókasafnið 35. árg. 2011
Frá upphafi var litið svo á að þjónusta ritvers væri af því
tagi sem lýst er í þriðja lið, almenn þjónusta við alla, bæði
stúdenta og kennara. Þess vegna var það staðsett á bókasafn-
inu til þess að notendur litu á ritverið sem eðlilegan hluta af
þeirri fjölþættu starfsemi sem þar fer fram. Starfsemi ritvers,
að aðstoða fólk við að skrifa, koma þekkingu sinni á fram-
færi á skipulegan hátt og samkvæmt viðurkenndum kröfum
fræðasamfélagsins, er í beinu framhaldi af þeirri starfsemi
bókasafna að greiða leið notenda að heimildum og þekkingu.
Í annan stað var tekin sú stefna að ritverið væri í sem nán-
ustum tengslum við sem flest fræðasvið, kennara og náms-
greinar innan Menntavísindasviðs. Þótt undirritaður, forstöðu-
maður ritversins, sé íslenskukennari að upplagi er formaður
stjórnar, Hafþór Guðjónsson, lífefnafræðingur og menntunar-
fræðingur og aðrir stjórnarmenn úr ýmsum áttum. Sú tilviljun
að fyrsta ritver á Íslandi skuli stofnað á Menntavísindasviði er
í rauninni afar heppileg því sviðið er mjög þverfaglegt í eðli
sínu og stúdentar almennt áhugasamari um fræðslu- og leið-
sagnarhlutverk en gengur og gerist. Ritverið tengist því ekki
íslensku eða íslenskukennslu sérstaklega, heldur almennt því
hlutverki, sem segja má að sé meginþema sviðsins, að leið-
segja og fræða. Því ætti að það að hafa alla möguleika á að ná
til stúdenta og kennara í öllum greinum.
Starfsemi ritvers fyrsta árið
Í undirbúningi að stofnun ritvers var áhersla lögð á að koma
upp heimasíðu sem yrði andlit ritvers og auglýsing, miðill til
samskipta og sá brunnur fróðleiks og þekkingar sem ritverið
á að vera. Í samvinnu við Helgu Birgisdóttur, doktorsnema
í íslensku, var vefur ritversins settur upp af vefþjónustu Há-
skólans. Fyrir stofndaginn, 30. nóvember 2009, tókst að setja
töluvert efni á síðurnar, en kannski aðallega safn af krækjum
á slóðir erlendra ritvera og fróðleiksbrunna hér heima og
erlendis.
Frá upphafi var gert ráð fyrir að starfsemin yrði þrenns
konar og skal nú gerð grein fyrir henni.
Námskeið og fræðslufundir
Í fyrsta lagi var gert ráð fyrir námskeiðum og fræðslufundum
um einstaka þætti fræðilegra skrifa sem haldin yrðu reglulega
yfir veturinn. Samkvæmt niðurstöðum Ask (2007) og rann-
sókna sem hún vísar til nýtast námskeið höfundi illa nema
þau hitti höfund fyrir á réttum stað í ritunarferlinu. Tekin
var sú stefna að leggja áherslu á stutta fundi, eina eða tvær
kennslustundir um afmörkuð efni, sem yrðu endurteknir eftir
þörfum og áhuga yfir misserið. Þessir níu fundir voru boðnir
á vormisseri 2010:
1. Meðferð heimilda í EndNoteWeb.
2. Gegnir: Uppbygging efnis og leitarmöguleikar.
3. Tímaritaskrá A-Ö: Leitarmöguleikar og gagnagrunnar.
4. Ritvinnsla stórra verkefna í Orði (Word).
5. Meðferð heimilda skv. APA-staðli.
6. Skipulag lokaverkefnis: Rannsóknarspurning og rann
sóknaráætlun.
7. Mál og málnotkun í fræðilegum ritsmíðum.
8. Uppsetning og frágangur meistararitgerða.
9. Uppsetning og frágangur bakkalárritgerða.
Sumir fundirnir voru haldnir einu sinni, aðrir oftar, og reynt
var að tímasetja þá með tilliti til þess að þeir hittu á réttan
stað í ritunarferlinu fyrir þá stúdenta sem áttu að skila ritgerð
sinni um vorið. Fundirnir voru skipulagðir í náinni samvinnu
við Margréti Guðmundsdóttur, sem sér um notendafræðslu á
vegum bókasafnsins.
Um vorið kom fram ósk frá stúdentum um stuðning við
lokaverkefni um sumarið og sá ritverið þá um að skipuleggja
samfellt námskeið um flesta þætti fræðilegra skrifa. Nám-
skeiðið var haldið í júní og sá Ingibjörg Frímannsdóttir um
að leiðbeina bakkalárnemum, en Veturliði Óskarsson kenndi
meistaranemum. Í tengslum við þessa sumarfræðslu stóð
bókasafnið fyrir kynningu á rafrænum gagnasöfnum og Mar-
grét Guðmundsdóttir hélt fræðslufundi fyrir báða hópana um
meðferð heimilda í EndNoteWeb. Fundirnir á vormisseri voru
prýðilega sóttir, yfirleitt um 15 til 30 manns á hverjum fundi,
og sama má segja um sumarnámskeiðin. Bakkalárhópurinn
þynntist eftir því sem á leið en meistarahópurinn hélt vel út.
Námskeið nr. 4, Ritvinnsla stórra verkefna í Orði, var tekið
upp í fjórum 30 til 45 mínútna þáttum sem settir voru á vef
ritversins og getur hver og einn sótt sér þessa þætti eftir
hentugleikum. Þar með er ekki talin þörf á að halda það nám-
skeið sérstaklega aftur. Ekki er vitað hversu margir hafa tekið
Word-námskeiðið á vefnum en ráða má af samtölum við fólk
að námskeiðið hafi náð til allmargra og gert töluvert gagn.
Stefnt er að því að gera fleiri þáttum skil í stuttum vefnám-
skeiðum sem stúdentar geta sótt sér á vef eftir þörfum. Slíkt
ætti að koma til móts við fjarnema.
Fræðslufundir voru ekki haldnir á haustmisseri vegna
annarra verkefna, sjá síðar, en efni frá fundum vorsins er
aðgengilegt á vef ritvers.
Viðtalsfundir
Í öðru lagi var gert ráð fyrir að stúdentar gætu pantað einstak-
lingsviðtal um verkefni sín. Viðtalsþjónusta um skrifleg verk-
efni af öllu tagi í náminu er eitt meginhlutverk ritvera víða
um heim. Hér tókum við þá ákvörðun, þar sem undirritaður
var eini starfsmaðurinn á vormisseri 2010, að veita viðtals-
þjónustu einungis við lokaverkefni. Stúdentar geta pantað
tíma á vef ritversins og fá klukkustund í senn. Þessi þjónusta
var kynnt stúdentum sem hafa skráð sig í lokaverkefni og þeir
leituðu töluvert til ritvers, sérstaklega stúdentar á meistara-
stigi eins og búist var við.
Viðtölin fara fram við skrifborð forstöðumanns, fyrir
opnum tjöldum, ef svo má segja. Fyrir framan skrifborðið er
eitt af mörgum vinnusvæðum stúdenta á bókasafninu með
nokkrum borðum og nemendur að störfum, en lágvær kliður
í lofti af samræðum. Ef lagt er við hlustir má heyra hvað rætt er
við næstu borð. Við óttuðumst í byrjun að stúdentar mundu
verða feimnir við að ræða ritsmíðar sínar svo aðrir heyrðu en
sá ótti hefur reynst ástæðulaus, að svo miklu leyti sem við