Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1965, Side 41

Húnavaka - 01.05.1965, Side 41
HÚNAVAKA 39 skólanefnd kvennaskólans á \'tri-Ey og hafði þar eftirlit með bú- skapnum um hríð. Hann var líka hinn mesti búmaður og eigi nema þrjár bæjarleiðir milli Árbakka og Ytri-Eyjar. Eíng fór Þuríður á Ytri-Eyjar skóla og var þar í þrjá vetur. Hún stundaði einnig nám í Reykjavík og framaðist erlendis. Var hún námskona ágæt og stundaði mikið hannyrðanám. Það var því ofur eðlilegt, að Elín Briem fengi þennan vel mennt- aða nemanda sinn að skólanum, en um Elínu Briem er sagt: „Að hún tók eigi til þess aðrar en þær senr hún þekkti að reglusemi og dugnaði og vorn vel að sér í þeim greinum, er þær skyldu kenna.“ Voru það oft stúlkur, er hjá henni höfðu numið í skólanum og skarað fram úr að gáfum og námshæfileikum. Þuríður Jakobsdótt- ir var í tölu slíkra nemenda. Eigi var Þuríður kennslukona á Ytri- Ey nema veturinn 1894—1895 og er eigi ólíklegt að því hafi valdið að Elín Briem hvarf frá skólanum á vordögum 1895. Mun Þuríður þá hafa haldið til Reykjavíkur á næstu árum og gerðist hún þá kennslukona í hannyrðum við Kvennaskólanu í Reykjavík og hélt því starfi um 30 ára skeið. Arið 1899 giftist hún jens Lange málara- meistara, dönskum manni, gáfuðum og vel ættuðum. Hann var hinn merkasti maður og bókhneigður. Þau eignuðust eina dóttur barna, Thyru, sem varð stúdent og lauk prófi í tannlækningunr í Höfn árið 1903. Hefur hún stundað tannlækningar í Reykjavík. Hún giftist Pálma Loftssyni forstjóra í Reykjavík. Þau eignuðust fallegt heimili á Sóleyjargötu 19. Þar dvaldi Þuríður á síðari árum, en maður hennar, Jens Lange, andaðist á undan henni en sjálf and- aðist hún 2. janúar 1961. Þau hjón, Þuríður og Jens, voru iðjusamir borgarar og vel látin. Þau höfðu snemma á búskaparárum sínunr eignazt hús á góðum stað í bænunr, Laugaveg 10, er þau bjuggu lengst af í. Þau voru bæði fróðleiksfús og höfðu yndi af góðum bókunr innlendum og erlendum. Áttu þau safn úrvalsbóka er voru vel með farnar. Þegar Þuríður var að alast upp á Árbakka, mátti segja að Höfða- kaupstaður væri á ýmsan máta hálfdanskur bær. Má því til sönn- unar nefna, að tvær voru verzlanir þar, er útlendir menn áttu, á Hólanesi og Skagaströnd. Voru því jafnan útlendir verzlunarþjón- ar. Þar voru ýmsir danskir menn er ílengdust hér og ættir eru komnar frá svo sem Schram, Bryde, Möller, Stiesen, Berndsen. Snemma munu þessir menn hafa stofnað með sér bókasafn, eink-

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.