Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 8

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 8
8 bókasafnið 35. árg. 2011 Á vormisseri var fjallað um hlutverk leiðbeinandans. Fyrsti frummælandi var Andrea Milde, sendikennari í þýsku við Háskóla Íslands og sérmenntuð í leiðsögn við skrif. Á haust- misseri var fjallað um skapandi hugsun í fræðilegum skrifum og þar var fyrsti frummælandi Sofia Ask frá Linnéháskólanum í Växjö, sem sérstaklega hefur rannsakað hvernig stúdentar í kennaranámi tileinka sér ritfærni um sérsvið sitt í háskóla. Aðrir frummælendur voru úr hópi kennara af Mennta- og Hugvísindasviði og tveir doktorsnemar af Menntavísinda- sviði. Málstofurnar voru alveg þokkalega vel sóttar eftir því sem gengur og gerist og að mínu mati var ekki síst mikilvægt að heyra raddir doktorsnema og fá frummælendur úr öðrum skólum og af öðrum sviðum en Menntavísindasviði. Í okkar litla samfélagi er nauðsynlegt að heyra raddir annars staðar að og skiptast á hugmyndum og reynslu. Ef marka má við- tökur kennara hafa málstofurnar náð að vekja nokkra athygli á ritverinu og mikilvægi ritunarverkefna í námi eins og að var stefnt. Sambúð ritvers og bókasafns Þegar litið er yfir þetta fyrsta starfsár er óhætt að fullyrða að starfsemi ritvers og bókasafns fellur einkar vel saman. Hlut- verk ritversins er að styðja og styrkja stúdenta, eða hvaða höf- unda sem er, á öllum skrefum ritunarferlisins, frá söfnun hug- mynda og upplýsinga, gegnum úrvinnslu þeirra og skipulag framsetningar til endanlegrar birtingar og frágangs. Við blasir að bókasafnið gegnir lykilhlutverki í fyrri hluta þessa ferlis. Í síðari hlutanum kemur meira til kasta kennara og leiðbeinenda, sérfræðinga um efni ritsmíðar og framsetn- ingu, málnotkun og útgáfu. Ekki er víst að öllum sé ljóst hvert hlutverk bókasafns er í síðari hlutanum en þar gegnir safnið vitaskuld hlutverki með sinn fjársjóð handbóka og leiðbein- inga, en umfram allt sem hið mikla forðabúr góðra fyrirmynda um það hvernig góðar ritsmíðar eiga að vera. Ritverið hefur rækt fræðsluhlutverk sitt í náinni samvinnu við bókasafnið, og Margrét Guðmundsdóttir bóksafnsfræðingur hefur séð um þriðjung þeirra námskeiða sem ritverið hefur auglýst. Húsnæði bókasafns Menntavísindasviðs hentar einkar vel fyrir starfsemina. Opin vinnusvæði hér og hvar um safnið, frjálslega umgirt bókahillum, skapa mjög heppilega umgjörð fyrir samvinnu um verkefni og nám, og stúdentar líta á sam- vinnu og samræður á safninu sem sjálfsagðan hlut. Ritverið er staðsett á einu þessara svæða. Svæðið kringum ritverið er ekkert mjög stórt, hæfilega girt bókahillum og í miðju þess er lítið rautt sófasett sem gefur færi á að skapa ögn óformlegri umgjörð um samræðu en verður við skrifborð. Á þessu fyrsta starfsári hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en stúdentar séu algerlega óþvingaðir í þessu umhverfi og ekki sé knýjandi þörf á að skipuleggja einstaklingsviðtöl í lokuðu rými. Það að sitja með leiðbeinanda virðist vera jafn eðlilegt fyrir stúdenta og að ræða verkefni sitt við hvern annan eða leita til starfsmanna bókasafnsins. Þá daga sem starfsmaður sat við skrifborðið í ritveri, komu stúdentar sem áttu bókaðan tíma en þess á milli leituðu stúdentar í safninu til ritvers með ýmsar fyrirspurnir eins ekkert væri sjálfsagðara. Síðastliðið haust, þegar stúdentar leiðbeindu fyrstaárs- nemum með verkefni sín, var allt vinnusvæðið kringum ritver- ið undir lagt. Í ljósi þess hvernig safnið er skipulagt og hvaða hefðir hafa þar skapast um umgengni og nýtingu, reyndist bæði einfalt og sjálfsagt að taka frá eins mörg borð og þurfti hverju sinni fyrir ráðgjöf ritvers. Þegar ráðgjafar voru ekki að störfum nýttist vinnusvæðið með venjulegum hætti fyrir aðra gesti safnsins. Ef ályktanir mínar af reynslu ársins eru réttmætar tel ég að ritverið hafi náð mjög mikilvægum áfanga í því að skapa starf- semi sinni þá ímynd sem að var stefnt í upphafi, nefnilega að ritverið sé eðlilegur þátttakandi í umræðu um ritsmíðar stúd- enta, en ekki sérúrræði fyrir þá eina sem eiga í einhverjum erfiðleikum. Að lokum Ritver Menntavísindasviðs er hið fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi. Mörgum hér á landi er tamt að líta svo á að ráðgjöf við skrif snúist fyrst og fremst um að leiðbeina um málfar og leið- rétta mál- og stafsetningarvillur. Því er víðs fjarri, starfsemi rit- vers snýst að minnstu leyti um það. Á vef ritvers er gerð grein fyrir hlutverki þess og þar er líka gerð grein fyrir því hvaða þjónusta er ekki í boði: Í ritveri er ekki unnt að fá … • prófarkalestur • ritgerð sína leiðrétta • vottorð um að ritsmíð sé í lagi og laus við mál- og stafsetningarvillur • verkefni þýdd á annað tungumál • einkunn Markmiðið er að styrkja stúdenta til sjálfshjálpar. Við hæfi er að ljúka þessari umfjöllun með orðum sem Lotte Rienecker, forstöðukona Akademisk skrivecenter, notaði í bréfi til undirritaðs til að lýsa hlutverki ritversins við Kaupmannahafnarháskóla: „… vi arbejder især meget med hvordan de studerende kommer ind i studierne og ud af dem igen“. Þessi orð höfum við haft að leiðarljósi þetta fyrsta starfsár. Heimildir Ask, S. (2007). Vägar till ett akademiskt skriftspråk. Växjö University Press, Växjö. Sótt 15. desember 2010 af http://lnu.diva-portal.org/smash/ get/diva2:205075/FULLTEXT01 Elmborg, J. K. og Hook, S. (ritstj.). (2005). Centres for learning: Writing centres and libraries in collaboration. Chicago: Association of college and research libraries. Á heimasíðu ritvers Menntavísindasvið Háskóla Íslands, http://vef- setur.hi.is/ritver er að finna krækjur á vefi nokkurra ritvera sem eru vel skipulögð náma fróðleiks og leiðbeininga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.