Húnavaka - 01.05.1965, Blaðsíða 40
SÉRA
PÉTUR INGJALDSSON:
Puríáur
Jakobsclóttir
Lange
Árið 1955 var haldið hátíðlegt 75 ára afmæli Kvennaskólans á
Blönduósi, var þar margt nemenda eldri og yngri, er rifjuðu þar
upp gömul kynni, og sýndu skólanum mikla ræktarsemi. í þessum
margmenna hópi leit ég virðulega mjög aldurhnigna konu. Það
voru líka 70 ár liðin síðan hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum á
Vtri-Ey og 60 ár síðan hún hafði verið kennslukona þar. Þessi
kona var Þuríður Jakobsdóttir Lange, er var hin ernasta og var um
leið að vitja síns föðurtúns út á Strönd.
Þuríður var fædd 1. des. 1872 á Árbakka á Skagaströnd. Þá mátti
segja að sama frændliðið sæti allar beztu jarðirnar í grennd við
hinn forna verzlunarstað, Höfðakaupstað, því þrír bræður, synir
Jósefs á Spákonufelli, voru kvæntir þrem systrum, dætrum Jóns í
Háagerði. Jens á Spákonufelli átti Steinunni, Jóhann á Finnsstöð-
um átti Ástríði og Jakob á Árbakka átti Björgu. Þeirra einkadóttir
var Þuríður fyrrnefnd.
Enn voru fleiri Háagerðissystkinin, Björg móðir Halldóru Bjarna-
dóttur kennara og ráðunauts og Björn síðar bóndi á Veðramóti í
Skagafirði.
Allt var þetta dugandi fólk og hefur orðið kynsælt. Það hefur
komizt vel áfram í lífinu, verið námfúst, búhneigt og vel metið.
Þuríður Jakobsdóttir átti því til góðra að telja og hlaut hið bezta
uppeldi. Foreldrar hennar voru vel stæð. Jakob faðir hennar var í