Húnavaka - 01.05.1965, Page 42
10
HÚNAVAKA
um með danskar bækur, en einnig íslenzkar, og betri bændur í
grenndinni verið þátttakendur. í hópi slíkra var Jakob á Árbakka.
Þetta var eigi lítil tilbreyting og gagnsemi fróðleiksfúsum ungling-
um. Svo fór Þuríði. Hún mundi jafnan sína heimahaga, Eyjarskól-
ann og annað er mótað hafði æsku hennar. Þar á meðal bókasafnið
er hún naut í æsku norður á Skagaströnd. Því var það vilji hennar,
að mikill hluti bóka þeirra hjóna félli í hlut Lestrarfélags í Höfða-
kaupstað. Með þessu vildi hin látna heiðurskona minnast æskudaga
sinna fyrir 70—80 árum.
Nú hefur dóttir hennar, frú Thyra Loftsson, sent til Höfðakaup-
staðar mikla ltókagjöf og eru allar bækurnar merktar „Dánargjöf
Þuríðar Jakobsdóttur Lange“. Eru bækurnar flestar í bandi, allar
vel með farnar og flestar sem nýjar væru. Er þar margt góðra bóka,
sem nú eru orðnar torfengnar og einnig hinar beztu bækur frá síð-
ari árum. Þá eru þar danskar bækur, skáldverk öndvegis höfunda.
Safn Jretta er á fjórða hundrað bindi og telst mikill fengur þessu
safni þorpsins, sent nú býr við þröngan húsakost. En til bóta stend-
ur með hagi þess er Félagsheimilinu verður lokið.