Bókasafnið - 01.06.2011, Page 27
27
bókasafnið 35. árg. 2011
later in Iceland than in the neighbouring countries, such as the Nordic count-
ries. The Association was founded by 37 individuals from public libraries, the
University Library, the National Library and the National Archives. During the
first 10 years the Association was very active, focused on professional issues
such as an Icelandic version of the Dewey Decimal Classification System as
well as Icelandic cataloguing rules. Furthermore they were concerned with
education and training of librarians, publications of a newsletter and later a
journal, annual conferences and PR-activities to emphasize the importance
of libraries. Gradually the Association was divided into three special groups,
research librarians, public librarians and school librarians. By the 1980s the
Association became an umbrella for the three groups that became special
association. By 2000 all the factions were united into one association, Upp-
lysing - the Icelandic Library and Information Science Association.
talsvert mikið sjálfstæði frá upphafi og kom fram
sem íslenskur fulltrúi í norrænni samvinnu án
mikillar samvinnu eða samráðs við Bókavarða-
félagið. Deild starfsfólks í almenningsbókasöfnum
(DESTAL) var stofnuð 13. júní 1976 og var Hilmar
Jónsson, bókavörður frá Keflavík, fyrsti formað-
ur þess, en alls voru 12 stofnendur. Deild skóla-
safnvarða (DESKÓ) var stofnuð 10. mars 1982 og
voru stofnendur 26 og fjölgaði upp í 32 um mitt
ár. Fyrsti formaður deildarinnar var bókasafns-
fræðingurinn Jónína Guðmundsdóttir. Þar með
voru deildirnar orðnar þrjár.
Bókavarðafélagið breytir um skipulag
Þegar hér var komið sögu vann Bókavarða-
félagið mestmegnis í þremur deildum með mis-
munandi virkni. Félag bókasafnsfræðinga (FB)
var stofnað 10. nóvember 1973 og voru margir
félagar í einni eða fleiri deildum innan BVFÍ og
jafnframt í FB. Því var kallað eftir skipulagsbreyt-
ingum og á árunum 1982-1983 var Bókavarða-
félagið í sinni upprunalegu mynd lagt niður og
gert að regnhlífarsamtökum þriggja sjálfstæðra
félaga þar sem deildirnar þrjár voru gerðar að
sjálfstæðum félögum. Þannig starfaði félagið
um skeið en sífelld vandkvæði voru á skipan í
stjórnir þessara félaga þannig að enn var kallað
eftir breytingum.
Upplýsing verður til árið 2000
Til að gera langa sögu stutta má segja að þróun
félaga fyrir starfsmenn bókasafna hafi orðið
sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndunum
þótt tímaramminn sé annar og Bókavarðafélag-
ið stofnað miklu seinna en elstu félögin í þessum
löndum. Þau félög sem störfuðu á Íslandi annars
vegar og á Norðurlöndunum hins vegar voru
ólík að uppbyggingu og inntaki en á svipuðum
tíma og Upplýsing var stofnuð árið 2000 var líka
verið að sameina ólíka hópa í eitt félag, bæði á
Bretlandseyjum og í Svíþjóð. Með stofnun Upp-
lýsingar var komin lending í þeirri þróun að
mismunandi áherslur í starfsemi bókasafna og
upplýsingamiðstöðva ættu sér altént sameigin-
legan, heimspekilegan og faglegan grunn sem
fælist í skipulagningu og miðlun upplýsinga án
tillits til starfsvettvangs.
Fundargerð stofnfundar með hendi Haraldar Sigurðssonar.
Abstract
The Icelandic Library Association (Bókavarða-
félag Íslands) was founded on December 6, 1960
and is therefore 50 years old. The foundation of
an association for librarians came about much