Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 45

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 45
45 bókasafnið 35. árg. 2011 færri en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en fjöldi birtinga er mikill ef tekið er mið af höfðatölu. Alþjóðlegar greinar frá Landspítalanum eru skrifaðar á ensku. Greinar í Læknablaðinu eru einu íslensku greinarnar sem eru skráðar í erlenda gagna- grunna. Þær eru skrifaðar á íslensku með útdrætti á ensku. Læknablaðið hefur ekki mikil áhrif í alþjóðlegum gagna- grunnum en er vel tekið á Íslandi. Alþjóðlegt samstarf er mikil- vægt í vísindastarfi og birtingu vísindagreina. Vísindagreinar í opnum aðgangi eru færri á Íslandi en á alþjóðavísu. Klínísk vís- indi eru öflug á Landspítalanum og samstarf við erlenda aðila er mikið og áhrifastuðull vísindagreina er hár á alþjóða vísu. Niðurskurður á Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans er mikill og hversu mikil áhrif sá niðurskurður hefur á rannsóknir og klínískt starf á sjúkrahúsinu á eftir að koma í ljós. Heimildir 1. Rannsóknir og þróunarstarf á Íslandi 2009. Rannsóknarmiðstöð Íslands - Rannís; 2009 2. Ritrýndar birtingar og áhrif þeirra, samantekt um árangur Íslands. Reykjavík: Rannsóknarmiðstöð Íslands - Rannís; 2010. 3. Vísindastarf LSH 2009: Landspítali 2010. 4. Scalas E, Björk B-C, Welling P, Laakso M, Majlender P, Hedlund T, et al. Open Access to the Scientific Journal Literature: Situation 2009. PLoS One. 2010;5(6):e11273. 5. Tenopir C, King D, Mays R, Baer A, Wu L. Measuring value and return on investment of academic libraries. Serials. 2010; 23 (3):182 - 90. Guðrún Hannesdóttir Aðföng ég hef hlustað með öðru eyranu á ljúfan söng úr skugganum við bókaskápinn á slitrótt stef um lítil sundfit heyrist mér móðurást dúnmjúka bringu sveip í krúnu hrjúfa klaufska unaðstungu svo rennur upp stundin er hljóð taka að skýrast og mér fipast við lesturinn það kveður við nýjan skerandi tón sarg og dauðahryglu brotnir hálsar brostin augu rifnar fanir og fjaðurstafir rjúkandi húðum og stýfðum vængjum er staflað á völl blóðkollum hlaðið í háan haug undan brekkunni níðingsverkin komin á fullan skrið löngu áður en stafur er kominn á bók ég græt þau þurrum tárum læt fórnarblóðið sem vind um eyru þjóta les sögurnar fagnandi aftur og aftur... Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn http://www.facebook.com/pages/Reykjavik-Iceland/Landsbokasafn-Islands- Haskolabokasafn/49834298059 Handritasafn http://www.facebook.com/pages/Reykjavik-Iceland/Handritadeild-Landsbokasafns-Islands- Haskolabokasafns/358872531088 Tón- og myndsafn http://www.myspace.com/ton_og_myndsafn

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.