Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Síða 17

Húnavaka - 01.05.1965, Síða 17
HÚNAVAKA 15 Þingeyrum. Glötuðust þá meðal annarra fjármuna hinir dýrlegustu helgigripir úr gulli og silfri. Klaustriu komust nú á vald konungi og setti hann þar umboðsmenn. Voru þeir nefndir klausturhaldarar og voru jafnframt oftast sýslumenn Húnvetninga. Greiddu þeir af klaustureignunum árlegt gjald er rann til konungs. En hvað varð þá um munkana í Þingeyraklaustri er hinn nýi siður var lögtekinn í Hólastipti? Urn það segir kirkjuskipan Kristjáns konungs á þessa leið: „Eftir þennan dag skal engum þurfamunki í vorum ríkjum uppeldi veitast, hvorki skulu þeir í bón fara, ekki prédika né heyra skriftamál, utan þeir skulu blífa í klaustrinu sem aldraðir eru og ekki hæfilegir til neins kirkjunnar embættis, og hafa þeir sitt fæði fyrir guðs skyld í svo máta að þeir leggi af kappann og munka- klæðnaðinn og svívirði ekki guðspjallið.“ Hér gætir nokkurrar mildi í garð klaustranna. Þeirn er að vísu óheimilt að bera búnað sinn en aldraðir rnunkar mega dvelja áfram í klaustrinu og hafa sitt uppihald þar. Má því gera ráð fyrir, að óformlegt klausturlíf hafi haldizt frarn yfir siðaskipti. En þegar við þau, hefur tekið fyrir upptöku manna í munkastétt og klausturlifnaður dáið út á Þing- eyrum við fráfall þeirra, er fyrir voru, er siðbótarskipunin var lög- leidd. Fyrsti umboðsmaður konungs yfir Þingeyraklaustri og jörðum þess var sr. Hákon Gíslason. Greiddi hann 55 dala leigu og fór hún ört hækkandi og tæpri öld síðar var hún komin upp í 235 dali. Sést af þessu hve gífurlegt fjármagn hefur flutzt af landinu árlega til konungs af klaustureignum einum. Þingeyrar eru svo í eigu kon- nngs fram á 19. öld eða til ársins 1811 er Björn Ólafsson faðir Run- ólfs M. Ólsen klausturhaldari keypti jörðina. Komst hún þá í fyrsta sinn í einkaeign. Fram að þessum tíma, frá siðaskiptum, sátu marg- ir stórbrotnir höfðingjar á Þingeyrum og verður þeirra eigi getið nánar hér. Eftir lát Björns Ólafssonar komust Þingeyrar í eigu son- ar hans Runólfs en árið 1860 keypti Asgeir Einarsson, Strandamað- ur að ætt, jörðina og var hún í eigu ættar hans til ársins 1896, er Hermann Jónasson fluttist þangað frá Hólum í Hjaltadal. Asgeir Einarsson lét reisa þá miklu kirkju, sem vér erum saman- komin í í dag. Eru nú rétt um hundrað ár síðan hann hóf smíði hennar. Var þessi bygging á sínum tíma hið mesta afrek og sýnir glögglega skilning Asgeirs á því, að þessu forna höfuðbóli hæfði að- eins það bezta og veglegasta. Þingeyrakirkja var vígð 9. september
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.