Reykjalundur - 01.10.1979, Side 32
tryggjii að skjólstæðingarnir ættu vísa atvinnu
og þar með traustan fjárhagsgrundvöll. Með
SIBS fékk hann einnig rniklu áorkað um hús-
næðisútvegun til öryrkja sem bjuggu í lélegu
luisnæði. Frá hendi Odds var þannig ekki ein-
ungis um venjulega læknismeðferð að ræða
fyrir skjólstæðinga lians, heldur réðu þau sjón-
armið að lækning er til lítils ef lienni fylgir
ekki félagslegt sjálfstæði.
Að sjálfsögðu urðu ýmsar breytingar á
starfsháttum Reykjalundar á þessu 27 ára
tímabili. Á þessum árum var líka unninn
mikill sigur á berklaveikinni í landinu, svo
mikill að berklasjúklingar þurftu ekki lengur
á að halda öllu rými Reykjalundar þegar
komið var fram á árið 1958. Reykjalundur
var þá opnaður fyrir öðrum sjúklingum í þörf
fyrir læknisfræðilega, félagslega og atvinnu-
lega endurhæfingu, og var það gert að fyrir-
lagi Odds og annarra stjórnenda þar.
Á þessum árum var Oddur tíðum staðgöngu-
maður héraðslæknisins í Álafosslæknishéraði.
Búseta Iians í Mosfellshreppi og afskipti af
opinberum málum þar gerði það að verkum
að hann var kosinn fulltrúi hreppsins í sýslu-
nefnd 1953 og hefur verið það síðan.
1 gegnum störfin í stjórn SÍBS hefur Oddur
haft afskipti af fjölmörgum málum sambands-
ins. Má þar nefna starfsemi Múlalundar,
vinnustofu SÍBS í Reykjavík. Árið 1959 var
hann fulltrúi SÍBS í samstarfsnefnd öryrkja-
félaganna á íslandi, sem lagði grunninn að
stofnun Öryrkjabandalags íslands 1961. Hann
var fyrsti formaður þess og var það allt til
19G7. Öryrkjabandalagið hefur staðið fyrir
byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja síðan
1966 og rekur nú þrjú íbúðarháhýsi í Reykja-
vík og eitt í Kópavogi. Húseignirnar mynda
sjálfseignarstofnun og hefur Oddur verið for-
maður hússtjórnar frá upphafi og driffjöður
byggingarstarfsins.
Oddur var í stjórn Rauða Kross íslands á
sjötta áratugnum og um tíma formaður fram-
kvæmdanefndar hans. Hann hefur setið í
mörgum nefndum stjórnvalda til að sinna ýms-
um málefnum öryrkja, m. a. um 15 ára skeið
í nefnd sem úthlutar fötluðum eftirgjöf að-
flutningsgjalda af bifreiðum og var formaður
hennar í 9 ár. Hann helur verið í stjórn
læknahússins Domus Medica frá 1967, í stjórn
DNTC (norræna berklasambandsins) nærfellt
frá stofnun þess 1948, í stjórn NFR (norræna
endurhæfingarsambandsins) síðan 1962 og
þannig mætti lengi rekja trúnaðarstörf hans.
Á árunum 1967—1969 beitti Oddur sér mjög
fyrir samningu laga um endurhæfingu sem
voru samjjykkt á Aljsingi 1970. Hann var for-
maður endurhæfingarráðs 1970—1974, skipað
samkvæmt jjeim lögum.
Þegar Oddur hafði látið af störfum yfir-
læknis að Reykjalundi féllst hann á að taka
þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
neskjördæmi 1971. Hann naut góðs fylgis í
prófkjörinu, tók sæti á lista flokksins í kjör-
dæminu við kosningarnar 1971 og hefur setið
á Aljiingi síðan haustið 1971. Þingstörfum
hans verða ekki gerð skil hér en ætla má að
fáir þingmenn liafi fyrr eða síðar haft að
baki jafnmikla reynslu og hann í heilbrigðis-
og félagsmálum.
Ýmis virðingarvottur hefur Ocldi verið sýnd-
ur á liðnum árum og að verðleikum. Þar eð
undirritaður veit fullvel að honum er síst að
skapi að slíkt væri tíundað á sjötugsafmælinu
verður jjað ekki gert hér, með jjeirri undan-
tekningu jjó, að láta jjess getið að I.æknafélag
Islands gerði hann að heiðursfélaga sem í því
félagi er fremur lagætur virðingarvottur.
Oddi, Ragnheiði, börnum þeirra sex og
tengdabörnum eru lærðar árnaðaróskir frá
Reykjalundi, jafnt starfsfólki sem vistfólki.
Haukur Þórðarson
(Endurpr. úr Morgunbl. 1979.)
30
RF.VKJALUNIHIR