Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Side 20

Bókasafnið - 01.06.2011, Side 20
20 bókasafnið 35. árg. 2011 Villur: mannanöfn, titlar, útgáfuár, brot Í ritdómnum tekur Jón nokkur dæmi um villur. Í fyrsta lagi tilgreinir hann mannanöfn og bendir til dæmis á að P.E. Müller biskup á Sjálandi sé bæði kallaður Møller og R. Møller, sjófarinn Kort Adeler er kallaður Adler, sagnaritarinn Riegels er kallaður Niegels, Munthe sagnaritari er kallaður Mynthe, Oelszner er kallaður Ollsern og Katrín önnur í Rúss- landi er kölluð Katrín ellefta og svo mætti lengi telja (bls. 139- 140). Í öðru lagi eru fjölmargir bókatitlar rangir, til dæmis „M. Stephensens om Skaptafjeldet i Island“ sem á að vera „M. Stephensen; Kort Beskrivelse over den nye Vulcans Ildsp- rudning i Vester-Skaptefjelds Syssel“, „Nokkrar Íslendinga sögur“ á að vera „Ágætar fornmanna sögur“ og „Kristjaníu lýsing“ (to- pographie) er breytt í „Kristjaníu prentsmiðja“ (typographie)! Í þriðja lagi segir Jón að ekki sé rétt greint frá broti fjölda bóka eða að þær upplýsingar vanti „og á einum stað, (bls. 70) er það rángt á 3 bókum af 11 á einni hálfri blaðsíðu, og eru þær allar íslenzkar sögubækur, sem allir ætti að þekkja“ (bls. 140). Loks eru mörg röng ártöl í skránni sem Jón segir að sé í nokkrum tilfellum hlægilegt, svo sem þegar bók er sögð vera gefin út árið 1330 – „sem mun þá vera elzt allra prentaðra bóka“ segir Jón, eða á ókomnum árum, svo sem í lok nítjándu aldar – eða jafnvel á ókomnum öldum! (bls. 139-140). Gloppur Jón bendir á að erfitt sé að sjá tölur yfir heildarbókaeign safnsins. Við fyrstu sýn mætti ætla að ritin séu 3.718 talsins, (og hafi þá fækkað um 59 frá 1828!), en í raun sé skráin sé svo ruglingsleg að engin leið sé að átta sig á þessum tölum. Jón segir: engum manni er auðið að sjá af því hversu stórt safnið sé, eða bera það saman við hið fyrra. Þar er nú fyrst slengt í böggla (eða „bundt“) heilum flokkum, sem taldir eru upp greinilega í enu eldra registri (t.a.m. dispútazíum); þar- næst er mörgum bókum slengt saman undir eina tölu, og merkt með bókstöfum sumstaðar, en sumstaðar ekki með neinu ... er þá bágt að telja á fingrunum þegar bindin eru frá a og til ggg ... allrahelzt þegar menn vita ekki hvort höf- undurinn telur eptir íslenzku stafrófi, eða dönsku, eða lat- ínsku ... þá er og stundum sett sama bók á tvo (eða fleiri) staði, og veit enginn hvort er ein eða tvær eða enn fleiri ... (bls. 136). Þá tilgreinir Jón að það vanti fjölda bóka sem voru í skránni 1828, til dæmis innan læknisfræðinnar þar sem vanti um þrjátíu bækur. „Frá þessu ætti skírt að vera, svo menn vissi á hvern veg bækurnar hefði týnzt, verið seldar safninu til gagns ... eða á hvern veg þær væri horfnar; þegar slíka skírslu vantar, hugsar hverr maður að slíkt komi af vanhirðingu og trassa- skap“ (bls. 136-137). Þá sé ekkert getið um fjölmörg landakort og koparstungur í eigu safnsins, sem voru 359 talsins í skrá safnsins 1828 og loks er ekkert minnst á bókagjafir Frakkans Paul Gaimard til safnins, en hann ferðaðist um landið árið 1836 og gaf safninu fjölda franskra bóka. Jón telur að þetta sé „að öllu leyti óviðurkvæmilegt og ósæmilegt“ enda mikil- vægt að sýna erlendum gefendum þá virðingu að bókagjafa þeirra sé getið í skrám safnsins (bls. 135). Útlit Loks segist Jón ekki vera ánægður með útlit bókarinnar, enda segir hann að það sé engu líkara en að prentarinn hafi verið „drengur, sem hafi verið að leika sér að setja saman ljótustu stafina úr allrahanda letri, sem hafi legið fyrir honum í hrúg- um“ (bls. 133). Lítið samræmi sé í stafagerðunum, latínuletrið sé ýmist beint eða skáletrað, stórir stafir í gotneska letrinu eigi sjaldan við, og sumir stafir séu úr stærra letri og „standa einsog fleigar í orðunum“. Hið eina jákvæða sé að pappírinn sé sæmilegur (bls. 141). Viðbrögð við ritdómnum Í fyrrnefndu bréfi sem Jón skrifaði til Páls Melsteð í október 1844 má sjá að harður ritdómur hans hefur vakið umtal meðal manna og einhverjir hafa furðað sig á því að lærður maður hafi látið svo þung orð falla. Jón var vissulega harðorður, enda segir hann sjálfur að „Rafn aumínginn er skælandi yfir trassa- dómi þessum, og það er von, því ekkert er sorglegra en að vera að berjast við að safna í höndurnar á þeim, sem maður feygja og svívirða það alltsaman viljandi, og geta svo ekkert við gjört“ (Minningarrit..., , 1911, bls. 87-88). Í ritdómnum segir Jón ennfremur að „frumkvöðull safnsins og velgjörðarmaður, eta[t]zráð Rafn, þorir nú ekki að sýna bókina neinum manni, enn síður að senda hana nokkrum þeim, sem hann ímyndar sér að muni líta í hana, heldur læsir hana niður, og er það góð- mannlega gjört, og tekur mikla svívirðing af bókasafninu og Íslendingum“ (Jón Sigurðsson, 1844, bls. 141-142). Jón telur það heppilegt að erlendir velgjörðarmenn safnsins sjái ekki skrána, því þeir myndu ekki dæma hana „eins vægilega og vér gjörum“(!) (bls. 141). En átti ritið þessi hörðu orð skilið? Jón rökstyður orð sín vissulega ítarlega í ritdómnum og nafni hans Jacobsson segir „Engin þjóð er nú til í veröldinni, sem siðuð vill heita, að hún leggi ekki stund á að eiga góð bókasöfn, og enar bezt mentuðu þjóðir verja ærna peningum úr almennum sjóði til að auka og prýða söfn þessi sem mest, og kaupa til þeirra það sem ekki fæst með öðru móti.“ Jón Sigurðsson, 1844

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.