Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 18

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 18
18 bókasafnið 35. árg. 2011 þess (Bragi Þorgrímur Ólafsson, 2008, bls. 33-35). Þá keypti hann og gaf bækur til Stiftisbókasafnsins (hér eftir kallað Landsbóka- safn) í svo miklu magni að bókavörður þess sagði árið 1859 að Jón væri einhver staðfastasti velgjörðarmaður þess (Jón Jacobsson, 1919-1920, bls. 87-88). Jón var því kröfuharður notandi og velunnari bóka- og skjalasafna og vissi hvernig standa ætti að skráningu þeirra, flokkun og uppbyggingu svo þau kæmu að sem mestum notum og væru aðstandendum til sóma. Landsbókasafnið árið 1844 Árið 1844 var aðsetur Landsbókasafns á lofti Dómkirkjunnar og taldi um 7.500 rit.3 Safnið hafði verið stofnað 26 árum áður (1818), en var þó ekki aðgengilegt til almennrar notkunar fyrr en haustið 1825, þegar búið var að koma fyrir bókahillum og öðrum búnaði á lofti kirkjunnar. Um nokkurra ára skeið hafði staðið til að gefa út ítarlega skrá yfir bókaeign safnsins, en fyrsta skrá þess efnis kom út árið 1828, sem Jón taldi að hefði verið „vel samið og greinilegt“ (Jón Sigurðsson, 1844, bls. 132; Registr yfir Íslands Stiftisbókasafn, 1828). Síðan þá hafði bókakostur safnsins vaxið umtalsvert svo nauðsynlegt var talið að gefa út nýja skrá. Stjórnarnefnd safnsins fór að undirbúa hana um 1838 og leit hún dagsins ljós í desember 1842 (Jón Jacobsson, 1919-1920, bls. 49-52). Í nefndinni sátu þeir Steingrímur Jónsson biskup, Torkil A. Hoppe stiftamtmaður, Jón Thorstenssen landlæknir og Þórður Jónassen, síðar dómstjóri. Nefndin virðist hafa verið ánægð með útkomuna og ákvað að senda velunnara safnsins, Carl Christian Rafn, tíu eintök af skýrslunni, enda var Rafn einn af frumkvöðlum að stofnun þess árið 1818 og studdi dyggilega við það alla sína ævi með rausnarlegum bókagjöfum og annarri aðstoð.4 Í bréfi sem nefndin sendi með skránni til Rafns segir að hún muni auka og glæða áhuga landsmanna á safninu og gera þeim það notadrýgra en áður. Óskuðu nefndarmenn að Rafn dreifði skránni meðal velgjörðarmanna safnsins erlendis og þeirra sem láta sig stofnunina varða, enda var það nokkuð kappsmál fyrir safnið að fá bókagjafir erlendis frá (Jón Jacobs- son, 1919-1920, bls. 52). Viðtökur bókarinnar Rafn skrifar nefndinni í lok árs 1843 og þakkar fyrir skrána og segist ánægður að sjá að mörg góð og gagnleg ritverk hafi bæst við safnið. Hann bætir þó við og segir hreinskilnislega: þessi bókaskrá er verk, sem ekki fullnægir kröfum tímans. Það er áreiðanlega mikil óregla í þessari skrá, sem allir hljóta að reka augun í, þótt þeir að eins fletti henni lauslega. Ég hygg því, að það mundi ekki verða stofnuninni að nokkru gagni, þótt ég sendi skrána vinum hennar erlendis. Á Íslandi getur hún vitanlega orðið að nokkrum notum, svona eins og hún er, en út fyrir landsteinana ætti áreiðanlega ekki að hleypa nokkru einstaki, því stofnuninni mundi enginn greiði með því gerður (Jón Jacobsson, 1919-1920, bls. 54). Rafn orðar þetta mjög varfærnislega og á kurteisan hátt eins og hans var von og vísa. Eflaust hefur svar hans orðið nokkuð áfall fyrir stjórnarnefndina, en það var þó ekkert í líkingu við gagnrýni Jóns Sigurðssonar. Jón var þá orðinn vel kunnugur Rafni og fékk eintak af skránni hjá honum eins og hann lýsir í bréfi til Páls Melsteð í október 1844: „Eg vissi ekki neitt um þessa ófreskju fyrri en eg fékk hana hjá Rafni, og vissi ekki einusinni hver höfundur var þegar eg skrifaði próduktið [ritdóminn], nema eg heyrði gizkað á Jónassen [Þórður Jónassen, sem sat í stjórnarnefnd safnsins]“ (Minn- ingarrit aldarafmælis Jóns Sigurðssonar 1811-1911, 1911, bls. 88). Jóni hefur augljóslega blöskrað vinnubrögðin við skrána og tók til við að skrifa ítarlegan ritdóm til birtingar í tímarit sitt, Ný félagsrit. Hér á eftir verður vitnað í ritdóminn og Jóni gefið orðið að miklu leyti. Ritdómurinn Í upphafi ritdómsins byrjar Jón á því að fræða lesendur almennt um gildi bókasafna. Þar kemur skýrt fram hvaða hug hann ber til þeirra: Allir mentaðir menn og bókavinir finna það að vísu, eins á Íslandi og annarstaðar, hversu ómetanlegt gagn er að bókasöfnum. Enginn einstakur maður hefir efni á að útvega sér allar þær bækur sem hann þarf með, ef hann er vísindamaður, og þó fáeinir gæti það, þá er samt auðsætt, hversu miklu nytsamara er og jafnvel sparnaðarmeira, að hafa bókasafn, sem margir geta haft not af. Engin þjóð er nú til í veröldinni, sem siðuð vill heita, að hún leggi ekki stund á að eiga góð bókasöfn, og enar bezt mentuðu þjóðir verja ærna peningum úr almennum sjóði til að auka og prýða söfn þessi sem mest, og kaupa til þeirra það sem ekki fæst með öðru móti (Jón Sigurðsson, 1844, bls. 131). Jón bendir í framhaldinu á að það sé nauðsynlegt að til séu prentaðar skrár yfir bókaeign safnanna svo þau komi fólki að almennilegum notum. Ef slíkar skrár séu vel frágengnar geta Carl Christian Rafn var mikill Íslandsvinur og hvatti til stofn­ unar bókasafns á Íslandi árið 1818. Honum var umhugað um safnið eftir stofnun þess og sendi því fjölmargar bækur og tímarit til eignar. Þegar skrá yfir bókaeign safnsins kom út árið 1842 lýsti hann yfir vonbrigðum með hana og taldi ekki heppilegt að sýna hana erlendum velgjörðarmönn­ um. (Málverk eftir C.C. Andersen). 3. Í árslok 1840 (Jón Jacobsson, 1919-1920, bls. 51). 4. Sjá um hann: Aðalgeir Kristjánsson, 1996, bls. 22-52.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.