Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 19
19
bókasafnið 35. árg. 2011
þær einnig hvatt fólk til að gefa safninu bækur, enda votti þær
um að vel sé hugsað um safnkostinn og framsetningu hans.
Aftur á móti segir Jón: „[e]f það er illa samið og óþokkalega
frá því gengið, þá álykta allir menn svo, að þeir séu hirðulausir
sóðar sem fyrir safninu eigi að sjá, og sú þjóð, sem ekki hirðir
um bókasöfn sín, sé ekki orðin svo mentuð að hún kunni að
meta nokkur andleg gæði, og sé þessvegna ekki verð þess að
menn styrki hana“ bls. 132). Jón telur að bókaskráin 1842 falli í
þennan fl okk, enda er það „bæði ófullkomið, illa niðurskipað,
rángt og ruglingslegt, og svo er vitleysunni haugað saman
hverri ofaná aðra, bæði í nöfnum, tölum og bókatitlum, að
það verður ekki sannari dómur sagður, enn að bókin sé öll-
saman ekki annað enn ein einasta afskræmisleg prentvilla“
(bls. 133-134). Jón hefst því næst handa við að telja upp þær
villur og þá vankanta sem hann fi nnur á ritinu „mest eptir
lausri skoðun um fáeinar klukkustundir “ (bls. 134). Skipta má
þessum athugasemdum Jóns í nokkra fl okka.
Höfundur: tómthúsmaður eða þaðan af minna?
Jón vekur athygli á því að enginn höfundur sé tilgreindur að
verkinu. Hann segir að lesendur bókarinnar myndu líklega
álíta að einhver af stjórnarmönnum safnsins hefði tekið hana
saman: „en þegar menn fara að fl etta bæklingnum mun
það fl jótt verða augljóst hverjum manni, að enginn ment-
aður maður mun hafa gjört það, því síður nokkurr af stjórnar-
mönnunum, heldur muni höfundurinn vera tómthúsmaður
eða þaðan af minna ...“ (bls. 133). Jón gefur því ekki mikið
fyrir vísindalega hugsun þess sem tók skrána saman og telur
í kjölfarið það furðu sæta að stjórnarmenn vilji senda bókina
til erlendra velgjörðarmanna: „en væri það á Hornströndum,
þá segði menn það væri svo til komið, að bókin væri umskipt-
ingur, sem illur vættur hefði sent í stað ens rétta registurs, til
að koma inn hjá útlendum mönnum forakti á Íslendíngum, og
aptra þeim frá að sýna því landi nokkra velvild, en allrahelzt
frá því að gefa þangað bækur“ (bls. 133). Hér kemur aftur fram
sú hugsun hjá Jóni að nauðsynlegt sé að afl a safninu dyggra
stuðningsmanna erlendis frá og því þurfi að vanda til verka
við skrá sem þessa.
Flokkun og röðun
Í ritdómnum fræðir Jón lesendur um það hvernig fl okka
eigi bækur á bókasöfnum. Jón segir: „Menn skipta ... bók-
unum fyrst í aðalfl okka (guðfræði, lögspeki o.s.frv.) og síðan
hverjum aðalfl okki í aðra minni (t.a.m. guðfræði í: biblíufræði,
trúarfræði, siðalærdóm, o.s. frv.). Því næst setja menn en al-
mennu rit og aðalrit eða samfellurit fremst í hvern fl okk, þar
sem þau eru til, og síðan en einstaklegu á eptir“ (bls. 137).
Jón bendir á að ekki sé fyllilega farið eftir þessum venjum í
umræddri bókaskrá. Í guðfræðifl okknum megi t.d. fi nna alls
óskylt efni, svo sem skýrslu frá Myntfræðifélaginu í London
(Proceedings of the Numismatic Society), í sagnfræðifl okknum
sé slegið saman bókum, tímaritum og landakortum, og forn-
sögur komi bæði á undan og eftir tímaritunum í þeim fl okki,
þar sé að fi nna skáldsögu (Sagan um þá tíu ráðgjafa af Rask
[Historien om de ti Vezirer og hvorledes det gik dem med Kong
Azád Bachts Søn]) og loks séu handrit ekki aðskilin frá prent-
uðum bókum. Það er því ekki furða þegar Jón segir að „eng-
inn veit hvar hann á að leita, nema hann fl etti blað fyrir blað
allri bókinni, og þó höfundurinn vísi manni á hvern aðalfl okk
... þá skyldi enginn maður því treysta eða fylgja þeirri bend-
ingu“ (bls. 137).
Skráning
Jón bendir á að ekkert samræmi sé í skráningu safnkostsins:
„Það er almenn venja, að rita nöfn höfunda fyrst, síðan sjálfan
titil bókarinnar stutt og greinilega, þvínæst nafn staðar þess
sem bókin er prentuð á, og seinast brotið ... hér er það allt
andhælis ... Nöfn höfundanna standa hér ýmist fremst eða
aptast, og stundum er þeim sleppt, þó nöfn þeirra standi á
bókunum og sé til færð í enu eldra registri, en stundum eru
þau raung, og það nöfn frægra manna, sem allir mentaðir
menn þekkja“ (bls. 139).
Skrá yfi r bókaeign Stiftisbókasafnsins, útgefi n 1842. Lakasta bók
Íslandssögunnar að mati Jóns, sem kallaði hana eina allsherjar
prentvillu og taldi að brenna ætti upplag hennar og gefa út nýja skrá.
„Allir mentaðir menn og bókavinir fi nna það að vísu, eins á Íslandi og annarstaðar, hversu ómetanlegt gagn er að
bókasöfnum. Enginn einstakur maður hefi r efni á að útvega sér allar þær bækur sem hann þarf með, ef hann er
vísindamaður, og þó fáeinir gæti það, þá er samt auðsætt, hversu miklu nytsamara er og jafnvel sparnaðarmeira,
að hafa bókasafn, sem margir geta haft not af.“
Jón Sigurðsson, 1844