Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 17
17 Inngangsorð Árið 1844 birtist ítarlegur ritdómur í Nýjum félagsritum eftir Jón Sigurðsson. Til umfjöllunar var tæplega 200 blaðsíðna bók sem kom út í Viðey tveimur árum áður. Bókin lét ekki mikið yfir sér og við fyrstu sýn mætti ætla að innihald hennar gæfi ekki tilefni til mikilla deilna. Í ritdóminum fann Jón um- ræddri bók þó allt til foráttu og sagði hann einfaldlega að hún væri „sú bók sem eg hefi séð ljótasta og verst af hendi leysta hingaðtil, og eg má fullyrða, að engin bók hefir komið lakari á prent á Íslandi þegar á allt er litið“ (Jón Sigurðsson, 1844, bls. 133).1 Ritdómurinn var allur á þessa leið og var svo hvass að honum hefur jafnvel verið líkt við frægan ritdóm Jónasar Hallgrímssonar um Tristans rímur Sigurðar Breiðfjörðs í þriðja árgangi Fjölnis árið 1837 (Jón Jacobsson, 1919-1920, bls. 53; Jónas Hallgrímsson, 1837). Bókin sem vakti þessi hörðu við- brögð Jóns var skrá yfir bókaeign Stiftisbókasafnsins sem kom út árið 1842. Í þessari grein verður litið stuttlega á þenn- an harðorða ritdóm Jóns. Starf Jóns innan bóka- og skjalasafna Í ár er haldið upp á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðs- sonar. Þó að hann sé þekktastur fyrir stjórnmálaferil sinn vann hann stóran hluta starfsævi sinnar innan bóka- og skjalasafna, einna helst að útgáfu ýmissa fornrita og heimildasafna, upp- skrift handrita og öðru því tengt, allt frá því hann var nítján Bragi Þorgrímur Ólafsson Lakasta bók Íslandssögunnar? Af ritdómi Jóns Sigurðssonar forseta 1844 ára gamall í þjónustu Steingríms Jónssonar biskups í Laugar- nesi, til starfa sinna innan Árnasafns og ýmissa fræðafélaga í Kaupmannahöfn á fullorðinsárunum.2 „Skrár, bréf og skjöl eru, eins og allir vita, hinn vissasti og áreiðanlegasti grund- völlr sögunnar í hverju landi sem er“ skrifaði Jón í fyrsta bindi Íslensks fornbréfasafns árið 1857, enda byggði hann bæði stjórn mála- og fræðaferil sinn á sögulegum grunni (Jón Sigurðsson, 1857-1876, bls. iii). Allt fræðastarf Jóns og heimildaútgáfa krafðist verulegrar þekkingar á uppbyggingu og forða bóka- og skjalasafna, enda segir Páll Eggert Ólason í ævisögu sinni um Jón að hann „hefir bersýnilega haft allt til þess að bera að verða yfirburðamaður í þjónustu skjalasafna eða bókasafna, hvort heldur var“ (Páll Eggert Ólason, 1929, bls. 287). Páll bætir ennfremur við að „[betri] forstöðumann slíkra safna en Jón myndi ekki auðið að finna, frá hverri hlið sem á væri litið“ (bls. 288). Jóni var líka annt um að öflug bóka- og skjalasöfn væru byggð upp á Íslandi. Hann barðist til dæmis fyrir því að endurreist Alþingi yrði háð í Reykjavík en ekki á Þingvöllum, meðal annars vegna þess að í Reykjavík væri betra aðgengi að bóka- og skjalasöfnum, og eftir endur- reisn þingsins 1845 vann hann að stofnun sérstaks bókasafns 1. Í beinum tilvitnunum er stafsetning tekin upp óbreytt. 2. Sjá um fræðastörf Jóns Sigurðssonar t.d. Einar Laxness, 1979, bls. 137-150. Jón Sigurðsson var afkasta­ mikill fræðimaður og vann alla sína starfsævi að ýmsum texta­ og heimildaútgáfum til hliðar við stjórnmálastarf sitt. Hann hafði góða þekkingu á upp­ byggingu bóka­ og skjalasafna og vildi veg þeirra sem mestan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.