Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Page 12

Bókasafnið - 01.06.2011, Page 12
12 bókasafnið 35. árg. 2011 lýsingaarkitekt samkvæmt Morville og Rosenfeld (2002). Þó efaðist Dillon (2001) um skilgreiningu orðsins og réttlætingu á því að fólk sem vann á sviðinu takmarkaði sig með því að skilgreina starfsheitið eingöngu við Internetið. Fyrir honum var það eins og að skjóta sig í fótinn. Kalbach (2003) svarar Dillon og færir rök fyrir starfsheitinu. Hann byrjar á að benda á samband upplýsingaarkitektúrs við bókasafnsfræðina. Hann vitnar í rannsókn sem gerð var árið 2001 sem sýndi að upp- lýsingaarkitektar voru að stórum hluta bókasafnsfræðingar. Í ljósi þessa segir Kalbach í grein sinni eðlilegt að spyrja hver sé munurinn á starfsstéttunum. Niðurstöður Kalbach eru að stéttirnar séu ólíkar, á meðan upplýsingaarkitektinn einblínir á notendur og hvernig hægt sé að gera líf þeirra bærilegra þegar þeir nota Internetið einblínir bókasafnsfræðingurinn meira á safnkost bókasafnsins þó að þeir sinni að sjálfsögðu líka viðskiptavinum sínum. Kalbach lýkur greininni með því að benda á að þessar tvær stéttir ættu að vera duglegri að vísa í hvor aðra og læra af hvor annarri. Morville og Rosenfeld gáfu út aðra útgáfu af bókinni Information Architecture for the World Wide Web árið 2002. Á milli útgáfu eitt og tvö varð gríðarleg fjölgun vefsetra á Internetinu vegna ofurtrúar á framtíð netsins á seinni hluta tíunda áratugarins. Á tímabilinu janúar 1994 til febrúar 2000 óx hlutabréfavísitala NASDAQ um 605% þegar hámarkinu var náð og höfðu hlutabréf tengd hátækni veruleg áhrif á þá aukningu (Gallbraith og Hale, 2004, bls. 2). Fyrirtæki Morville og Rosenfeld, Argus Associates, sem sérhæfði sig í upplýsinga- arkitektúr vefsetra óx hratt á sama tíma. Þegar þeir skrifuðu fyrstu útgáfuna árið 1998 störfuðu hjá þeim fimm bókasafns- fræðingar en þeim fjölgaði ört og voru orðnir 40 um alda- mótin. Mikil tengslamyndun varð á milli upplýsingaarkitekta og mikil sérhæfing varð til innan fagsins. Mikið bakslag varð í stéttinni þegar netbólan sprakk í mars 2000 (Shiels 2010) og fyrirtækið þeirra, Argus Associates, varð gjaldþrota fljótlega í kjölfarið. Allt viðskiptaumhverfið varð erfiðara og þættir eins og pólitík og menning fyrirtækja fór að hafa meiri áhrif á starf upplýsingaarkitekta. Að ráða sérfræðinga eins og upplýsinga- arkitekta varð munaður sem fyrirtæki höfðu ekki lengur efni á (Morville og Rosenfeld, 2002). Þriðja útgáfa bókarinnar Information Architecture for the World Wide Web kom út árið 2006. Þá hafði Vefur 2.0 (e. Web 2.0) rutt sér til rúms þar sem samfélagssíður komu til sögunnar og fólk varð sífellt meiri þátttakendur á Internetinu (Morville og Rosenfeld, 2006). Nú gátu allir tekið þátt í að miðla upp- lýsingum t.d. á Wikipedia (Wikipedia, e.d.) en áður var upplýs- ingamiðlunin einhliða úr alfræðiorðabókum (e. Encyclopedia) á vefnum. Blogg og ýmsar samfélagssíður ruddu sér til rúms. Morville og Rosenfeld velta fyrir sér í þriðju útgáfu bókar sinnar hvernig upplýsingaarkitektinn getur aðlagað sig að breyttum vef þar sem allir eru farnir að vinna vinnu bókasafns- fræðinga og geta flokkað (e. tag) upplýsingar á netinu. Áður fyrr var slíkt eingöngu á ábyrgð bókasafns- og upplýsinga- fræðinga (Morville og Rosenfeld, 2006). Ef einhver ætlar að leita að pípara á Internetinu getur sá hinn sami fengið í sömu leitarniðurstöðunni símanúmer hjá pípara eða fundið mynd á Facebook af Jóa pípara blindfullum að skemmta sér. Þetta er afleiðing samfélagslegrar flokkunar Vefs 2.0. Bókasafnsfræðingar virðast margir hverjir vera í tilvistar- kreppu um hvað þeir eigi að kalla sig í ljósi tæknivæðingar og tilkomu Internetsins. Bates (2009) sem er bókasafnsfræðingur til margra ára veltir fyrir sér hvert starfsheiti hennar er, hvað felst í því og hvað bókasafnsfræðingar gera og gera ekki. Hin- ton er upplýsingaarkitekt sem er enn að jafna sig eftir áfallið sem hann fékk þegar einn af stofnendum IA Institute, Jesse James Garrett, sagði á árlegri ráðstefnu ASIS&T árið 2009: „það eru engir upplýsingaarkitektar og það eru engir gagnvirkir hönnuðir... það eru aðeins notendaviðmótshönnuðir“ (Hin- ton, 2010, What am I?). Launakönnun sem IA Institute hefur framkvæmt undanfarin ár styður fullyrðingar Garrett. Tafla 1 – Þróun starfa Á töflu 1 og mynd 2 sést að vinsældir starfsheitisins upplýs- ingaarkitekt óx á árunum 2005 og 2006 en hefur verið á niður- leið frá árinu 2007. Þeim sem kölluðu sig gagnvirka hönnuði (e. Interaction Designers) fjölgaði frá árinu 2005 en þeim fækkaði árið 2009. Starfsheitið notendaviðmótshönnuður (e. User Experience Designers/Architect) er hins vegar greinilega að vinna á eins og Garrett heldur fram. Ekki var spurt um menntun í launakönnuninni heldur mennt unarstig, svo sem háskólapróf, en flestir sem vinna á þessum starfssviðum hafa háskólamenntun (The Information Architecture Institute, 2010, Salary Survey, 2009; 2008; 2007; 2006; 2005). Út frá þessum tölum frá IA Institute má draga þá ályktun að störf upplýsingaarkitekta og störf þeirra sem vinna við not- endaviðmótshönnun (e. User Experience) eru að renna saman í nýjan starfsvettvang sem er notendaviðmótshönnun/skipu- leggjandi/hönnuður/arkitekt (e.User Experience/Planner/ Designer/Architect) (tafla 1 og mynd 2). Morville og Rosenfeld könnuðu hvaða menntun fólk hafði sem starfaði sem upplýsingaarkitektar árið 2006 fyrir þriðju útgáfu bókarinnar Information Architecture for the World Wide Web. Í könnuninni kom fram að 48,6% (heildarsvör 327) svar- enda sögðust vera með háskólamenntun í upplýsingaarki- tektúr, af þeim hópi voru 40,3% (62 einstaklingar) sem voru með menntun í bókasafns- og upplýsingafræðum (The In- formation Architecture Insitute, 2006, Survey 5: IA Education for Practitioners).

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.