Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 60

Bókasafnið - 01.06.2011, Síða 60
60 Finnbogi Guðmundsson fyrrverandi landsbókavörður lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 3. apríl 2011. Finn- bogi fæddist í Reykjavík 8. janúar 1924 en foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Finnbogason, sem var landsbókavörður 1924-1943, og Laufey Vilhjálmsdóttir kennari. Finnbogi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og prófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1949. Hann lauk dokt- orsprófi í bókmenntafræði frá HÍ 1961. Finnbogi var kvæntur Kristjönu P. Helgadóttur lækni er lést 1984. Dóttir þeirra er Helga Laufey og fósturdóttir Selma Jónsdóttir. Finnbogi Guðmundsson gegndi embætti landsbókavarð- ar í þrjátíu ár, 1964-1994 og það er óvenjulegt að sami ein- staklingur gegni slíku starfi svo lengi. Þau verkefni sem marka öðru fremur starfstíma Finnboga voru húsnæðismál Landsbókasafnsins og sameining Lands- bókasafns og Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðunni árið 1994. Frá því um miðja 20. öldina voru uppi hugmyndir um að sameina söfnin í eitt öfl ugt rannsóknabókasafn en forsenda þess var að tryggja þeim hæfi legt húsnæði. Þegar skipuð var byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðunnar árið 1970 var Finnbogi skipaður formaður. Fyrsta skófl ustungan var tekin 1978 og hornsteinn lagður 1981. En það teygðist á framkvæmdatím- anum þar sem illa gekk að fj ármagna verkefnið og húsið stóð lengi tómt. Upp úr 1990 voru tryggðar auknar fj árveitingar til byggingarinnar og var hún opnuð við hátíðlega athöfn 1. desember 1994. Um leið voru söfnin sameinuð undir heit- inu Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Meðal annarra verkefna sem unnið var að í Landsbókasafni í tíð Finnboga voru skrár um efni safnsins. Íslenskur ritauki var jafnan birtur í Árbók Landsbókasafns, en var frá og með útgáfu ársins 1974 gefi nn út sem sérstakt rit undir heitinu Ís- lensk bókaskrá. Fljótlega var hafi st handa við að vinna skrána í tölvum og eftir að fyrsta gerðin af Gegni var opnuð 1991 voru þær færslur fl uttar í kerfi ð þar sem þær eru enn í einhverri mynd. Þá má einnig nefna að ný lög um skylduskil til safna voru samþykkt á Alþingi 1977 en Finnbogi átti sæti í nefnd sem vann að gerð frumvarpsins. Finnbogi hélt tengslum við nýja safnið og starfsfólk þess og kom jafnan í afmæliskaffi 1. desember. Fljótlega eftir að undirrituð tók við embættinu hafði Finnbogi samband og erindið var að ánafna safninu bókasafn sitt og föður síns Guðmundar Finnbogasonar, eða eins og segir í gjafabréfi nu ,,bókasafn tveggja fyrrverandi landsbókavarða“. Þá hefur Finnbogi einnig afhent handritasafninu ýmis gögn úr fórum föður síns. Finnbogi var embættismaður af gamla skólanum og rak Landsbókasafnið með sparsemi og ráðdeild. Meðfram lands- bókavarðarstarfi nu sinnti hann jafnan fræðistörfum, þýð- ingum, ritstjórn og útgáfu. Hann átti einnig sæti í samstarfs- nefnd um upplýsingamál og í stjórnum félagasamtaka sem tengdust bókasöfnum eða fræðasviði hans. Fyrir hönd starfsfólks Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns vil ég þakka Finnboga Guðmundssyni fyrir hans framlag til safnsins og þeirrar glæsilegu umgjarðar sem það býr við í dag, í Þjóðarbókhlöðunni. Við sendum ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður Minning Minningarorð Finnbogi Guðmundsson 1924-2011

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.