Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1965, Qupperneq 31

Húnavaka - 01.05.1965, Qupperneq 31
H Ú N A V A K A 29 -------Og svo líta þau til lífsins í dag. Það er kominn annar blær, annar andi yfir æskufólkið en áður var, enda aðrir tímar. Ungt fólk er alltaf gott af sjálfu sér, en þau vaxtarskilyrði sem því eru búin mega teljast misholl. Skemmtanalífið er farið að taka býsna mikið til sín bæði tíma og fjármuni. Tengslin milli einstakl- inganna í fjölskyldunni eru lausari en áður, sérstaklega gamla fólks- ins og barnanna og er það miður farið. Það er óútreiknanlegur unaður að hafa börn í kringum sig og börnin fara einnig mikils á mis, ef þau eiga þess ekki kost að deila kjörum við þá, sem hafa vikið burt frá önn dagsins og eiga nú tóm til að miðla af lífsreynslu sinni. Sá sem langa ævi hefur lifað, býr oft yfir mikilli vitneskju um tilveruna, sem orðið getur holl leiðsögn þeim ungu. Gömul kona, sem tekið getur ömmuhlutverkið á heimilinu er venjulega kærkominn vinur. Og nú minnist Elísabet sérstaklega æsku sinnar. Hjá pabba og mömmu var niðursetningur, eldri kona. Hún var mér sem önnur móðir. Hjá henni svaf ég. Hún kenndi mér bænir og lét mig hafa þær yfir á kvöldin áður en ég fór að sofa. Þetta voru nú heimilishættir í þá daga. Hún sá urn að ég signdi mig á morgnana þegar ég hafði klætt mig. Til hennar leitaði ég með þarfir mínar engu síður en móður minnar, og oft stakk hún að mér bita og sopa af skammtinum sínum, ef hún áleit að mér eða okkur systrunum þætti eitt öðru betra. Eg má fullyrða, að hún gerði æsku okkar ánægjulegri og inni- haldsríkari en hún ella hefði orðið. — Gömlu fólki getur sjálfsagt liðið vel á vissan hátt, j:>ar sem joað dvelur á elliheimilum, en nokkuð mun þó skorta á fyllingu þeirrar ævi, og nokkurs mun ávant ungum og öldnum hverfi sainskipti þeirra úr sögunni. Dagur er kominn að kvöldi. Þokubakkinn hefur lækkað og ald- an við sandinn er hljóðlátari. Vel má vera að þessi öldnu hjón, sem veitt hafa mér ofurlitla innsýn í æviferil sinn, hafi ekki risið hátt til auðs og skilji ekki mikinn gylltan leir eftir á bakkanum. Urn það hef ég ekki spurt. En mér finnst ég hafa orðið þess var, að þau hafa nokkra heiman- fylgju með sér að leggja, þegar lengra verður haldið, og vinir þeirra og samferðamenn eiga um þau glaða og göfuga minning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.