Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 55

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 55
55 bókasafnið 35. árg. 2011 Bestu vinkonur Bækur og líf Bókin heitir Leyndarmál og höf- undurinn er Jaqueline Wilson. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi hana. Bókin kom út árið 2006 og í henni eru 196 blað- síður. Aðrar bækur eftir Jaquel- ine Wilson eru meðal annars Stelpur í stuði, Stelpur í stressi, Stelpur í tárum, Stelpur í stráka- leit, Sagan af Tracy Beaker, Lóla Rós, Vinkonur að eilífu og Koss. Sagan fj allar um tvær stelpur sem heita Indía og Perla. Þær búa báðar í London. Þær eiga ekki svo marga vini og eiga báðar sín fj ölskylduvandamál. Indía lítur upp til Önnu Frank sem var gyðingastelpa og þurfti að fela sig í leyniherbergi með fj ölskyldu sinni í seinni heimsstyrjöldinni. Hún skrifaði dagbók á meðan hún var þar. Indía skrifar líka í dagbók og býr í ríku hverfi því foreldrar hennar eru ríkir. Mamma Indíu, Moya, á fatafyrirtæki sem heitir Moya Upton-föt og er fyrir stelpur á aldur við Indíu en henni líkar ekki við þau og mamma hennar segir að hún sé í stærri kantinum svo hún komist hvort sem er örugglega ekki í þau. Moya er svo horuð að það lítur út fyrir að það sé hægt að brjóta hendurnar hennar og fætur í tvennt með handafl i. Pabbi hennar er framkvæmdastjóri í stóru verktakafyrirtæki sem heitir Hámarks árangur. Indíu fi nnst hún ekki fá nógu mikla athygli frá þeim og líður eins og hún sé ekki elskuð. Hún er með eldrautt, krullað og hrokkið hár og fi nnst hún sjálf vera feit. Perla býr við slæmar aðstæður þar sem kærasti mömmu hennar sem heitir Terry beitir hana ofbeldi stundum og svo í eitt skipti þegar hann meiðir hana illa með belti fer hún til ömmu sinnar og fær að búa þar. Amma hennar heitir Ríta og er með sítt ljóst hár og er mjög ungleg. Hún er mjög góð við Perlu en þær búa í Latimer-hverfi nu sem foreldar Indíu sögðu að væri ógeðslegt hverfi . Perla skrifar dagbók sem hún er vön að kalla Terry-tæklaður, sem hún fann upp á til þess að beita á hann pyntingum. Perla er horuð og föl. Fjölskyldan hennar Indíu er með vinnukonu sem heitir Vanda. Hún er dularfull með sítt svart nornahár og er næpu- hvít. Hún sækir Indíu daglega í skólann en eitt skipti þegar hún gleymir því ákveður Indía að ganga heim og þarf að ganga í gegnum Latimer-hverfi ð sem Perla býr í. Þarna hittir Indía Perlu fyrir tilviljun og þær verða bestu vinkonur. Stuttu seinna hringir mamma Perlu og segist vilja fá hana hana aftur heim en hún vill það ekki vegna Terry en mamma hennar seg- ist ætla að sækja hana og er sama hvort hún vilji það eða ekki. Þegar þau Terry koma að sækja hana er Indía búin að fi nna handa henni felustað svo þau fi nna hana ekki. Seinna skilja foreldrar Indíu svo pabbi hennar fl ytur í litla leiguíbúð en Indía býr samt að mestu heima hjá mömmu sinni. Perla fær á endanum að vera áfram hjá ömmu sinni því bæði langar hana ekki að hitta Terry aftur og svo veit hún að mamma hennar getur ekki hugsað um hana því hún á fyrir tvö börn með Terry. Bókin gerist í nútímanum og mér fannst hún skemmtileg og frekar spennandi vegna Perlu og hvort hún hefði sloppið frá Terry og hvernig. Mér líkaði við aðalpersónurnar og mér fannst söguþráðurinn skemmtilegur. Hún er mjög raunveru- leg og nánast allir atburðir sem gerast í henni geta gerst í raunveruleikanum. Vandamálin sem koma fram í sögunni eru hvernig Perla gat sloppið frá Terry og hún gerði það með hjálp Indíu sem sýndi henni felustað og líka hjálp ömmu sinnar sem gerði hvað sem var til að Perla gæti búið hjá sér. Einnig hvernig Indía og Perla gátu eignast vini og það gerðist fyrir tilviljun að þær hittu hvor aðra og það var líka vandamál hjá Indíu að hún fékk ekki næga athygli og foreldrar hennar voru búnir að vera pirraðir við hana undanfarið. Það leystist þegar foreldrar hennar skildu því í raun og veru voru foreldar hennar pirruð á hvort öðru og voru ekki ánægð saman og tóku það út á Indíu. Ég hefði ekki leyst neitt af vandamálunum í þessari bók á annan hátt. Hún hentar fyrir stelpur á aldrinum tíu til þrettán ára. Boðskapur sögunnar er hvað það er mikilvægt að eiga góða vini sem geta hjálpað manni í gegnum erfi ðar stundir. Jasmín Soff ía Siggeirsdóttir Athugasemd Í 34. árgangi Bókasafnsins birtist grein um Dewey fl okkunarkerfi ð og notkun þess á Íslandi eftir Þórdísi Þórarinsdóttur. Þar segir „að ekki ýkjamikið hafi verið skrifað um fl okkun á íslensku“ (bls. 23), en hún nefnir þó til sögunnar nokkur verk. Þar láðist höfundi að nefna ritgerð mína, Dewey-fl okkunarkerfi ð fyrir bókasöfn, frá árinu 1994. Ég tel mikilvægt að halda þessu til haga í umfj öllun um kerfi ð hér á landi, enda var ritgerðin notuð árum saman til kennslu um fl okkun í bókasafnsfræði við HÍ. Þar er á 62 síðum rakin saga Dewey kerfi sins, gerð grein fyrir helstu fl okkunarkerfum öðrum, en höfuðáhersla er lögð á einkenni, þróun, álitamál, kosti og galla Dewey kerfi sins. Auk þess er rakin saga notkunar þess hér á landi. Virðingarfyllst, Bryndís Ísaksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.