Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 47
47 bókasafnið 35. árg. 2011 eyðurnar með því að fara á bókamarkaði. Það segir sig sjálft að þegar upp er staðið hafa allir tapað og ég hef sterklega á tilfinningunni að þarna sé verið að spara eyrinn fyrir krónuna. Millisafnalán Ég komst að því í vetur að á sama tíma og okkur á skólasöfn- unum var gert að spara eins og unnt er í bókakaupum var ekki sjálfgefið að við fengjum áfram sömu þjónustu á Borgar- bókasafninu. Sú leið var stundum valin að leita þangað til að bjarga sér fyrir horn og fylla upp í skort á bókum fyrir kennara í tengslum við kennsluna og nemendur með annað tungu- mál en íslensku. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af dag- sektum þar sem samkomulag var um að skólasöfnin hefðu rýmri útlánstíma og sektir voru ekki inn í dæminu. Nú var lánstíminn styttur og útlit fyrir að við lentum í dagsektum og þá spurði maður sig hvaða vit væri í þessu, að taka úr hægri vasanum (Reykjavík) til að setja í þann vinstri (Reykjavík) með þeim kostnaði sem því fylgdi. Um tíma ríkti óvissa um þetta en sem betur fer hefur skynsemin enn fengið að ráða. Æsifregnir Nú um stundir lifum við ansi undarlega tíma þar sem mikið er um feitletraðar fyrirsagnir í æsifregnastíl í dagblöðum um stórfelldan niðurskurð í starfsemi skólasafnanna. Miklar áhyggjur hafa skapast í kjölfarið og eru allir kvíðnir gagn- vart því hvað framtíðin beri í skauti sér og óvissan mikil þar sem enginn veit neitt en þó vita allir að frekari niðurskurður er óumflýjanlegur. Minnkar starfshlutfallið? Verða skólarnir sameinaðir og hvað tekur þá við? Það er erfitt að vinna í slíku starfsumhverfi og er óskandi að þessu óvissuástandi fari að linna svo hægt verði að halda áfram því góða starfi sem hefur verið til staðar á skólasöfnunum, nemendum og starfsfólki skólanna til gagns og ánægju. Guðbjörg Garðarsdóttir Skólasöfn á erfiðum tímum Ég útskrifaðist í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands 2006 og hef starfað síðan í 350 barna grunnskóla í Reykjavík. Ég er í fullu starfi og þar sem ég er eini starfsmaður safnsins er oft ansi mikið annríki, en umfram allt er þetta ein- staklega skemmtilegt og gefandi starf. Síðastliðin ár hefur ekki verið komist hjá miklum sparnaði í rekstri grunnskólanna og skólasafnið hefur lent undir niðurskurðarhnífnum eins og svo margt annað í rekstri skólans. Ég ætla í þessari umfjöllum að nefna nokkur atriði sem koma að daglegum rekstri safnsins. Upplestur Ég hef nokkuð reglulega staðið fyrir upplestrum á safninu, þar sem eldri nemendur lesa upp fyrir þá sem yngri eru og það er alltaf vinsælt. Einnig höfum við fengið rithöfunda í heimsókn til að lesa upp úr nýjustu bókum sínum og segja frá starfi rithöfundarins og nemendur hafa verið mjög ánægðir með þessar heimsóknir. Nú má segja að þessar heimsóknir séu úr sögunni í bili þar sem það kostar of mikla peninga. Rithöf- undar hafa þó komið af og til og lesið upp úr bókum sínum án þess að fá greitt fyrir (Þorgrímur Þráinsson er þar fremstur í flokki) og er það alltaf mjög vel þegið og ég held að allir séu sáttir við sitt: Nemendur fá að hlusta á góðan upplestur og um leið tækifæri til að spjalla við höfundinn. Rithöfundar fá að sama skapi góða kynningu og allar bækur eftir viðkomandi höfund staldra stutt við á safninu næstu vikurnar. Kennsla Þar sem oft er mikið um að vera á safninu og lítill tími gefst til að ganga almennilega frá bókum í hillur hef ég að hluta til leyst það með því að virkja nemendur til að aðstoða mig á safninu í bókasafnstímum með því að skanna út bækur og ganga frá í hillur. Þetta er í beinni tengingu við það nám sem fram fer á safninu þar sem ég meðal annars kenni nemendum á flokkunarkerfið (Dewey) og á Gegni.is. Allir nemendur skól- ans koma reglulega í tíma á safnið og er kennsla samkvæmt námskrá grunnskólanna. Það hefur reynst nemendum mjög gagnlegt að „vinna“ við það sem þau eru að læra og ekki síður fyrir safnið sem nýtur góðs af. Safnkostur Hvað safnkostinn varðar hef ég ætíð látið það ganga fyrir að kaupa sem flestar bækur eftir íslenska höfunda og síðan keypt þýddar bækur ef afgangur er af bókakvóta hverju sinni. Þetta hefur gefist ágætlega. Ég varð fljótlega vör við það eftir að kreppan skall á hversu lítið var um peninga til bókakaupa og um tíma var ekkert keypt. Þetta er mjög slæmt og illt í efni þegar eyða fer að myndast í safnkostinum þar sem ekki er hægt að halda honum eðlilega við ár eftir ár. Í dag kaupi ég einungis eitt eintak af hverri bók sem er óviðunandi fyrir þetta stóran nemendahóp og síðan reyni ég að fylla upp í stærstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.