Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 38

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 38
38 bókasafnið 35. árg. 2011 Landlæknisembættið hefur ávallt lagt á það áherslu að fólk sem er haldið einhverjum sjúkdómi og leitar til þeirra sem stunda óhefðbundna meðferð geri það með vitund síns heilbrigðisstarfsmanns, læknis, hjúkrunar- fræðings, sjúkraþjálfara o.s.frv. (Landlæknisembættið, 2009). Í niðurstöðum rannsóknarinnar komu fram ýmis líkindi við niðurstöður rannsókna bandaríska upplýsingafræðingsins Elfreda Chatman (1991) sem rannsakaði einkum upplýsinga- hegðun jaðarhópa, það er hópa fólks sem deila ekki kjörum og/eða ríkjandi skilningi meirihluta fólks. Einstaklingur sem tilheyrir jaðarhópi býr við hömlur sem eru skapaðar af fólki valdahópum og draga úr möguleikum viðkomandi til þess að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og þarfir og koma í veg fyrir að hann njóti og þroski eigin hæfileika. (Young, 2000). Þrátt fyrir að rannsóknir Chatman beindust í flestum tilvikum að fólki sem tilheyrði lægri stéttum og höfðu mun minni almenna menntun en íslenskir græðarar, komu fram ýmis sameiginleg einkenni með þátttakendum rannsóknarinnar og hópum sem Chatman rannsakaði. Sem dæmi bjuggu meðlimir hóp- anna yfir sameiginlegri heimssýn sem utanaðkomandi kunna að eiga erfitt með að skilja (Chatman, 1991). Það sama átti að vissu leyti einnig við um þátttakendur rannsóknarinnar sem voru sannfærðir um tilvist ákveðinna krafta eða lögmála sem hafa áhrif á gang náttúrunnar og mannslíkamann þar með talinn þó svo að viðurkennd nútímavísindi hafi ekki fært sönnur fyrir þess konar lögmálum. Chatman (1991) taldi ennfremur að fólk sem tilheyrði jaðar- hópum hefði tilhneigingu til þess að takmarka upplýsinga- leit við óformleg og persónuleg samskipti við fólk sem það treysti. Áþekka tilhneigingu mátti glöggt greina í upplýsinga- öflun viðmælenda. Þeir leituðust við að afla upplýsinga með óformlegum hætti og þá einkum í samræðum við jafningja eða aðra sem deildu svipuðum viðhorfum til óhefðbundinna heilsumeðferða. Annað sameiginlegt einkenni upplýsingahegðunar við- mælenda og einstaklinga sem tilheyrðu jaðarhópum birtist í trú græðaranna á að forsjónin stýrði upplýsingaleit að ein- hverju leyti. Þrír þeirra greindu frá reynslu sinni af því að hafa rekist á gagnlegar upplýsingar fyrir tilstilli forlaganna. Það má spyrja hvort að skýringa á forlagatrú þátttakenda í upp- lýsingaleit sé að leita í kenningum upplýsingafræðinganna Natalya Godbold (2006) og Elfredu Chatman. Samkvæmt þeim er trúin á mátt forsjónar í upplýsingaleit afleiðing áhrifa- leysis og vanmáttakenndar sem fólk í jaðarhópum upplifir. Þær tilfinningar leiða til þess að viðkomandi treystir sér ekki í upplýsingaleit heldur reiðir sig á að forsjónin færi þeim nyt- samar upplýsingar. Lokaorð Rétt er að minna á að niðurstöður rannsóknarinnar endur- spegla vitanlega aðeins sjónarhól fáeinna einstaklinga og lýsa fyrst og fremst skoðunum og reynslu þátttakenda. Því ber að forðast að draga almennar ályktanir af niðurstöð- unum þó í þeim felist óneitanlega vísbendingar um upplýs- ingahegðun græðara og um áhrifaþætti sem móta hana. Í framhaldinu mætti nýta niðurstöðurnar til þess að rýna enn frekar í einstaka þætti upplýsingahegðunar græðara hér á landi, til dæmis í því augnamiði að bæta aðgengi græðara, skjólstæðinga þeirra og annarra að upplýsingum sem varða óhefðbundnar heilsumeðferðir. Hugsanlega mætti sameina ofangreind markmið með þróun og gerð upplýsingakerfis. Slíkt kallar óhjákvæmilega á frekari rannsóknir upplýsinga- fræðinga á mögulegum notendahópum kerfisins og þörfum þeirra. Abstract Information behaviour and complementary and alternative medicine In spite of increased use and practice of complementary and alternative medicine (CAM), research of information needs, information seeking and information sharing is lacking in this field. The aim of this study was to provide insight into the in- formation behavior of individuals who have both received and practiced CAM. Their information needs, information seeking and information sharing as well as the effects of intervening variables which are rooted in personal caracteris- tics and in the social context of each person, were examined. The research was based on a qualitative research. Research
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.