Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Side 26

Bókasafnið - 01.06.2011, Side 26
26 bókasafnið 35. árg. 2011 fjallaði um alþýðumenningu, bóklestur og bókasöfn. Þor- steinn M. Jónsson flutti erindi um bókagerð og bókaást Ís- lendinga. Páll Jónsson sýndi litmyndir af ferðum sínum víðs vegar um landið. Ólafur Pálmason flutti erindi um Magnús Stephensen og bókmenntastarfsemi hans og Vigdís Björns- dóttir flutti erindi um vörslu skjala og bóka og viðgerðir á gögnum, auk þess sem hún sýndi sýnishorn af viðgerðu efni. Þessi upptalning gefur sýnishorn af því hversu ríkt menn- ingarhlutverk félagsins var frá upphafi. Árið 1962 var lögð fram tillaga í stjórn félagsins um að sett yrði á laggirnar nefnd til að koma á námskeiðum fyrir bóka- verði og einnig væru haldin bókavarðaþing, til dæmis annað hvert ár þar sem flutt væru fræðandi erindi og efld kynning á bókasöfnum. Fenginn var til landsins K. C. Harrisson yfir- bókavörður frá Westminster bókasafninu í London og flutti hann fyrirlestra um starfsemi almenningsbókasafna árið 1967. Fleiri erlendir fyrirlesarar komu til landsins, svo sem Barbara U. Westby frá Bandaríkjunum svo einhver dæmi séu tekin. Launamál Umræður um kjaramál voru talsverðar á fyrstu árum Bóka- varðafélagins. Strax árið 1962 var rætt um nauðsyn þess að samræma launakjör bókavarða og sérstök nefnd vann launa- flokkaskiptingu fyrir bókaverði í almenningssöfnum. Haldnir voru sérstakir fundir þar sem fjallað var um launakjör. Rætt var um þörf þess að stofna stéttarfélag og einnig var kannað hvort Bókavarðafélagið gæti gerst aðili að BSRB, en þeirri umleitan var endanlega hafnað af BSRB árið 1968 á þeim for- sendum að félagið væri ekki kjarafélag og launamál félaga í Bókavarðafélagi Íslands væru í mjög ólíkum farvegi. Launa- nefnd var síðan skipuð af félaginu 1970 til að vinna að bættri stöðu almenningsbókavarða. Landsfundir Á fundi 1969 lagði Eiríkur Hreinn Finnbogason fram tillögu um landsfund. Tilgangur svona landsfunda átti að vera þrí- þættur: Að efla stéttarvitund, að auka menntun bókavarða og vekja athygli á starfi safnanna eða „að það hafi áróðursgildi“ eins og segir í bókun. Fyrsti landsfundur Bókavarðafélags Ís- lands var haldinn 1970 og var þriggja daga ráðstefna. Um 70 bókaverðir mættu á fundinn og var mikið um dýrðir. Mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og borgarstjórinn í Reykja- vík, Geir Hallgrímsson, fluttu báðir ávörp og kaffisamsæti var haldið í Höfða í boði borgarstjórans. Dagskráin var fjöl- breytt og fjallað um íslensk rannsóknarbókasöfn og almenn- ingsbókasöfn, flokkunarreglur og skráningarreglur, íslensk skjalasöfn og handritadeild Landsbókasafns. Einnig hittust almenningsbókaverðir sérstaklega og ræddu um lög um al- menningsbókasöfn og launakjör. Rannsóknarbókaverðir ræddu um samskrá um safnkost og bókakaup þeirra. Á þriðja degi var svo fjallað um þjónustu safna fyrir hina ýmsu hópa og einnig töluðu Páll Líndal og Þórhalldur Vilmundarson sem notendur og sögðu frá reynslu sinni. Loks var móttaka í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrir alla ráðstefnugesti. Landsfundir hafa verið haldnir með reglulegu millibili annað hvert ár og haustið 2010 var landsfundur haldinn í Stykkis- hólmi en þangað var boðið fyrrverandi forseta IFLA, Claudiu Lux frá Þýskalandi, svo segja má að enn hafi landsfundir yfir sér sérstakan brag. Fréttabréf og útgáfa Umræður um útgáfu félagsrita má rekja til 1966 en þá var rætt um möguleika á að gefa út tímarit til fróðleiks fyrir bókaverði og kynningar á starfsemi bókasafna. Árið 1971 hófst útgáfa Fregna sem þá var fjölfaldað og hét Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands. Það kom svo út með nýju heiti, Fregnir, 1975. Árið 1974 kom út fyrsta hefti Bókasafnsins og var sú útgáfa í samvinnu við bókafulltrúa ríkisins, Stefán Júlíusson, en embættið hafði hafið útgáfu á Bókasafnstíðindum. Gekk það blað inn í útgáfu Fregna. Upphaflega komu út tvö hefti á ári en undanfarið hefur Bókasafnið aðeins komið út í einu árlegu hefti. Skemmtanir og ferðalög Félagið bauð félögum sínum í skemmtiferðir og voru þessar skemmtiferðir nokkuð reglulegur viðburður. Heimsóttir voru staðir nálægt Reykjavík og einu sinni farið til Vestmannaeyja. Voru þessar skemmtiferðir yfirleitt mjög vel sóttar. Kynningarmál Tillaga um að sýna kvikmyndir af erlendum bókasöfnum var lögð fram árið 1962. Árið 1967 bar Kristín H. Pétursdóttir fram tillögu um að gerðir yrðu sjónvarpsþættir frá bókasöfnum til að kynna starfsemi þeirra. Gerður var sérstakur þáttur sem sýndur var í sjónvarpinu, auk þess sem átak var gert í að kynna bókasöfn bæði í blöðum og útvarpi. Má þar sérstaklega nefna eitt hefti af Samvinnunni sem helgað var bókasöfnum með fjölda greina sem fjölluðu á einn eða annan hátt um nútíma- starfsemi bókasafna. Önnur viðfangsefni Margt bar á góma á fundum félagsins. Til viðbótar því sem áður er nefnt má geta um tillögu um að skoða möguleika á innkaupasambandi fyrir almenningsbókasöfn sem gætu sameinast um að kaupa inn bækur en ekkert varð af því. Erlend samskipti Þegar Bókavarðafélagið var stofnað 1960 var þegar nokkur samvinna milli Landsbókasafns og norrænu systursafnanna og því ekki óeðlilegt að starfsmenn í rannsóknarbókasöfnum yrðu þeir fyrstu sem fyndu þörf fyrir sérstakan vettvang. Nor- diska Vetenskapliga Bibliotekarförbundet (NVBF) hafði verið stofnað 1947 og var mjög virkur vettvangur fyrir norræna starfsmenn háskóla- og rannsóknarbókasafna. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður sat ársfund NVBF árið 1964 og leiddi það til þess að árið 1966 var fyrsta deildin innan Bókavarðafélagsins stofnuð - Deild bókavarða í rannsóknar- bókasöfnum - sem hafði að megintilgangi að efla samstarf bókavarða í íslenskum rannsóknarbókasöfnum. Deildin hafði

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.