Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 18

Húnavaka - 01.05.1965, Side 18
16 HÚNAVAKA 1877, eru því um 13 ár þangað til hún á 100 ára vígsluafmæli. Þeirra tímamóta verður væntanlega og vonandi minnzt þá á verðugan hátt. Þjóðinni má aldrei gleymast hvílíku menningarhlutverki þessi stað- ur hefur gegnt fyrir þjóðina og landið í heild. Það er skylda Hún- vetninga, íbúa þessa héraðs, að halda merki Þingeyrastaðar hátt á lofti. Áhugi hefur verið nú um skeið á því að varpa ljósi yfir sögu lornfrægra staða landsins og sýna þeim viðeigandi sóma. Á ég þar sérstaklega við biskupssetrin fornu, Hóla og Skálholt, en klaustrin gegndu einnig mikilvægu hlutverki lrvert í sínu liéraði og verður gildi þeirra seint ofmetið. Mér linnst Þingeyrastað ekki hafa verið sýndur sá sómi, er honum tvímælalaust ber, og hér er vissulega óunnið verkefni fyrir höndum, er héraðsmenn og Húnvetningafé- lagið í Reykjavík ættu að taka höndum saman um. Einnig ættu hér- aðsfundir að láta það mál til sín taka. — Máli mínu er lokið, en að síðustu þetta: Geymum í hug og hjarta minningu um þetta stórmerka aðsetur menningar og mennta, kirkju og kristni í landinu og sýnum ræktarsemi og þakklæti til staðarins á einhvern hátt í verki. Já, drögum skó af fótum, því staðurinn, sem vér stöndum á er heilög jörð. (Erindi þetta, sem hér birtist örlítið stytt, var flutt á héraðsfundi á Þingeyrum 6. september 1964 af séra Guðmundi Þorsteinssyni presti að Hvanneyri.)

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.