Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 15

Húnavaka - 01.05.1965, Page 15
HÚNAVAKA 13 Úr Þingeyrakirkju. yfirleitt ókunnir og ætla verður að klaustramenn og klerkar hafi átt mikinn þátt í ritun þeirra. Og segja má þeim til hróss, að þeir hafa haldið efninu ómenguðu af trúarskoðun samtímans. Ekkert er því til fyrirstöðu, að klerklegir menn hafi alið í brjósti sér slíka lotningu fyrir sögu þjóðarinnar þar sem kirkjan var ávallt þjóðleg stofnun í landinu. í Húnavatnssýslum eru taldar gerast sex Islend- ingasögur, þar af þrjár í næsta nágrenni Þingeyra: Heiðarvígasaga, Vatnsdælasaga og Hallfreðarsaga, en vestur í sýslunni er sögusvið Kormákssögu, Bandamannasögu og Grettissögu. Heiðarvígasaga er talin elzta ritaða sagan á Norðvesturlandi og jafnvel elzt allra Is- lendingasagna. Talið er að hún kunni að vera rituð á Þingeyrum. Sé svo, er klaustrið brautryðjandi í íslendingasagnagerð vorri. Ein- ar Ólafur Sveinsson segir söguna til orðna fyrir áhrif frá Þingeyr- um. Hann ritar á þessa leið: „Áhrif frá klaustrinu hlutu að berast út um landið. Einn fyrsti ávöxtur þessara áhrifa er Heiðarvígasaga." Og Sigurður Nordal segir, ,,að hvergi sé eðlilegra að fyrsta íslend- ingasagan hafi myndazt en í Þingeyraklaustri, miðstöð íslenzkrar sagnaritunar á þessum tíma.“ Eftir aldamótin 1300 fer heimildum fækkandi um bókmennta-

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.