Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 7

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 7
7 bókasafnið 35. árg. 2011 höfum kannað hug stúdenta til þessa atriðis. Við getum dreg- ið fram laust þil svo að ekki sjáist af vinnusvæðinu að skrif- borðinu, en sá möguleiki hefur ekki verið nýttur. Svo virðist sem stúdentar séu alvanir að vinna saman og einbeita sér að eigin verkefnum þótt aðrir séu að tala í kringum þá, og ef þetta fyrirkomulag reynist vandræðalaust ætti það að styrkja þá ímynd ritversins að þjónusta þess sé fyrir alla. Hugmyndin með því að vera ekki með viðtölin í sérstöku viðtalsherbergi heldur í opnu rými er sú að nemendur sjái að ráðgjöf um ritun snýst ekki um persónuleg vandamál heldur um fagleg atriði sem ekki eiga að þurfa að vera feimnismál. Að því leyti eru þau hliðstæð við samræðu við bókasafnsfræðing en gerólík þjónustu námsráðgjafa. Í Bandaríkjunum er alsiða að stúdentar starfi við ráðgjöf í ritveri, að undangenginni fræðslu og þjálfun, en í Evrópu er meira um að akademískir starfsmenn gegni þessu hlutverki, til dæmis í Kaupmannahöfn og Árósum. Frá upphafi var stefnt að því að fá stúdenta til starfa í ritverinu að bandarískri fyrir- mynd. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi eru stúdentar til- tölulega ódýr starfskraftur miðað við fasta starfsmenn og það er eina leiðin til að geta veitt þjónustu við önnur verkefni en lokaverkefni án þess að kostnaður fari úr böndum. Í öðru lagi hefur leiðsögn stúdenta hvers við annan allt önnur áhrif en þegar kennari leiðbeinir og fær stúdenta til að hugsa á annan hátt um viðfangsefni sitt. Í þriðja lagi getur það haft góð áhrif víða í námssamfélaginu, þar sem mikið er um hópvinnu og umræður, þegar meðal stúdenta eru einstaklingar sem lært hafa til verka í ritveri og hafa faglega þekkingu á því hvernig unnt er vinna með texta og bæta hann. Á haustmisseri fékkst leyfi til að halda fimm eininga nám- skeið fyrir stúdenta sem veitir réttindi til að starfa sem ráðgjafi í ritverinu. Á námskeiðið voru lengst af skráðir 24 stúdentar en þegar á reyndi voru þeir einungis 11. Þessi litli hópur fékk grundvallarfræðslu um hvernig eigi að leiðbeina öðrum um fræðileg skrif en meginverkefnið var að leiðbeina fyrstaárs- stúdentum um tvær ritsmíðar, aðra í námskeiðinu Talað mál og ritað, hina í námskeiðinu Þroska- og námssálarfræði. Þessi vinna féll öll á fimm vikur frá lokum september og út allan október. Vegna þess hvað stúdentar á fyrsta ári voru margir en leiðbeinendur færri en reiknað var með, komu býsna margar ritgerðir í hlut hvers. Hér var um algera frumraun að ræða og sú reynsla sem þarna fékkst verður dýrmætt vega- nesti til næstu ára. Vonir standa til að ritverið fái svolitla fjárveitingu á árinu 2011 svo unnt verði að ráða þessa stúdenta fáeina tíma í viku til að sjá um viðtalsþjónustu við öll önnur verkefni en lokarit- gerðir. Þegar fram líða stundir má vera að unnt verði að fela þeim að leiðbeina um lokaverkefni á bakkalárstigi, en ekki er talið ráðlegt að aðrir en akademískir starfsmenn leiðbeini um meistararitgerðir. Málstofur fyrir kennara og nemendur Þriðji þátturinn í starfsemi ritvers á fyrsta ári var að vekja at- hygli og umræðu meðal starfsmanna um vanda þess að skrifa, mikilvægi góðrar leiðsagnar og þar með á starfsemi ritvers. Í því skyni gekkst ritverið fyrir einni málstofu á vormisseri, og annarri á haustmisseri. Báðar málstofurnar voru með því sniði að framsögu og umræðum var deilt á þrjú til fjögur skipti. Hugmyndin með því að vera ekki með viðtölin í sérstöku viðtalsherbergi heldur í opnu rými er sú að nemendur sjái að ráðgjöf um ritun snýst ekki um persónuleg vandamál heldur um fagleg atriði sem ekki eiga að þurfa að vera feimnismál. Að því leyti eru þau hliðstæð samræðu við bókasafns­ fræðing en gerólík þjónustu námsráðgjafa.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.