Bókasafnið - 01.06.2011, Page 25
25
bókasafnið 35. árg. 2011
Það má túlka þessa grein um að skipta megi félaginu upp
í deildir sem fyrirboða þess að menn hafi frá upphafi talið að
verkefni og viðfangsefni félagsmanna væru svo ólík að erfitt
gæti verið að láta eitt og sama félagið annast þau öll enda
voru í upphaflega hópnum starfandi bókaverðir í almennings-
söfnum, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu, á Lands-
bókasafni, Háskólabókasafni og skjalaverðir í Þjóðskjalasafni.
Rætt var um hvort skjalaverðir skyldu fá að vera félagar og
virtust engar mótbárur hafa komið upp gegn þeirri tilhögun
enda segir í 4. grein að skjalavörðum sé heimil þátttaka.
Í fyrstu stjórn Bókavarðafélagsins var Herborg Gestsdóttir
kosin formaður, Haraldur Sigurðsson ritari, Anna Guðmunds-
dóttir varaformaður, Ólafur Hjartar féhirðir og Hilmar Jónsson
meðstjórnandi, það er tveir frá Landsbókasafni og þrír al-
menningsbókaverðir.
Á þessum fyrsta fundi var jafnframt samþykkt ályktun til
stuðnings frumvarpi um almenningsbókasöfn sem lagt hafði
verið fram á Alþingi. „Skora fundarmenn á ríkisstjórnina að
leggja fyrrgreint frumvarp fyrir Alþingi það sem nú situr og
tryggja því framgang.“15 Má telja víst að þessi ályktun eigi
rætur að rekja til áhuga Guðmundar G. Hagalíns á málefnum
almenningsbókasafnanna.
Í fundargerðabók Bókavarðafélags Íslands fyrstu 10 árin
kemur fram hver voru helstu áherslumál stéttarinnar og má
leiða að því líkur að þau hafi verið það sem mest brann á
bókavörðum á Íslandi á þessum tíma og verða hér talin nokk-
ur fyrstu verkefnin sem eru býsna metnaðargjörn.
Flokkun og skráning
Á stjórnarfundi í febrúar 1961 lagði Björn Sigfússon fram
beiðni um „kosningu undirbúningsnefndar til þess að ganga
frá reglum um samræmingu tugakerfisins fyrir íslensk bóka-
söfn.“ Þá þegar var skipuð nefnd til að vinna að þessu verkefni
og í nefndina völdust Björn Sigfússon Háskólabókasafni, Ólaf-
ur Hjartar Landsbókasafni, Anna Guðmundsdóttir Bókasafni
Hafnarfjarðar og Hulda Sigfúsdóttir Borgarbókasafni. Haustið
1969 virtist flokkunarkerfið vera tilbúið til útgáfu en þá kom
upp mikil misklíð um í hvaða formi skyldi gefa það út, hvort
það ætti að vera í lausblaðaformi eða prentað. Talsverður hiti
var í stjórnarmönnum varðandi þetta mál og gengu tveir úr
stjórn þegar ákveðið var að prenta flokkunarkerfið. Flokkunar-
kerfi fyrir íslenzk bókasöfn var síðan gefið út, prentað af Bóka-
fulltrúa ríkisins, árið 1970.
Á aðalfundi Bókavarðafélagsins 1961 var borin upp tillaga
frá Hilmari Jónssyni, Bókasafni Keflavíkur, um að huga að
skráningarreglum sem fylgi flokkunarkerfinu. Þessi tillaga er
samþykkt einróma en ekki var skipað í þessa nefnd fyrir en
1966. Í grein sem Ólafur Pálmason skrifaði í Árbók Landsbóka-
safns16 segir hann að í nefndinni hafi starfað Einar Sigurðsson
Háskólabókasafni, Gróa Björnsdóttir Borgarbókasafni og
Ólafur Pálmason Landsbókasafni í alls fjögur ár. Aðaltilgangur
útgáfunnar var að samræma skráningarhætti íslenskra bóka-
safna. Skráningarreglurnar voru gefnar út í lausblaðaformi
sem bráðabirgðaútgáfa árið 1970.
Fræðsla og menning
Mjög fljótlega eftir stofnun félagsins voru flutt menningarleg
og fræðandi erindi um hin ólíkustu málefni. Má þar nefna Guð-
mund Böðvarsson sem flutti erindi um bóklestur og menn-
ingu og hlutverk bókasafna á því sviði. Haraldur Sigurðsson
flutti erindi um elstu frásagnir af Íslandi og helstu ferðabækur
sem um Ísland fjalla til loka 17. aldar. Guðmundur G. Hagalín
Fjórir formenn Bókavarðafélags Íslands. F.v.: Else Mia Einarsdóttir (19711973), Herborg Gestsdóttir (19601963), Haraldur Sigurðsson (19651969),
Óskar Ingimarsson (19701971).
15. Fundargerð Bókavarðafélags Íslands. Stofnfundur.
16. Ólafur Pálmason, Skráningarreglur bókasafna, Árbók Landsbókasafns 1970, s. 157-167.