Húnavaka - 01.05.1965, Side 44
42
HÚNAVAKA
í húsi þessu eru einnig ýmsar aðrar smíðavélar. En Karl hefur
eigi verið einn um hituna við smíðarnar hin síðari ár, því sonur
hans Finnur, er frá barnsaldri hefur vanizt smíðum, er mikill hag-
leiksmaður. Hann er nú 27 ára að aldri og hefur eigi l'arið að
heiman til véla- né smíðanáms utan á 4 daga námskeið í Reykjavík,
er haldið var á vegum Deutz dráttarvéla umboðsins. Finnur Karls-
son er maður hagur og hugvitssamur eins og hann á kyn til.
Það bar til haustið 1959, að hann var við byggingu geymsluskála
að Tjörn á Skaga, er gjörður var úr steinsteypu. \?ar þar notuð af-
kastamikil lirærivél, er fengin var að láni úr Höfðakaupstað. Þótti
Finni sem þessi aðferð væri léttari og fljótvirkari en hin gamla að-
lerð að hræra á bretti eða í tunnu. Hann var sá er tók á móti tunn-
unni er flutti hræruna í mótin. Fékk hann því góða yfirsjón yfir
þessa steypuvél, og þar eð nú stóð til að byggja úr steini 400 kinda
hús ásamt hlöðu í Víkum, fékk hann þá hugmynd að gagnlegt væri
að smíða slíka vél hr í 'a heimili sínu. Minnist hann þá þess, að á
Mallandi á Skaga va ýzkt tundurdufl, er hafði verið segulmagn-
að en var fyrir löngu gert óvirkt. Duflið var úr stáli, er þótti mun
betra en í hinum ensku duflum. Fékk hann nú duflið og skyldi Jrað
vera hræritunna steypuvélarinnar, en dráttarvél aflgjafi. Þá lékk
hann frá Höfðakaupstað uppgjafa færiband og tilheyrandi tann-
hjól. Færibandið festi hann utan á belg duflsins, hræritunnuna, og
annað tannhjólið var notað sem drifhjól, er var fest við tannhjóla-
kassa úr sláttuvél og hann tengdur við dráttarvél með drifskafti úr
gömlum bíl. Hitt tam ijiilið var til þess notað að knýja vindu er
lyfti elnisskúffunni, er hellir efninu í vélina, einnig vindu, sem
lyftir steyputunnunni, lin hellir hrærunni.
Vindurnar voru að i smíðaðar úr hestsláttuvélum, allt Jretta
tók tíma, því renna 15 stykki. En fyrir rennibekk notaði
Finnur gamla hestslát knúin var af dráttarvél. Þá hafði Finn-
ur logsuðu við smíðar: . n Jrað var eigi fyrr en síðar að hann
kom sér upp rafsuðu. Þaó eina sem keypt var til vélarinnar tilbúið,
var hjöruliður með tilheyrandi grópum eða kílum, sem gengu upp
í drifið á dráttarvélinni og auk þess spilvír úr stáli. Kostaði þetta
tvennt kr. 500.00.
Hrærivélin hrærir úr einum sementspoka í einu ásamt tilheyr-
andi sandi og möl. Finnur hóf smíðarnar um miðjan júní 1960 og
hafði lokið verkinu í október sama ár. Var nú tekið til að nota vél-