Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Page 44

Bókasafnið - 01.06.2011, Page 44
44 bókasafnið 35. árg. 2011 stöfunarfé eða biðja höfunda um að senda sér greinar. Þetta er aðferð sem tíðkaðist áður fyrr. Aðrir sem höfðu nýlega flutt frá Norðurlöndunum þar sem þeir stunduðu nám, gátu enn nálgast greinar í gegnum gamla bókasafnið sitt á Norðurlönd- unum. Töldu þeir þennan aðgang gera þeim kleyft að stunda rannsóknir á Íslandi. Fyrir mörgum árum þurftu íslenskir vís- indamenn að fara til útlanda til að stunda rannsóknir þar sem upplýsingar voru ekki aðgengilegar á Íslandi. Vonandi verður það ekki aftur raunin. Eftir þriggja ára samdrátt á bókasafninu stóðu vonir til að þessu færi að linna en á þessu ári 2011 tekur ekki betra við. Safnið verður að skera niður um 26,6% af fjárveitingu til safns- ins. Heilbrigðisvísindabókasafn LSH er stærsta heilbrigðisvís- indabókasafn landsins og er aðeins eitt slíkt starfandi á Íslandi en það er Fagbókasafn FSA á Akureyri. Það má búast við að slíkur samdráttur geti haft víðtæk áhrif á næstu árum. Notendahópur safnsins er stór þar sem safnið þjónar auk starfmanna Landspítalans Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Ís- lands. Einnig hefur safnið gert þjónustusamninga við 11 heil- brigðis - og vísindastofnanir víða um land. Allar reiða þær sig á þjónustu safnsins. Á 15 árum hefur heilbrigðisvísindabóka- söfnum fækkað um 82% hér á landi. Árið 1995 voru þau 11. Árið 2011 eru þau tvö eins og áður er getið. Fjögur heilbrigðis- vísindabókasöfn sameinuðust í Heilbrigðisvísindabókasafn LSH. Tafla 8 sýnir þessa þróun. Ø 1995-1996. Sjúkrahús Reykjavíkur. Samruni Borgarspítalans og St. Jósefsspítala Landakoti Ø 3. mars 2000. Samruni Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítali háskólasjúkrahús Ø 2001. Geðdeildarsafn LSH, Bókasafn LSH, Bókasafn Borgar- spítala og Landakotssafnið = Bókasafn Landspítala háskóla- sjúkrahúss Ø 2001. Bókasafns- og upplýsingasvið (BUSV) Ø 2009. Heilbrigðisvísindabókasafn Ø Þjónustusamningar við Krabbameinsfélagið 2001. Land- læknisembættið 2004. Reykjalundur 2004. Söfn lögð niður Ø 2010. Heilsugæslan í Reykjavík. Vinnueftirlitið Tafla 8: Fækkun heilbrigðisvísindabókasafna frá árinu 1995 Bókasafns- og upplýsingafræðingum sem störfuðu á þessu sviði hefur fækkað að sama skapi. Við samruna sjúkrahússafn- anna 2001 í eitt safn störfuðu á safninu 24 starfsmenn. Árið 2011 starfa á safninu 12 manns í 11 stöðugildum. Starfsmönnum Landspítalans hefur fækkað á síðustu þremur árum um 600. Sumir læknar hafa flutt frá Íslandi, sér- staklega yngri kynslóðin. Læknar sem hafa lokið sérfræðinámi erlendis eru tregir til að flytja aftur til Íslands á þessum verstu tímum. Það kemur fyrir að auglýstar eru stöður sérfræðinga á Landspítalanum sem enginn sækir um. Þetta er breyting frá því fyrir nokkrum árum þegar það var eftirsóknarvert að snúa aftur heim til Íslands og vinna á Landspítalanum. Fjöldi vísindagreina í WOS eða Hirslunni árið 2010 eru aðeins færri en árið 2009. Samdráttur hefur ekki sett mark sitt á birtingu vísindagreina ennþá, en takmarkaður aðgangur að vísinda- greinum hlýtur að hafa áhrif á rannsóknir á Landspítalanum. Nýlegar mælingar sýna gildi og arðsemi bókasafna og hafa niðurstöður sýnt að fjárhagslegur ávinningur fyrir hvern dollar sem er fjárfest í háskólabókasafni þar sem stunduð eru vísindi sé $1.6 eða 60% (5). Ein af forsendum þess að árangur náist í vísindum er að hafa aðgang að upplýsingum. Könnun sem gerð var hjá Elsevier árið 2007 sýnir samhengi milli aðgangs að vísindagreinum og útgáfu vísindagreina. Góður aðgangur að vísindagreinum frá bókasöfnum leiðir til betri upplýsinga og vísindamenn ná betri árangri í fræðistörfum sínum. Ø Notkun - 54% aukning á hverju ári frá 2001-2006 Ø Tekið mið af fjölda íbúa (höfðatölu) – Notkun tvisvar sinnum hærri en hjá öðrum þjóðum Ø Fjöldi útgefinna vísindagreina frá Íslandi endurspegla notkun rafrænna gagna Samantekt frá Elsevier árið 2007 um Ísland Skortur á fjármagni gæti haft neikvæð áhrif á Landspítal- ann. Háskólasjúkrahúsum sem tekst að laða til sín framúrskar- andi starfsmenn ná betri árangri í vísindum og þá um leið góðum framgangi. Stuðningur við vísindastarf og þróunar- verkefni er eitt af hlutverkum sérfræðisafna. Árangur byggist á því að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar og nýttar í starfi. Eitt af hlutverkum safnsins hefur verið að skrá útgefið íslenskt efni í heilbrigðisfræðum. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að lykla íslensku heilbrigðistímaritin og skrá þau í Hirsluna og Gegni. Einnig hafa starfsmenn safnsins séð um að halda utan um öll vísindaskrif starfsmanna LSH og gera þau aðgengileg. Starfsmenn hafa byggt upp safnkostinn í samræmi við þarfir spítalans og gert hann aðgengilegan. Háskólasjúkrahús eins og Landspítalinn þarf öflugt safn til að styðja við vísindi, kennslu og klínískt starf. Brottflutningur starfsmanna til annarra landa og glötuð tækifæri til að laða ungt fólk aftur til starfa á Íslandi að loknu framhaldsnámi erlendis gæti haft áhrif á afköst í rannsóknum. Ef ekkert heilbrigðisvísindabókasafn er til staðar gæti svo farið að framúrskarandi starfsmenn kæmu ekki heim. Niðurstaða Rannsóknir á Íslandi í heilbrigðisvísindum hafa aukist mikið á síðustu tíu árum. Aukningin í birtingu vísindagreina eftir vísindamenn frá Landspítalanum er svipuð og hjá öðrum norrænum háskólasjúkrahúsum. Aukning hjá öðrum Norður- landaþjóðum hefur verið í staðbundnum ritum en hjá Land- spítalanum einnig í erlendum ritum. Meðaltal tilvísanatíðni vísindagreinar frá Landspítalanum er há í samanburði við önnur norræn sjúkrahús. Greinar, sem eru birtar, eru mun

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.