Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 14

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 14
14 bókasafnið 35. árg. 2011 treysta á Guð og lukkuna og að lokum hjálpar notendavæn vefsíða notandanum að líða betur með sjálfan sig. Hægt er að komast upp með léleg vefsetur á meðan engin samkeppni ríkir, en hvað gerist þegar samkeppnisaðili býr til vefsetur sem er betra? Nielsen og Loranger (2006) segja að fólk í dag hafi minni þolinmæði gagnvart vefsetrum sem erfitt er að nota og fari annað sem þýðir ekkert annað en töpuð við- skipti fyrir viðkomandi fyrirtæki. Dreifileiðir upplýsinga Leiðakerfi er eins og áttaviti, það hjálpar notandanum á ferð hans um vefsetrið. Segja má að „hönnun leiðakerfis snúist um að bæta við hurðum og gluggum“ (Morville og Rosenfeld, 2006, bls. 115). Markmiðið er að notendur geti komist af for- síðu vefseturs á áfangastað innan þess og aftur heim á forsíð- una og geti nálgast upplýsingar á vefnum frá mörgum hliðum hans án þess að villast eða að þurfa yfirleitt að hugsa (Krug, 2006). Samhengi er það sem mestu máli skiptir við gerð leiðakerfis vegna þess að notendur geta komið inn á vefsetur hvaðan sem er, til dæmis frá leit í leitarvélum eða öðrum vefsetrum þar sem vísað er í þau. Þess vegna er mikilvægt að notendur átti sig á því um leið og þeir koma á vefsetrið hvar þeir eru (Morville og Rosenfeld, 2006; Nielsen og Loranger, 2006). Dreifileiðirnar geta verið mismunandi, til dæmis leiðakerfi, brauðmolaslóð, veftré, lyklun, leiðbeiningar, leitir og nafna- kerfi. Aðgengi Aðgengi (e. accessibility) á Internetinu snýst um jöfn tækifæri fyrir alla til að nota vefinn, einnig þá sem stríða við einhvers- konar skerðingu eða fatlanir. Þetta eru t.d. lesblindir, eldra fólk, fólk með lélega sjón, blindir eða fólk með einhverskonar hreyfihömlun sem gerir þeim erfitt um vik að nota tölvur og þar með netið. Það er í raun stórmerkilegt að ef vel er að vefnum staðið getur blindur maður án aðstoðar lesið efni hans með því að nota skjálesara (Krug, 2006). World Wide Web Consortium (W3C) hannar staðla fyrir vef- inn sem nýtast fötluðum. Markmið þeirra er að allir geti notað Veraldarvefinn (W3C, 2009, -b). Tim Berners-Lee þróaði staðl- ana (W3C, 2009, -a), sá sami og þróaði Veraldarvefinn (Clyde, 2004). Web Content Accessibility Guidelines (WCAG) 2.0 er önnur út- gáfa staðals frá W3C sem inniheldur ráðleggingar um hvernig hægt er að gera innihald á vefnum aðgengilegra. Ef farið er eftir ráðleggingunum mun það auka aðgengi fatlaðra og jafn- framt bæta aðgengi almennt að vefnum (W3C, 2008). Margir eru farnir að nota netið í gegnum síma og ef vefsetur eru gerð eftir stöðlum W3C er auðveldara að skoða þau í símum (Krug, 2006). Árið 1998 setti bandaríska þingið lög, Section 508, sem gera kröfu um gott aðgengi á rafrænum miðlum fyrir fatlaða. Lög- unum er ætlað að brjóta múra fatlaðra einstaklinga og gefa þeim jöfn tækifæri og hvetja til þróunar á rafrænum miðlum. Lögin gera þá kröfu á opinberar stofnanir í Bandaríkjunum að starfsmenn og viðskiptavinir sem eru fatlaðir geti fengið sömu upplýsingar og aðrir (Section 508, e.d.). Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fram til- lögur um bætt aðgengi sem byggir á þremur stoðum sem ganga út á að ríkið kaupi tæknibúnað sem er aðgengilegur og sýni þannig gott fordæmi, skoði vottun á aðgengismálum og hvernig aðlaga megi lagaumhverfi með tilliti til aðgengis. En í breskri könnun frá árinu 2005 kemur fram að 70% vefsetra Evrópubandalagsins fá falleinkunn (UT vefurinn, e.d., Aðgengi fyrir alla, reglur). Á Íslandi eru ekki til lög sem eru eins vel skilgreind og Sec- tion 508. Þó eru til Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Mark- mið þeirra er að fatlaðir hafi rétt og lífskjör til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Í Netríkinu Ísland 2008-2012 sem er stefna ríkistjórnarinnar um upplýsingasamfélagið á Íslandi segir: „Opinberir vefir fullnægi skilyrðum um aðgengi fatlaðra (a.m.k. kröfur W3C um A-vottun)“ (Forsætisráðuneytið, 2008, bls. 9). Kannanir sem fyrirtækið Sjá gerði fyrir Forsætisráðuneytið árin 2005, 2007 og 2009 sýna að aðgengi opinberra vefja batn- aði mikið á milli áranna 2005 og 2007 en stendur því miður í stað árið 2009 (UT vefurinn, e.d.). Fyrirtækið Sjá ehf sér um aðgengisvottun á vefsíðum í sam- vinnu við Öryrkjabandalag Íslands sé þess óskað. Hægt er að fá þrjár vottanir allt eftir því hversu langt á að fara í aðgengi á vefsíðu. Uppfylla þarf vottun I til að fá vottun II og vottun II til að fá vottun III (Sjá, e.d.-a). Vefsetur sem fá vottun hjá Sjá og Öryrkjabandalaginu fá merki sem sett er á vefsetrin og gildir vottunin í eitt ár. Mjög fá fyrirtæki á Íslandi eru með aðgengisvottun frá Sjá og einungis eitt fyrirtæki, Tryggingamiðstöðin, er með vottun I, II og III (Sjá, e.d.-b). Lokaorð Upplýsingaarkitektúr hefur verið notaður við gerð vefsetra frá því að Internetið náði vinsældum almennings árið 1995. Starfs- heitið upplýsingaarkitekt varð þó ekki til fyrr en um síðustu aldamót. Vísbendingar eru um að upplýsingaarkitektúr sé orð- inn samofinn stétt þeirra sem vinna við notendaprófanir, sem eru til dæmis fólk sem vinnur með samskipti manns og tölvu (e. Human Computer Interaction) enda eru skilin þarna á milli afar óskýr og starfsstéttirnar ungar. Svo virðist vera sem færri noti eingöngu upplýsingaarkitekt í starfstitli sínum. Fleiri nota í dag notendaviðmótshönnun. Þar sem engin könnun hefur verið gerð á hvaða menntun fólk hefur í faginu eftir árið 2006 er ómögulegt að segja með ein- hverri vissu um hvort starfið sé að færast frá bókasafns- og upplýsingafræðingum yfir á aðrar stéttir. Bókasafnsfræðingar voru í meirihluta í starfsstéttinni í könnun sem gerð var árið 2001 og þeir voru um 40% stéttarinnar í könnun sem gerð var árið 2006. Á Íslandi hefur starfsheitið ekki náð fótfestu en hins vegar eru margir meðvitaðir um mikilvægi þess að vefsíður séu vel skipulagðar og aðgengilegar. Eftir að Vefur 2.0 varð til og þátttaka almennings í skipu- lagningu gagna á vefnum jókst verður sífellt meiri þörf á

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.