Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Page 39

Húnavaka - 01.05.1965, Page 39
HÚNAVAKA 37 Þegar við göngum fram til móts við komandi tíma verður jafnan margt fólk á leið okkar og sumu verðum við samferða, einum lengi, öðrum skemur. Það íer ekki hjá því, að hin óhjákvæmilega sam- lylgd þessa fólks er okkur misjafnjega hugstæð. Einhver kann að verða okkur þrándur í götu, annar ryður brautina, og léttir okkur ferðina. Hversu þessi samfylgd tekst eiga þó báðir nokkurn hlut þar sem fullorðnir eru á ferð. En þegar saman liggja leiðir þeirra, sem enn eru á æskuskeiði og hinna, sem til manns eru vaxnir, lilýtur sá eldri að vísa veginn. Mér finnst ég hafa andað það gegnum rabb- ið við hana Vigdísi og þá stuttu samleið sem við höfum átt, að hún liafi verið góður förunautur ungum Húnvetningum.

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.