Bókasafnið - 01.06.2011, Page 31
31
Kolbrún Björk Sveinsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir
Í norrænu bókasafnavikunni 2009 kynnti starfsfólk Bókasafns
Reykjanesbæjar nýjan þjónustuþátt fyrir börn og foreldra,
sögupoka. Markmið sögupokanna er að efla tengsl foreldra
og barna og að gera söguna meira lifandi og skemmtilegri
með hlutum henni tengdri. Í hverjum sögupoka er bók og dót
sem lesandinn notar til að þroska skynjun barnanna og örva
ímyndunarafl.
Kynntust verkefninu hjá leikskóla
Sögupokunum kynntumst við í leikskólanum Tjarnarseli í
Reykjanesbæ en þar eru pokarnir notaðir bæði til skemmt-
unar og í markvissu lestrarnámi. Verkefninu kynntist starfsfólk
skólans í námsferð til Edinborgar árið 2006 og fór að huga að
því fljótlega eftir heimkomuna. „Okkur fannst þetta stórkost-
legt, sögur í poka,“ sagði Margrét Kolbeinsdóttir leikskóla-
kennari og deildarstjóri í Tjarnarseli í samtali við greinarhöf-
unda.1 Viðbrögðin hjá börnunum eru ekki síður stórkostleg,
þau verða spennt og setjast prúð og stillt líkt og þau séu að
fara að upplifa leiksýningu eða horfa á bíómynd. Draumurinn
er að lána pokana heim til barnanna um síðir.
Það sem er ekki síst heillandi við sögupokana er einfald-
leikinn í kringum þá. Leikskólinn á gamla saumavél og við
hlið skólans er vefnaðarvöruverslun sem hefur gefið honum
efnisafganga í pokana. Af bókum er nóg í hillum og þegar
búið er að ákveða hvaða saga á að fara í viðkomandi poka er
farið um allan skólann og fundnir hlutir sem tengjast sögunni.
Ef ekkert finnst er það búið til. Leikskólinn á nú 20 sögur sem
notaðar er á öllum deildum, meðal annars í markvissri lestrar-
þjálfun en leikskólinn hefur unnið með hana allt frá árinu
2003 og fengið foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir. Af
öðrum lestrarverkefnum má nefna orðaspjall innan þróunar-
verkefnisins „Bók í hönd og þér halda engin bönd“2 og bækur
eru notaðar eins og hvert annað leiktæki í skólanum, að sögn
Ingu Maríu Ingvarsdóttur leikskólastjóra.
Sögupokar á fjölskyldudögum
Aðstæður á almenningsbókasafni eru öðruvísi en í leikskóla
svo lítið hefði gagnast að ganga um safnið og tína saman hluti
í sögupoka. Eitthvað nýttist þó af því sem til var en greinar-
höfundar brugðu á það ráð að gefa gömlu dóti nýtt líf með
því að fara í verslun Rauða krossins í Reykjanesbæ, Kompuna
og Góða hirðinn í Reykjavík. Sami hlutur er gjarnan notaður í
fleiri en einn poka og ef ekkert finnst er reynt að búa það til.
Árangurinn er 10 sögupokar, misstórir eftir sögu og líkt og í
Tjarnarseli eru pokarnir heimasaumaðir. Þær sögur sem Bóka-
safn Reykjanesbæjar á í sögupokum eru: Rauðhetta og úlfur-
inn, Lata stelpan, Pétur og úlfurinn, Lína langsokkur, Vinaleitin,
Allir saman nú, Stjarnan hennar Láru, Örkin hans Nóa og Þrír
litlir grísir. Að auki á bókasafnið gamla lúna ferðatösku með
bók Bjarkar Bjarkadóttir, Allra fyrsti atlasinn minn, og munum
og kortum sem tengjast ferðalögum. Ferðataskan er tekin
fram á sumrin.
Tveir sögupokar eru hengdir á þar til gerða snaga í hnokka-
deild Bókasafnsins á föstudögum, en þá er mesta umferð fjöl-
skyldufólks á safninu. Pokarnir eru einungis ætlaðir til notk-
unar á safninu, þar sem sýnt þykir að erfitt verður að halda
utan um innheimtu hluta sem kunna að lenda með öðru dóti
á heimilinu. Oft og tíðum þekkja börnin sögurnar það vel að
bókin getur staðið á borði til hliðar og úr verður lítið leikrit,
Sögupokar til að efla tengsl og örva ímyndunarafl
1. Samtalið fór fram í leikskólanum Tjarnarseli 19. nóvember 2010. Auk Margrétar ræddi Inga María Ingvarsdóttir við greinarhöfunda.
2. Sjá upplýsingar um verkefnið á vef leikskólans, http://tjarnarsel.is/Leikskolinn/Bok_i_hond. Sótt 19. nóvember 2010.