Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 38
að verða sífellt í'yrir átroðningi
bæði af mér og öðrum og beiðni
um að grípa inn í kennslustarf-
ið?
— Ég er orðin svo tengd
kennslustarfinu, að mér mundi
finnast tómlegt, ef ég hætti með-
an heilsa mín er þó ekki orðin
lakari. Mér finnst samfélagið
við börnin vera svo mikils virði.
Þó er mjög erfitt að fást við þau
börn sem ekki vilja læra, en á
því ber mun meira nú en áður.
Flest börn eru líkamlega betur
þroskuð miðað við aldur en var
fyrir 30 árum og hafa alla að-
búð, er að því stuðlar betri, en
námslöngun þeirra er minni.
Þeir foreldrar, sem börn eiga
hjá mér nú, hafa áhuga fyrir lramgangi barna sinna, og störfum
mínum í sambandi við skólann reyni ég að haga sem mest til sam-
ræmis við það, er þar fer fram. Nú eru líka fyrir hendi ýms hjálp-
argögn við kennsluna, er áður voru óþekkt.
Sem betur fer, sér maður nú ekki barn illa til fara vegna fátækt-
ar, en hún var fylgifiskur margra á fyrstu starfsárum mínum. Þó
var hvergi skortur þar sem ég kenndi, en alls staðar gætt fyllstu spar-
semi. Börnin voru oft illa á vegi stödd með nám þegar þau komti
til skólans, en á því finnst mér ekki hafa orðið umbætur frá heimil-
anna hálfu, en á því er skilsmunur hér á Blönduósi, að börnin koma
það ung, að ekki er hægt að búast við miklu námi fyrr en til skól-
ans kemur.
Þegar ég hætti störfum sem fastur kennari voru liðin 35 ár frá
því ég hóf starf mitt. Síðan eru 11 ár, svo segja má, að ég hafi verið
tengd þessum þætti þjóðlífsins í rúmlega hálfan fimmta áratug, og
aldrei hefur það hvarflað að mér að iðrast eftir að hafa stigið spor-
in í þessa átt þegar ég sem ung stúlka stóð á mótum manndómsára.
Vigdis Björnsdóttir i Kennnrn-
skólanum.