Bókasafnið - 01.06.2011, Page 11
11
bókasafnið 35. árg. 2011
Í dag nota flestir Íslendingar netið á einn eða annan hátt
og er það orðið órjúfanlegur þáttur af daglegu lífi fólks. Sam-
kvæmt tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2009 nota 94% íbúa
höfuðborgarsvæðisins Internetið. Talan er örlítið lægri fyrir
landsbyggðina eða 91%. Internetnotkun eykst með hærra
menntunarstigi en munurinn er þó ekki mikill þar sem 86%
þeirra sem búnir eru með skyldunám nota Internetið að jafn-
aði, um 94% þeirra sem eru búnir með stúdentspróf eða iðn-
nám og um 98% háskólamenntaðra (Hagstofa Íslands, e.d., bls.
17).
Þróun starfsheitisins
Á sama tíma og netið var að ná vinsældum var fólk farið að
starfa við upplýsingaarkitektúr þó að orðið sjálft væri senni-
lega ekki í starfslýsingu þeirra. Helstu frumkvöðlarnir á starfs-
sviðinu eru Peter Morville og Louis Rosenfeld (2006). Þeir eru
bókasafns- og upplýsingafræðingar að mennt og hafa unnið
við skipulagningu vefsíðna frá 1994, vilja þeir meina að nám
þeirra hafi nýst mjög vel í því starfi. Árið 1998 gáfu þeir út bók-
ina Information Architeture for the World Wide Web sem fjallar
um upplýsingaarkitektúr á vefsetrum og hvernig gera megi
efni sem aðgengilegast fyrir notendur (Morville og Rosenfeld,
1998).
Upplýsingaarkitektúr varð að sérhæfðri starfsgrein um
aldamótin síðustu (Cumming, 2009). Opinber fæðing stétt-
arinnar varð á fyrstu ráðstefnu upplýsingaarkitekta í Boston,
sem haldin var árið 2000 af American Society for Information
Science and Technology (ASIS&T) (Kalbach, 2003). Þar hittust
sérfræðingar á sviði upplýsingaarkitektúrs í fyrsta skipti á ráð-
stefnu sem tileinkuð var fag- og starfsheitinu. Margir af aðal-
gúrúunum voru á fyrstu ráðstefnunni, svo sem Andrew Dillon,
Louis Rosenfeld og Peter Morville (American Society for In-
formation Science and Technology, 2000).
Travis (2000) sagði í grein sinni í Bulletin að ASIS&T samtökin
hafi leitt saman á ráðstefnunni sérfræðinga á sviði upplýsinga-
arkitektúrs og boðið þeim samastað þar sem upplýsingaarki-
tektar gátu myndað tengsl og fengið tækifæri til að deila þekk-
ingu. Andrew Dillon (2001) tekur enn sterkar til orða og talar
um fundinn sem „sögulegan atburð“ (bls. 27) þó að hann efist
um nauðsyn hugtaksins eða jafnvel vöntun á skilgreiningu á
upplýsingaarkitektúr. Hann talar um að skilgreiningin sé óljós,
sé í raun og veru bara enn eitt heitið á því sem bókasafnsfræð-
ingar gera. Engu að síður hefur hugtakið upplýsingaarkitektúr
veitt þeim auðkenni sem vilja tilheyra ákveðnum hópi á nýjum
vettvangi sem Internetið er.
Andrew Dillon sagði líka árið 2001 að starfsheitið upp-
lýsingaarkitekt heillaði marga, enda var blómatímabil upp-
lýsingaarkitekta á þessum tíma og þótti fínt að vera upp-
Mynd 1 – Leiðakerfi fyrir lestakerfi í Tókýó sem Wurman hannaði