Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 32

Húnavaka - 01.05.1965, Page 32
ÞORSTEINN MATTHÍASSON: — Svo mælist Vigclísi — Þau húa á jarðhæð í litlu lu'isi vestan árinnar á IJlönduósi, hún Vigdís Björnsdóttir og hann Eiríkur Halldórsson. F.kki eru þess ófá dæmi að Blanda haíi dunið fast við dyr þeirra og jafnvel gaegzt inn, þegar mildur þeyr sunnan um heiðar hefur gefið henni mátt til að brjóta af sér klakaböndin. Þessum miður notalegu heimsókn- um hafa þau tekið með jafnaðargeði eins og flestu því öðru sem þeim hefur mætt á leiðinni gegnum árin. Þau ár, sem ég er búinn að dvelja á Blönduósi, hef ég átt marga ánægjustund á hlýlega heimilinu þeirra. Þar hefur oftast verið minn áningarstaður hafi ég átt leið vestur um ána. Þá hefur hún Vigdís stundum reynzt mér betri en engin í sam- bandi við skólastarfið hér. Til hennar er mér því orðið tamt að leita, þegar styðja þarf nemanda umfram það, sem skólinn getur í té látið. Þetta samstarf okkar hefur frá fyrstu tíð verið ánægjulegt og árekstralaust og væntanlega komið ýmsum að góðu. Vigdís er fædd 21. ágúst 1896 að Skárastöðum í Miðfirði. Faðir hennar var Björn Eysteinsson, er lengst af bjó í Grímstungu í Vatns- dal og andaðist Jrar háaldraður maður. Móðir hennar var Helga Sigurgeirsdóttir frá Stóruvöllum í Bárðardal, fædd í Svartárkoti. Eiríkur er fæddur að Kárahlíð á Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, 29. febrúar 1892. Þá var þar blómleg byggð, enda sveitin grösug og sumarfríð, Jrótt vetrarríki væri mikið. I harðindaárum munu þó sumarhret og vorkuldar hafa leikið bændur þar verst, og minnist Eiríkur þess, að eitt sumar kom slík hríð á túnaslætti, að ekki varð borinn ljár í gxas á Laxárdal í vikutíma, sökum fanna.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.