Reykjalundur - 01.10.1979, Page 11
2) Langvarandi og rólega upphitun (10—15
mínútur). Þetta er bráðnauðsynlegt fyrir fólk
með áreynsluastma, til þess að forðast að fá
þyngsli. Það er t. d. mjög óheppilegt að byrja
með hlaupum. Slíkt mun í flestum tilvikum
koma af stað hindrun. Það getur oft verið
heppilegt að leggja fyrir verkefni, þar sem
börnin geta sjálf ákveðið áreynsluna. Á þann
hátt munu þau smárn saman læra sín eigin
takmörk og vita, hve mikið álag þau þola í
upphituninni. Það er einnig rétt að beita
,sprett‘þjálfun við upphitunina.
3) Þjálfun í stuttum ,sprettum‘. Það er al-
mennt viðurkennt, að „sprett'Jjjáliun er sér-
lega hagkvæm til uppbyggingar. Þetta þýðir
að léttari og þyngri athafnir eru látnar skipt-
ast á en ekki stöðugt tilbúin hlé á þjálfunar-
tímanum. Einnig má nota starfsemi með eðli-
legum hléum, eins og boltaleiki eða boðhlaup.
Sund er mjög góð hreyfing, sem hæfir næstum
öllum börnum með astma.
4) Þjállun með álagi undir hámarki. Með
þessu er átt við, að við sækjumst eftir púls-
tíðni ca. 160—170 meðan á þjálfuninni stend-
ur, dálítið hærri fyrir yngstu börnin. Aukist
álagið fram yfir þetta, aukast líkurnar á
áreynsluastma verulega.
Börnum á að líða vel, þjálfun barna er leik-
ur, og þetta verður alltaf að liafa í huga og
stefna að. Venjtdega er orðið þjálfun tengt
þrældómsáreynslu og keppnisstarfi. Okkar
verkefni verður að leiðrétta þessa hugmynd
og stefna að því, að LEIKURINN verði viður-
kenndur sem þjálfunaraðferð fyrir astmasjúka.
Þetta kann að vera sérstaklega nauðsynlegt
með astmabörn, sem áður hafa hlotið nei-
kvæða reynslu af líkamlegri áreynslu. Einnig
reynum við að útiloka keppnisárangur, án
þess þó að útiloka allar kröfur. T. d. er það
forsenda fyrir að hafa sem mest gaman af að
vera á skíðum, að læra tæknina fyrst.
VOKSENTOPPEN
ALLERGI-INSTITUTT
Aðalverkefni Voksentoppen er að stunda
læknisfræðilegt starf innan sérsviðsins: ofnæm-
issjúkdómar hjá börnum, með aðaláherzlu á
astmasjúkdómum. Sjúkrahúsið liefir rýrni fyrir
24 börn á aldrinum 1 — 15 ára. Að auki er
fjöldi barna tekinn til meðferðar á göngu-
deild, og daglega koma 12 börn og unglingar
með astma til Voksentoppen-skóla, sem auka-
nemendur eða dagsjúklingar. Stofnunin starf-
ar einnig sem miðstöð fyrir allergologiska
kennslu og rannsóknir, og til menntunar sér-
þjálfaðs fólks á þessum sviðum.
Frum-sjúkdómsgreiningin og mat á oliiæni-
isviðbrögðum og astmasjúkdómum hjá sjúkl-
ingunum, verður að framkvæmast af almenn-
um læknum (primærlæger), sem einnig verða
að taka á sig alla ábyrgð á allt að 80% allra
sjúklinga í þessuni flokki. Þeir sjúklingar, sem
þarfnast sérhæfðari hjálpar, verða að fara til
sérfræðinga á viðkomandi sviðuni — lungna-
sérfræðinga, háls- nef- og eyrna sérfræðinga,
barnalækna o. s. frv. Þeim, sem þarfnast enn
séríræðilegri aðstoðar, verður að vísa til of-
næmisfræðinga á héraðsstöðvum. Þar verður
síðan að velja þá, sem þarfnast enn frekari
sérfræðiaðstoðar. Fyrir barnaastma er vitan-
lega samvinna á hverju ,síu‘stigi og á milli
,síu‘stiganna sjálfra.
Á Voksentoppen tökum við á móti börnum
úr öllu landinu eftir slíku ,síu‘kerfi — en því
miður er stöðugt alltol' langur biðlisti, þann-
ig að sumir verða að bíða all lengi eftir að
geta notað möguleikana á frekari rannsókn-
um og meðferð. Til þess höfum við yfir að
ráða sérhæfðu liði, sem í eru auk lækna og
hjúkrunarliðs, sérhæft rannsóknarstofulið,
sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og félagsfræðing-
ur. Að auki höfum við bæði forskóla og skóla
sem eðljlega samstarfsaðila og til aðstoðar við
sjúkdómsgreiningu og meðferð.
Fyrsta dvöl á Voksentoppen stendur venju-
lega í 4—6 vikur. Tilgangurinn með dvölinni
kkykjalundur
9