Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 23

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 23
23 bókasafnið 35. árg. 2011 bókavarðaráðstefna var haldin í New York borg og sótt af um 80 karlmönnum. Ætlunin var að halda næsta þing ári seinna en af því varð ekki. Þegar heimssýningin var haldin í Phila- delphiu 1876 var efnt til fundar þar sem 103 bókaverðir, 90 karlmenn og 13 konur, sóttu fund sem kallaður var „Conven- tion of Librarians“ og var haldinn 4.-6. október það ár. Þátt- takendur komu víða að, allt frá Chicago til Bretlands. Meðal þeirra sem fundinn sóttu var Melvil Dewey. Niðurstaða þessa fundar var stofnun American Library Assocation. Tilgangur félagsins var að gera bókavörðum störf þeirra auðveldari og ódýrari. Afmæli American Library Assocation er miðað við 6. október 1876.3 Breska bókavarðafélagið stofnað 1877 Breska bókavarðafélagið (Library Association) var stofnað 1877 og árið 1899 fékk félagið leyfi (Royal Charter) til að gefa meðlimum félagsins faglegan (chartered) stimpil. Árið 1986 fékk það endurnýjað leyfi og hlutverk þess og markmið voru færð til nútímahorfs. Í lögum félagsins, sem sett voru eftir nýja leyfið 1986, segir að það sé formælandi og faglegur vett- vangur fyrir fólk sem vinni við eða hafi áhuga á bókasöfnum og upplýsingaþjónustu (represent and act as the professional body for persons working in or interested in library and in- formation services). Árið 1958 var stofnað annað félag á Bretlandi, The Institute of Information Scientists, sem í voru aðallega þeir sem störfuðu á einhvern hátt við tölvuvæðingu upplýsinga, eða svokallaða documentation. Þeir litu svo á að þeirra störf væru mjög ólík gömlu bókavarðastörfunum og þeir ættu því litla samleið með gamla félaginu. Alls voru um 2200 félagar í IIS þegar vegur þess var sem mestur en margir breskir bókaverðir voru í báðum félögunum. Eftir nokkuð langt samningaferli voru þessi tvö félög sam- einuð og 1. apríl 2002 var stofnað nýtt félag á grunni þessara tveggja félaga. Það er kallað CILIP: the Chartered Institute of Li- brary and Information Professionals og er sá félagsskapur sem í dag stendur vörð um réttindi og skyldur bókavarða, bóka- safnsfræðinga og upplýsingafræðinga á Bretlandi.4 Danska bókavarðafélagið stofnað 1905 Danska bókavarðafélagið (Danmarks Biblioteksforening) er eftir því sem best er vitað elsta bókavarðafélag á Norðurlönd- unum. Það voru einkum almenningsbókaverðir sem að því stóðu enda hefur Danska bókavarðafélagið haft mikil áhrif á þróun almenningssafna í Danmörku og einnig mikil pólitísk áhrif enda eru stjórnmálamenn meðlimir félagsins. Persónu- legir meðlimir eru nú um 500 en auk þess fjöldi stofnana og flest sveitarfélögin.5 Stofnfundur Bókavarðafélags Íslands. Á myndinni eru: Ólafur Hjartar, Björn Sigfússon, Jón úr Vör, Jóhann Sveinsson, Bjarni Vilhjálmsson, Aðalgeir Kristjánsson, Hilmar Jónsson, Kristín Bjarnadóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Haraldur Sigurðsson. 3. http://www.ala.org/ala/aboutala/missionhistory/history/index.cfm 4. http://www.cilip.org.uk/about-us/history/unification/Pages/default.aspx#library 5. http://www.dbf.dk/Default.aspx?ID=98Library
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.