Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 8

Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 8
6 HÚNAVAKA einnig til eflingar, að á 11. öld dvöldu hér útlendir biskupar, er margir hverjir voru mestu atgervismenn. Einn þeirra, Bjarnvarður Jiinn saxlenzki, var hér í 20 ár og bjó á Sveinsstöðum og Giljá hér í sveit. Vígði hann marga hluti, er birtu tign hans og gæzku. A 11. öld hefur áhugi rnanna vaknað á því að innleiða hér klausturlifn- að, en einsetulifnaður áður tíðkazt. Af landnámsmönnum mætti þar t. d. nefna Jörund kristna og Ásólf Tenálsson. Samkvæmt Laxdælu hefur Guðrún Osvífursdóttir orðið einsetukona eftir lát síðasta manns síns, Þorkels Eyjólfssonar. Þar segir, að hún hafi verið „fyrst nunna á Islandi og einsetukona". Þá má nefna Mána hinn kristna á Holti á Kolkumýrum, sem frá var sagt í Þorvalds þætti víðförla, er liélt helga trú með mörgum manndygðum og góðlifnaði. í Græn- lendingasögu er getið um, að Guðríður kona Þorfinns Karlsefnis, hafi gerzt einsetukona og nunna í Glaumbæ. — Eftir kristnitökuna höfum vér einnig heimildir um einsetufólk. A dögum Jóns biskups Ögmundssonar var einsetukona á Hólum, er Hildur hét. Svo er henni lýst í jarteiknum úr Jóns sögu helga: „Ung að aldri en hrein að líkama, lítillát í verki, mild í hugskoti, fögur að áliti en fegri að trú.“ Sagt er, að hún hafi aldrei talað veraldlegt orð gálaust, heldur hafi hún bent er hún þurfti á lífsviðurværi að halda. Gróa Gissurardóttir biskups gerðist nunna í Skálholti eftir lát manns síns, Ketils biskups Þorsteinssonar. F.innig var þar nunna á dögum Páls biskups, er mjög var talin heilög, Ketilbjörg að nafni. Og á Þingeyrum er getið mjög strangrar ein- setukonu, er Úlfrún hét. Á hún að hafa sagt Guðmundi Arasyni fyrir um biskupsdóm hans. Um 1200 var hér á Þingeyrum einsetu- maður að nafni Björn eða Bjarni, og hét Kolþerna móðir hans. Hann á að hafa búið í háu og fögru húsi og var hljótt þar hjá. Loks má geta þess, að Katrín fyrsta abbadís á Reynistað hafði áður verið einsetukona á Munkaþverá. — Af þessum dæmum má sjá, að menn hafa talið það vænlegt til sáluhjálpar að hafna heiminum og lifa kyrrlátu lífi í guðrækileg- um hugleiðingum. Hitt mun þó hafa tíðkazt mest, eftir að klaustr- in risu, að menn færu þangað og lifðu einlífi. Þar öðluðust sumir höfðingjar Sturlungaaldarinnar hvíld og næði, þar sem þeir gátu iðkað iðrun og yfirbót fjarri skarkala heimsins. Ein tilraun var gerð til klaustursstofnunar fyrir árið 1133, og var það í Bæ í Borgarfirði. Þar var að verki Hrúðólfur, erlendur biskup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.