Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 41
41
bókasafnið 35. árg. 2011
eru stærsta rannsóknarsviðið á Íslandi. Þriðjungur birtinga á
Íslandi er á því sviði(1). Landspítalinn er þar fremstur í fl okki.
Til að bera saman tilvísunartíðni Landspítalans við helstu
háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum var gerð leit í gagna-
safninu Web of Science frá ISI (WOS). Tafl a 2 sýnir þann sam-
anburð.
Samanburðartímabilið var 2007-2010. Fjöldi greina frá
Landspítala eru færri en í töfl u 1. Í töfl u 1 var framkvæmd
kembileit að öllum greinum frá Landspítalanum og þannig
fundust greinar eftir starfsmenn Landspítalans sem höfðu
ekki skráð nafn Landspítalans rétt í greinum sínum og fund-
ust þær ekki þegar leitað var að Landsp* í WOS. Þar sem leitast
var við að gera sambærilega leit fyrir hin samanburðar sjúkra-
húsin voru aðeins teknar með í töfl u 2 greinar þar sem nafnið
Landspítali kom fyrir í heiti stofnunar. Sama gildir um töfl u 4.
Tafl a 2 sýnir að meðal tilvísunartíðni ritrýndra greina Land-
spítalans eru fl estar í WOS en þriðja í röðinni þegar allt efni er
tekið með í samanburðinum.
Meðal tilvísunartíðni, *allar birtingar 2007-2010
Meðal tilvísunartíðni
á ritrýnda grein eða
yfi rlitsgrein
Landspitali University
Hospital 7.62 (Allar birtingar 790) 10.98 (Greinar 535)
University Copenhagen
Hospital 7.54 (Allar birtingar 1.224) 9.85 (Greinar 885)
Karolinska University
Hospital 5.97 (Allar birtingar 5.817) 7.48 (Greinar 4.399)
Sahlgrenska University
Hospital 8.34 (Allar birtingar 3.390) 6.32 (Greinar 2.419)
Helsinki University
Central Hospital 8.13 (Allar birtingar 923) 6.21 (Greinar 1.246)
*Allar birtingar (greinar, ritstjórnargreinar, útdrættir, ráðstefnurit,
yfi rlitsgreinar, bréf og leiðréttingar)
Tafl a 2: Fjögur helstu sjúkrahúsin á Norðurlöndunum
í samanburði við tilvísunartíðni í ritrýndar greinar á
Landspítalanum
Erlend samvinna í vísindum
Erlend samvinna er mikilvæg fyrir litlar þjóðir eins og Ísland.
Í samanburði við aðrar þjóðir er samvinna Íslendinga í vísind-
um mikil og er hún um það bil 25% hærri en á hinum Norður-
löndunum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni hvers vegna
Landspítalinn er með hærri tilvísanatíðni en norrænu sjúkra-
húsin í töfl u 2. Birting á móðurmálinu er mikilvæg en skilar
lægri tíðni í gagnasöfnum eins og WOS.
Samvinna þjóða er mikil þeirra á meðal en einnig þar fyrir
utan og er samvinnan mikil við ESB-löndin og Bandaríkin (1).
Sama gildir um Landspítalann.
Tafl a 3 sýnir alþjóðlega samvinnu Landspítalans. Mest er
samvinnan við Svíþjóð, Bandaríkin og Bretland í þessari röð.
Tafl a 3: Alþjóðleg samvinna Landspítalans
Samvinna Landspítalans er aðeins önnur en alþjóðleg sam-
vinna allra vísindamanna á Íslandi en helstu samvinnuþjóðir
Íslands eru Bandaríkin, Svíþjóð og England í þessari röð (2).
Tungumál, skráning og aðgangur
Tafl a 4 sýnir ritrýndar greinar í Hirslunni sem er varðveislusafn
Landspítalans en af þeim greinum eru 70% greina birtar í er-
lendum tímaritum. Læknafélag Íslands gefur út Læknablaðið
og þar eru hlutfallslega fl estar greinar sem birtast um heil-
brigðismál á Íslandi, eða 65% af heildarfj ölda. Af þeim 600 er-
lendu ritrýndu vísindagreinum eru 535 vísindagreinar skráðar
í WOS eða 89%. Af þessum greinum í WOS eru 73% birtar í
samvinnu við stofnanir utan Íslands og 23% við aðrar íslenskar
stofnanir. Aðeins 4% vísindagreina eru eftir höfunda sem eru
allir starfandi á Landspítalanum.
Ritrýndar vísindagreinar í Hirslunni frá Landspítalanum
2010 2009 2008 2007
Greinar birtar
í erlendum tímaritum 152 157 141 150 70%
Greinar birtar í
íslenskum tímaritum
52
*(38)
61
*(45)
75
*(47)
59
*(31) 30%
Ritstjórnargreinar
Læknablaðið 22 20 21 21
Ritstjórnargreinar
í erlendum tímaritum 2 2 1 1
Samtals 228 240 238 231
* Læknablaðið
Tafl a 4: Hlutfall ritrýndra vísindagreina sem hafa birst í erlendum
og innlendum tímaritum frá Landspítalanum og skráðar í Hirsluna