Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 28
28
Hulda fæddist 24. júlí 1929 í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Sigfús Sigurhjartarson, alþingis-
maður og borgarfulltrúi og
Sigríður Stefánsdóttir frá Brett-
ingsstöðum í Laxárdal. Systkin
Huldu eru Adda Bára Sigfúsdóttir
veðurfræðingur og Stefán Sigfús-
son landgræðslufulltrúi. Hulda
gekk fyrst í Mýrarhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi en þegar hún var 12
ára flutti fjölskyldan af Nesinu til
Reykjavíkur og settist að í Mið-
stræti og fór hún þá í Miðbæjar-
skólann.
Fyrsta íslenska konan fer til náms í bókasafnsfræði
„Tilviljun réði að ég fór í þetta nám. Adda Bára systir mín
var að læra veðurfræði í Osló og hún skrifaði mér einu sinni
að hún hefði hitt konu sem sagði henni frá systur sinni. „Og
veistu hvað. Hún er að læra bókasafnsfræði. Heldurðu að það
gæti ekki verið eitthvað fyrir þig.“ Aðstæður mínar voru þá
þannig að ég veiktist þegar ég var í 6. bekk Menntaskólans í
Reykjavík og þurfti að liggja heilan vetur í rúminu. Ég lauk því
stúdentsprófinu utanskóla í ársbyrjun 1950 og vissi í raun ekki
hvað mig langaði að gera. Það varð úr að Adda Bára kynnti
sér þetta nám nánar og skrifaði mér um það. Mér leist bara
vel á en ég hafði engar eiginlegar fyrirmyndir. Ég hafði þó oft
komið í Borgarbókasafnið sem þá var til húsa í Ingólfsstræti
12. Pabbi fór með mig á safnið strax og við fluttum í bæinn til
að fá lánsskírteini fyrir mig svo ég gæti fengið bækur að láni.
En þegar ég hafði skoðað upplýsingarnar frá Öddu fór pabbi á
stúfana og útvegaði mér vinnu sem nema í eitt ár til að prófa
starfið. Ég var í almennri afgreiðslu í safninu, raðaði bókum,
lánaði út og sá alla vega hvernig þetta starf var.“
Þegar Hulda byrjaði í safninu vorið 1950 var Snorri Hjart-
arson borgarbókavörður. Hún man aðeins eftir af hafa séð
Sigurgeiri Friðrikssyni rétt bregða fyrir þegar hún var barn í
heimsókn á bókasafninu, en hann hætti við safnið árið sem
hann lést eða 1942. Sigurgeir var fyrsti íslenski bókasafns-
fræðingurinn og varð jafnframt fyrsti borgarbókavörður, eða
bókavörður Alþýðubókasafnsins eins og það hét þá.
Eftir árið á Borgarbókasafninu skrifaði Hulda út og sótti
um að komast í nemastöðu á Deichmanske bibliotek í Osló.
Námið var þannig skipulagt að hver nemandi þurfti að vera
tvö ár sem nemi í safni áður en hægt var að hefja nám við
Statens bibliotekskole sem síðan var eitt ár. Þetta gekk allt
eftir og hún fékk árið á Borgarbókasafninu metið.
Námið í Noregi
Hulda fór út með Gullfossi til Kaupmannahafnar og síðan með
lest til Osló. Flugið var rétt að byrja en það þótti samt sjálfsagt
að fara með skipi. En það var nokkuð ævintýralegt og hún var
týnd um tíma! Íslensk kona átti að taka á móti henni í Kaup-
mannahöfn, en þegar skipið lagðist að bryggju var enginn á
staðnum svo hún var þarna vegalaus. Þá sá hún fyrir tilviljun
tvær íslenskar stúlkur sem hún kannaðist við og þær buðu
henni heim til sín. Seinna um daginn fóru þær út að ganga og
þá hittu þær Íslending sem þekkti til og gat sagt henni hvar
þessi vinkona hennar ætti heima og þær fundu hana. Vin-
konan hafði sent aðra fyrir sig til að taka á móti Huldu þar sem
hún sjálf hafði þurft að vinna, en fyrir klaufaskap sendiboðans
fórust þær á mis.
Það var ævintýralegt að koma á Deichmanske bibliotek,
borgarbókasafnið í Osló. Það var gríðarlega stórt og mikið.
Fengin var stúlka til að fara með Huldu um allt safnið og
sýna henni allar deildir og jafnvel geymslurnar og allt þetta
virkaði yfirþyrmandi. „Ekki láta mig hræða þig svo þú komir
ekki aftur,“ sagði stúlkan. Hún hefur trúlega séð að Huldu var
nokkuð brugðið. „Ég fór til náms án þess að vita í raun hvað ég
var að fara út í, en þegar maður er ungur eru svona hlutir ekki
svo skelfilegir.“ Allt var spennandi og Huldu fannst ekki eitt
starf eða deild meira spennandi en önnur. Allt var framandi
og við fyrstu sýn var bókasafnið ótrúlega stórt og flókið, til
Það var jafnvel svolítill söknuður að fleygja allri spjaldskránni...
Sigrún Klara Hannesdóttir ræðir við Huldu Sigfúsdóttur,
fyrstu íslensku konuna sem lærði bókasafnsfræði
Hulda Sigfúsdóttir, fyrsta
íslenska konan sem lærði
bókasafnsfræði.